Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 15 Sælkeri vikunnar er Katrín Skúladóttir á Ísafirði Ristaðir humarhalar Sælkeri vikunnar býður upp á ristaða humarhala með sítr- ónusafa og góðu brauði. „Í til- efni af jólunum kemur líka ein smákökusort sem er í uppá- haldi,“ segir Katrín. Ristaðir humarhalar Humarhalar Smjör Hvítlaukur Salt og pipar Halarnir eru klofnir og svarta rákin fjarlægð. Fiskurinn hafð- ur í skelinni. Raðað í ofnskúffu, skelin niður. Kryddað með salti og pipar að vild. Hvítlaukurinn er saxaður og blandaður saman við lint smjör, blöndunni er penslað yfir fiskinn í skelinni. Grillað í 5 mín. Borið fram með brauði og sítrónusósu. plötu, stærð 30*38 cm. Fylling: 200 gr. möndluflögur 125 gr. sykur 100 gr. smjör 2 msk. hunang Hjúpsúkkulaði Möndluflögur eru settar í pott með smjöri, sykri og hunangi. Suðan er látin koma upp augna- blik, hrært vel í. Verður gullið á litinn. Kælt aðeins. Breitt yfir deigið c.a. 2 sm. frá köntunum. Bakað í neðstu rim í ofni við 175°C í 20 mín. Kælt og skorið í lengjur og síðan í þríhyrn- inga. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar er 2 hornum dýft í bráðið súkku-laði. Ég skora á dóttur mína Eygló Valdimarsdóttir á Ísa- firði til að vera næsti sælkeri vikunnar. Gott brauð 200 ml. mjólk, volg. 2 msk. sykur 1 pk. þurrger 600 gr. hveiti 2 tsk. lyftiduft 4 msk. ólívuolía 1 dós hrein jógúrt Hnoðið saman og mótið litlar bollur. Hverri bollu er þrýst í uppáhalds kryddið hverju sinni og bakað. Þegar bollurnar eru teknar úr ofninum er bræddu smjöri og hvítlauk dreypt yfir þær. Ekki verra að saxa ferskan kóriander yfir hverja bollu. Sítrónusósa Safi úr hálfri sítrónu 4 msk. rjómi 300 gr. smjör,kælt. Safinn er settur í pott og suðan látin koma upp. Rjóma bætt út í og látið freyða. Smjörið er skorið í bita og hrært saman við. Þegar helmingurinn af smjörinu er komið út í er potturinn tekinn af hita og restinni hrært saman við smátt og smátt. Borðist strax. Möndlusnittur, sirka 40 stk. Deig: 150 gr. smjör 100 gr. sykur 1 egg 2 tsk. vanillusykur 75 gr. malaðir heslihnetu- kjarnar Sirka 250 gr. hveiti Öllu blandað saman og hnoðað en dálítið af hveiti haldið eftir. Látið bíða á köldum stað. Flatt út á bökunarpappír eða Sóknarfæri Vestfirðinga eru í fiskeldi „Samvinna 3X Technology og vestfirskra sjávarútvegsfyrir- tækja hefur verið farsæl frá stofn- un fyrirtækisins og þessi sam- vinna er okkur mikils virði,“ segir Karl K. Ásgeirsson rekstrarstjóri 3X Technology á Ísafirði. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og stór hluti framleiðslunnar fer til erlendra viðskiptavina. „Staða vestfirskra sjávarútvegsfyrir- tækja er á ýmsan hátt erfið, fjar- lægð frá útflutningshöfn er ansi mikil, þá á ég ekki eingöngu við Reykjavíkurhöfn heldur einnig Keflavíkurflugvöll. Í dag skiptir miklu máli að afhenda kaupanda vöruna sem ferskasta og fjar- lægðin frá flugvellinum setur auðvitað strik í reikninginn hjá vestfirskum fyrirtækjum.“ Aðspurður um sóknarfærin í framtíðinni á Vestfjörðum nefnir sérstaklega bæði þorsk og lax- eldi. „Hér er mikil þekking til staðar og við eigum að byggja á henni. Ég efast um að hefðbundn- ar veiðar aukist mikið á næstu árum og því er rökrétt að huga sérstaklega að öðrum þáttum atvinnulífsins eins og fiskeldi.“ Karl segir að 3X Texhnology hafi á undanförnum árum leitað verkefna í fjarlægum löndum, til dæmis í Asíu. Verkefnastaðan sé ágæt um þessar mundir. „Við höfum ásamt Marel nýverið skrifað undir samning við kín- verskt fiskvinnslufyrirtæki um að setja upp vinnslukerfi fyrir hvít- fisk. Kerfið spannar meðal annars uppþíðingu, meðhöndlun fiski- kerja, kælingu, flokkun, innmöt- un og snyrtingu. Þetta nýja kerfi uppfyllir allar ströngustu kröfur um gæðaeftirlit og rekjanleika. Tælendingar kaupa af okkur vélbúnað í tengslum við vinnslu á hlýsjávarrækju, þannig að Asíu- markaður er orðinn okkur nokk- uð mikilvægur. Ef við lítum okk- ur nær, þá höfum við nýverið afhent norsku laxeldisfyrirtæki mjög svo fullkominn kælitank. Þetta er eitt fremsta fyrirtækið á Noregi á sviði laxeldis, þannig að við getum vel við unað að þetta fyrirtæki kjósi að eiga við- skipti við okkur. Kosturinn við að reka fyrir- tækið á Vestfjörðum er sá að hérna er á margan hátt hagstætt að þróa nýjar afurðir, sjávarút- vegsfyrirtæki eru nánast á hverju strái og öll eru þau mjög svo samvinnufús. Fyrir það erum við þakklát. Við byggjum á traustu og vel menntuðu starfsfólki, mann- auðurinn er klárlega okkar helsta tromp,“ segir Karl. Karl K. Ásgeirsson, rekstrarstjóri 3X Technology á Ísafirði

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.