Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Mikið fall í læsi á stærðfræði meðal nemenda á Vestfjörðum Samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar PISA rannsóknar hefur orðið mikið fall í læsi á stærfræði og náttúrufræði í grunnskólum á Vestfjörðum á árunum 2006 til 2009. Árið 2003 þegar mælingar hófust voru vestfirskir nemendur með 522 PISA stig í mælingum í læsi á stærðfræði en síðan hefur þeim hrakað jafnt og þétt og voru nú með 487 stig. Þróunin er áber- andi verst á Vestfjörðum í saman- burði við aðra landshluta. Læsi nemenda á náttúrufræði hefur sömuleiðis hrakað og hér skera Vestfirðir sig úr ásamt Norður- landi eystra því á sama tíma hefur þróun verið jákvæð eða stöðug í öðrum landshlutum. Enginn marktækur munur er á lesskiln- ingi vestfirskra nemenda á tíma- bilinu frá 2000 til 2009. OECD-PISA rannsóknin er gerð í 68 löndum og tekur rann- sóknin til lesskilnings og læsis á stærðfræði og náttúrufræði á með- al 15 ára nemenda. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland tekur þátt og eru helstu niðurstöður þær að lesskilningur íslenskra nemenda hefur loksins snúist við en les- skilningi hafði hrakað í hvert sinn sem mælingin var gerð. Einungis 10 af 68 löndum sem tóku þátt í rannsókninni sýna betri frammi- stöðu en Ísland. Frammistaða ís- lenskra nemenda í stærfræði og náttúrufræði er hins vegar talsvert undir meðaltali OECD landanna. Frekari kynning á frammistöðu nemenda í ólíkum landshlutum verður gerð nánari skil síðar eða því er segir í tilkynningu. Þar er einnig tekið fram að breytingar í fámennum svæðum megi rekja til náttúrulegs breytileika frá ein- um árgangi til annars. Þó beri að taka eftir svæðum þar sem tilhneig- ingin sé sú sama frá einu tímabili til annars. Slíkt sé varla tilvijun. Flundra kom- in til Vestfjarða Flundra er nýr landnemi á Ís- landi og að sögn Sigurðar Más Einarssonar, forstöðumanns Veiðimálastofnunar, hefur teg- undin náð fótfestu á Vestfjörð- um. „Sjálfur veiddi ég flundru við ósa Gufudalsár fyrir fáein- um árum. Við höfum ekki enn kortlagt útbreiðslusvæðið ná- kvæmlega en við höfum fengið margar tilkynningar um flund- ru á Vestfjörðum síðastliðið ár,“ segir Sigurður. Flundra er flatfiskur af kolaætt sem veidd- ist fyrst á við Ísland árið 1999 en nú virðist tegundin farin að hrygna víða um landið. „Landnámið er í fullu gangi og nær alveg frá suðurfjörðum Austfjarða og suður meðfram strandlengjunni til Vestfjarða. Þannig nú er einungis Norður- landið eftir og þá er hún komin hringinn,“ segir Sigurður. Flundra líkist skarkola og sandkola í útliti en þekkist frá þessum tegundum á því að meðfram bak- og raufar- ugga eru smá beinkörtur. Hún lifir í sjó við botn frá fjöruborði niður á um 100 metra dýpi, sækir í salt og ferskt vatn og getur geng- ið upp í ár og læki. Flundra er nytjafiskur erlendis og segir Sigurður hana vera eftir- sóttasta flatfiskinn í Evrópu. Dan- ir veiða í kringum 4.000 tonn af flundru árlega. En flundra er skæður ránfiskur sem gæti raskað jafnvægi fisktegunda sem fyrir eru og þá sérstaklega bleikju og silung. „Þetta er ósakoli og eftir hrygninu þá fara seiðin upp í fersk vatn og eru þar í nokkur ár. Þar lendir hún inná búsvæðum sem laxfiskar nýta og þá er sérstaklega hætt við að hún lendi í samkeppni við sjóbirting og sjóbleikju. Þannig þetta er ákveð- ið áhyggjuefni því þessir kolar eru grimmir og stunda afrán á bleikju og laxi,“ segir Sigurður. Óttast er að landnám flundr- unnar sé á bak við hrun bleikju- stofnsins á Vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði. Þar var ársveiðin fyrir örfáum árum um fjögur þúsund belikjur en hefur nú hrapað niður í aðeins fjögur hundruð fiska. – kte@bb.is Flundra er nýr landnemi á Vestfjörðum. Lífeyrissjóður Vestfirðinga keypti íbúðabréf ríkissjóðs Lífeyrissjóður Vestfirðinga var einn þeirra 26 íslensku lífeyris- sjóða sem keyptu þau íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna samkomulags Seðlabank- ans við Seðlabankann í Lúxem- borg um kaup á skuldabréfum Avens B.V., sem voru í eigu Lands- bankans í Lúxemborg. Hlutdeild Lífeyrissjóðs Vestfirðinga í kaup- unum sem námu alls 87,6 millj- örðum kr. var 1,71%. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns á Alþingi. Aðspurður hvort lífeyrissjóðirnir hafi stofn- að félag um kaupin sagði ráðherra að hver lífeyrissjóður hafi séð um kaupin fyrir sig. Mest keypti LSR og Lífeyris- sjóður hjúkrunarfræðinga eða 21,80%. því næst komu Lífeyris- sjóður verzlunarmanna 18,80%, Gildi lífeyrissjóður með 14,36%, Stapi lífeyrissjóður með 6,05%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 6,24%, Almenni lífeyrissjóðurinn með 5,37%, Stafir – lífeyrissjóður með 4,83%, Frjálsi lífeyrissjóðurinn með 4,50%, Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda með 3,42%, Festa – lífeyrissjóður með 3,09%, Líf- eyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga með 2,05%, Lífeyrissjóður verkfræðinga með 1,71%, Ís- lenski lífeyrissjóðurinn með 1,17% og Lífeyrissjóður Vestmanna- eyja með 1,78%. Þeir lífeyrissjóðir sem voru með lægra hlutfall en Lífeyris- sjóður Vestfirðinga voru Lífeyr- issjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Ís- lands, Eftirlaunasjóður FÍA, Kjölur – lífeyrissjóður, Lífeyris- sjóður Rangæinga, Eftirlauna- sjóður Reykjanesbæjar, Lífeyris- sjóður starfsmanna Kópavogs- kaup, Lífeyrissjóður Tannlækna- félags Íslands, Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðar, Líf- eyrissjóður Akraneskaupstaðar og Lífeyrissjóður Neskaupstaðar. Þessir lífeyrissjóðir voru ekki með í kaupunum Eftirlaunasjóð- ur Sláturfélags Suðurlands (hefur nú sameinast Söfnunarsjóði líf- eyrisréttinda), Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis (hefur nú sameinast Söfnunarsjóði lífeyris- réttinda), Eftirlaunasjóður starfs- manna Útvegsbanka Íslands, Líf- eyrissjóður bankamanna, Lífeyr- issjóðurinn Skjöldur (hefur nú sameinast Söfnunarsjóði lífeyris- réttinda), Lífeyrissjóður starfs- manna Akureyrarbæjar, Lífeyris- sjóður starfsmanna Húsavíkur- kaupstaðar. Lífeyrissjóður starfs- manna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóður starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar. 26 lífeyrissjóðir á Íslandi keyptu íbúðabréf sem rík- issjóður hafði eignast vegna samkomulags Seðlabank- ans við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á skuldabréfum Avens B., þar af keypti Lífeyrissjóð- ur Vestfirðinga 1,17%.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.