Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
HG sækir um útvíkkun og stækk-
un á eldisleyfi í Ísafjarðardjúpi
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.,
í Hnífsdal hefur staðið að upp-
byggingu fiskeldis á starfssvæði
sínu í Ísafjarðardjúpi allt frá árinu
2002. Í dag er fyrirtækið með sjó-
kvíaeldi í Álftafirði og Seyðis-
firði og eina tilraunakví í Skötu-
firði ásamt seiðaeldisstöð á Naut-
eyri í Ísafirði. Í Súðavík er mið-
stöð sjókvíaeldisstarfseminnar
með sláturhúsi, fóðurgeymslu og
þjónustuaðstöðu á hafnarsvæð-
inu. Þar er einnig heimahöfn þjón-
ustubáta starfseminnar sem eru
sérhæfðir fyrir flutning á lifandi
fiski, fóðrun og veiða til áfram-
eldis á þorski. Einar Valur Krist-
jánsson framkvæmdastjóri HG
segir að áætlanir um þorskeldi,
bæði hér og í Noregi, hafi ekki
gengið eftir eins hratt eins áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
„Við höfum því sótt um leyfi
til Skipulagsstofnunar um út-
víkkun á 2.000 tonna þorskeldis-
leyfi í Ísafjarðardjúpi til framleið-
slu á laxi og regnbogasilungi til
viðbótar við þorskeldið. Sam-
kvæmt umsókninni er óskað eftir
leyfi til eldis á samtals 7.000
tonnum af fiski. Laxeldi hefur
gengið vel í nágrannalöndunum
og verið arðsamt. Sjókvíaeldi á
þorski og laxfiskum er í grund-
vallaratriðum eins, aðstæður til
eldisins með hlýnandi veðurfari
undanfarna tvo áratugi hafa einn-
ig styrkt það eldisform,“ segir
Einar Valur.
Einar Valur segir að HG hafi í
áratug lagt ríka áherslu á að
byggja upp þekkingu og reynslu
meðal starfsfólks fyrirtækisins í
fiskeldi, sem og þekkingu á um-
hverfi Ísafjarðardjúps með fisk-
eldi í huga. „Markmiðið er að
byggja upp fiskeldi sem getur
tryggt örugg störf til framtíðar í
sátt við náttúruna og með virð-
ingu fyrir henni.“
Vestfirðir er eitt af þremur svæð-
um við Íslandi þar sem stunda má
laxeldi, ásamt Austfjörðum og
Eyjafirði. Einar Valur segir að
einörð stefna fyrirtækisins sé að
fara varlega í uppbyggingu fisk-
eldis í Ísafjarðardjúpi, áfram
verði lögð rík áhersla á rann-
sóknir til að fyrirbyggja hugsan-
lega röskun umhverfisins. Upp-
bygging væntanlegs fiskeldis
verði unnin í sátt við aðra at-
vinnustarfsemi á svæðinu.
„Stefna HG við uppbyggingu
fiskeldis á starfssvæði sínu við
Ísafjarðardjúp er að unnið skuli í
samræmi við sjálfbæra þróun. Sjálf-
bær þróun í okkar huga stendur á
þremur stoðum; hagrænum, fé-
lagslegum og umhverfislegum.“
Verði umsókn HG samþykkt er
ljóst að ný störf skapast á Vest-
fjörðum.
„Oft reikna menn með að um
15 bein störf skapist við hver
1000 tonn sem framleidd eru og
á þá eftir að telja afleidd störf því
til viðbótar. Því gæti veruleg
aukning í fiskeldi á svæðinu fljótt
skapað tugi nýrra starfa eins og
reyndin virðist ætla að verða á
suðurfjörðum Vestfjarða. Okkar
eigin reynsla af þorskeldi stað-
festir einnig þessa sýn um at-
vinnusköpun,“ segir Einar Valur.
Stefnt er að því að fram-
kvæmdir við nýtt hjúkrunar-
heimili á Ísafirði hefjist í lok
næsta árs og að framkvæmd-
um verði lokið í ársbyrjun 2014.
Fimm arkitektastofur fá að
skila inn gögnum og verðhug-
myndum að heimilinu en
stefnt er að því að halda forval
fyrir áhugasamar arkitekta-
stofur sem er hugsuð sem ein-
hvers konar fegurðarsamkeppni.
Þetta segir Daníel Jakobsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í
samtali við Ríkisútvarpið.
Samningur milli velferðar-
ráðuneytisins og Ísafjarðar-
bæjar um byggingu hjúkrunar-
heimilis á Ísafirði var undir-
ritaður 10. nóvember. Að sögn
Daníels leysist þar með slæmt
ástand í öldrunarmálum bæj-
arins en aðeins 9 hjúkrunar-
rými eru í bænum, öll á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Ísafirði en
þar er rekin öldrunarlækninga-
deild sem annast langlegusjúkl-
inga.
Samningurinn veitir Ísa-
fjarðarbæ heimild til að byggja
30 rýma hjúkrunarheimili en
samkvæmt greiningu Ísafjarð-
arbæjar er þörf fyrir 39 rými í
sveitarfélaginu en rýmin á
verða ennþá til staðar á sjúkra-
húsinu og þar með ætti þörf-
inni að vera fullnægt í bili.
Heimamönnum er gert að
annast hönnun og byggingu
heimilisins og er sveitarfélag-
inu tryggð fjármögnun fram-
kvæmdanna með láni frá
Íbúðalánasjóði en Framkvæm-
dasjóður aldraðra greiðir sveit-
arfélaginu húsaleigu til 40 ára
sem nemur 85% afborgunar
af láninu.
– asta@bb.is
Framkvæmdir
hefjist í árslok
Launakostnaður, launatengd
gjöld og annar kostnaður, miðað
við krónur á hvern íbúa, hækkuðu
í flestum málaflokkum hjá Ísa-
fjarðarbæ milli áranna 2009 og
2010 að því er greinir í Árbók
sveitarfélaganna. Tekjur af fé-
lagsþjónustunni, miðað við hvern
íbúa, hækkuðu lítillega milli ár-
anna á meðan gjöld hækkuðu
um 4,271 krónur á hvern íbúa.
Tekjur af fræðslu- og uppeldis-
málum hækkuðu um 4.164 krón-
ur á hvern íbúa meðan gjöld hækk-
uðu um rúmar 11 þúsund krónur.
Tekjur af æskulýðs- og íþrótta-
málum hækkuðu um 1.082 krón-
ur á hvern íbúa á meðan gjöld
hækkuðu um 4,814 krónur.
Tekjur af menningarmálum
lækkuðu um 2.430 krónur á
hvern íbúa á tímabilinu og gjöld
lækkuðu um 2.871 krónu. Tekjur
af brunamálum og almannavörn-
um hækkuðu um 1.684 krónur á
hvern íbúa meðan gjöld hækkuðu
um 2.574 krónur. Tekjur af um-
ferðar- og samgöngumálum
hækkuðu um 1.026 krónur á
meðan gjöld hækkuðu um 12.183
krónur. Tekjur af hreinlætismál-
um hækkuðu um 4.250 krónur á
hvern íbúa meðan gjöld hækkuðu
um 16.423 krónur. Þá jukust
tekjur af skipulags- og bygging-
armálum um 5.450 krónur á
hvern íbúa meðan gjöld lækkuðu
um 3.208 krónur.
Tekjur af umhverfismálum
hækkuðu lítillega á hvern íbúa á
meðan gjöld hækkuðu um 5.018
krónur. Tekjur af atvinnumálum
lækkuðu einnig lítillega á tíma-
bilinu meðan gjöld hækkuðu um
2.454 krónur á hvern íbúa. Engar
tekjur eru af B-hluta fyrirtækja
en gjöld vegna málaflokksins
lækkuðu um 3.207 kr. milli ára.
Þá hækkuðu tekjur vegna sam-
eiginlegs kostnaðar um 1.567 kr.
miðað við hvern íbúa en gjöldin
hækkuðu um 7.384 kr. milli ára.
Gjöld hækkuðu í flestum málaflokkum
Flugmaður lítillar vélar, sem
fauk á hvolf á Ísafjarðarflugvelli
í sumar, reyndi að skríða út um
framgluggann en gatið á brotinni
rúðunni reyndist vera of þröngt
þannig að hann komst aðeins
hálfur út og varð svo að skríða
aftur inn í flugvélina. Fram kem-
ur í skýrslu Rannsóknarnefndar
flugslysa um óhappið, að farþega
og flugmanninum hafi síðan tek-
ist að opna hægri dyrnar og far-
þeginn komst þar út. Þegar far-
þeginn var kominn út skreið flug-
maðurinn aftur í til að losa
tveggja ára barn, sem einnig var
í vélinni, úr barnabílstól, og rétti
svo farþeganum barnið út um fram-
dyrnar. Engan sakaði við óhappið.
Að mati rannsóknarnefndar-
innar var ekkert flugveður fyrir
flugvélina á Ísafjarðarflugvelli
þegar þetta gerðist. Mjög hvasst
var og síritar á flugvellinum
skráðu vindhviður upp í 48 hnúta
kl. 20.45 þegar flugmaðurinn var
að aka flugvélinni í brautarstöðu.
Vindstefnan var einnig mjög
breytileg.
Við undirbúning flugsins fyrr
um daginn aflaði flugmaðurinn
sér upplýsinga um veður á vef
Veðurstofunnar, vedur.is. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum áttu
mestu vindhviður að vera 25
hnútar. Flugmaðurinn varð að
fresta brottför og aflaði sér ekki
nýrra veðurupplýsinga áður en
hann lagði af stað um kvöldið
sama dag.
Reyndi að skríða út um framgluggann