Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 5
13 ára gamall sem er frekar seint
miðað við félaga mína sem voru
í íþróttinni. Ég var áður mikið í
handbolta og fótbolta. Ég er í
Breiðholtinu og var í ÍR. Síðan
ákvað ég að prófa körfubolta en
þegar ég byrjaði var svolítið
körfuboltaæði í gangi. Einhverra
hluta vegna varð ég alveg „hook-
ed“ á þessu og er það enn í dag.
Við fórum nokkrir félagarnir sam-
an í strætó á æfingar í Valsheim-
ilinu og þar var ég alveg til 18
ára aldurs eða þar til ég kom
vestur. Þetta lá mjög fljótt fyrir
mér og ég fór inn í drengjalands-
liðið 17 ára og hætti þá í öðrum
íþróttum og einbeitti mér að
körfuboltanum.“
Hann segir það forréttindi að
fá að vinna við áhugamálið sitt
„Það gerist varla betra en að fá
að vinna við það sem maður
dýrkar að gera. Ég fæ aldrei nóg
af körfubolta.“
Gott bakland
Samfélagið á stóran hlut í KFÍ
segir Pétur en félagið skili jafn-
framt miklu til samfélagsins.
„KFÍ er með gott bakland.
Mikið af fólki styður vel við fé-
lagið, bæði í stjórn og utan stjórn-
ar. Stjórnin er rosalega öflug enda
vel mönnuð. Þetta er mjög vel
rekið félag í dag. Síðan er einnig
fólk sem ekki er í stjórn sem
vinnur mikla vinnu, og það allt í
sjálfboðavinnu, við ýmislegt sem
fellur til. Til dæmis við útsend-
ingu á leikjum, uppsetningu á
leikjunum og við að halda utan
um leikmennina. Ég held að
flestir geri sér ekki grein fyrir
því hve mikil vinna er að baki
svona félagi.
Við reynum að vera mjög sýni-
legir, bæði er KFÍ-vefurinn
virkur og eins er KFÍ á Facebook.
KFÍ-TV virðist líka alltaf vera
skrefinu á undan öðrum vefjum í
útsendingum á leikjum og eru nú
komnir með ljósleiðara og mynda-
vél á gólfið. Þetta er bara eins og
útsending í sjónvarpinu.
Þetta er allt mikil hvatning fyrir
leikmennina og mikilvægt að þeir
finni að fólk sýni þessu áhuga.
Það er mjög erfitt að vera æfa tíu
sinnum í viku í níu mánuði og
því þurfa menn að finna fyrir
hvatningu.
Mér finnst þetta farið að vera
svolítið eins og þegar ég kom
hingað fyrst að spila. Við erum
mikið baráttulið og reynum jafn-
framt að gefa af okkur til samfé-
lagsins því fyrir mér snýst þetta
um meira en bara að skjóta bolta
ofan í körfu. Leikir íþróttaliða
geta verið mjög stór partur í því
að samfélagið komi saman. Það
koma kannski 200-300 manns
saman á leik, hittast og spjalla
saman um daginn og veginn. Það
er mjög mikilvægt. Og þegar lið-
inu gengur vel þá vill fleira fólk
koma og horfa á leikina og þá
skapast betra andrúmsloft.“
– thelma@bb.is
Útlit fyrir 10,3 milljóna króna tap
Útlit er fyrir að Menntaskól-
inn á Ísafirði verði rekinn með
10,3 milljóna króna tapi á þessu
ári. Uppsafnaður hagnaður
skólans lækkar því í um 5,5
milljónir króna. Þetta kom
fram á fundi skólanefndar þar
sem farið var yfir endurskoð-
aða fjárhagsáætlun ársins 2011.
Þar kom einnig fram að drög
að fjárhagsáætlun 2012 geri ráð
fyrir um 15 milljóna króna rekstr-
arhalla og að uppsafnaður halli
verði um 9,5 milljónir.
Áætlunin gerir ráð fyrir fram-
lögum til skólans samkvæmt
frumvarpi til fjárlaga 2012, en
Jón Reynir Sigurvinsson skóla-
meistari upplýsti á fundinum að
þar væri einungis gert ráð fyrir
251,8 milljónum króna sem er
lækkun um 9,8 milljónir frá frum-
varpi 2011 og samsvarar 3,7%
lækkun milli ára á föstu verðlagi.
Sé tekið tillit til verðlagshækkana
og niðurskurðurinn um 23 m.kr.
sem er um 8,8% lækkun milli
ára miðað við raungildi.
Jón Reynir sagði í samtali við
bb.is fyrir skemmstu að mikill við-
snúningur hafi orðið í rekstri
skólans á síðustu tveimur ár-
um. „Mikill tekjuafgangur var
eftir árið 2010 en það er verið
að ganga á hann í öllum þessum
niðurskurði. Við höldum auð-
vitað áfram að hagræða, en það
eru takmörk fyrir því hvað
hægt er að ganga langt,“ sagði
Jón Reynir. – thelma@bb.is
Styrkja tug þúsundir augnað-
gerða fyrir fátækt fólk í Nígeríu
Klofningur ehf., á Suðureyri er
meðal íslenskra framleiðenda á
þurrkuðum fiskafurðum sem eru
stærstu styrktaraðilar verkefnis-
ins Mission for Vision í Calabar
í Nígeríu. Á dögunum var því
fagnað að 22 þúsund augnað-
gerðir hafa verið framkvæmdar í
verkefninu sem hófst árið 2003.
Guðni Albert Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Klofnings, var í
Nígeríu í dögunum þegar þeim
merka áfanga var náð og hitti
fólk sem hefur öðlast sjón á ný.
Hann segir mikið þakklæti vera í
garð þeirra sem standa að verk-
efninu. „Þetta vekur líka mikla
athygli þarna úti en við sáum
það að yfirvöld fylgjast vel með
þessu.“
Augnaðgerðaverkefnið hefur
frá upphafi miðað að því að gefa
blindu og sjónskertu fátæku fólki
í Nígeríu sjón á ný en þetta er
fólk sem fátæktar sinnar vegna
hefur ekki efni á að greiða fyrir
slíkar aðgerðir á sjúkrahúsi.
Framlag íslensku framleiðend-
anna dugir fyrir 2000 augnað-
gerðum á ári. Starfsfólk og birgj-
ar Klofnings hafa frá upphafi ver-
ið aðili að verkefninu. „Hluthafar
í Kolfningi fóru einnig út árið
2009 þegar 12.000 aðgerðin var
framkvæmd og hrifust mjög af
þessu verkefni. Það er ánægjulegt
að sjá að hver einasta króna sem
fer í verkefnið, skilar sér í að-
gerðirnar. Það eru engir milliliðir.
Við höfum einnig verið að safna
notuðum gleraugum og senda út
fyrir þá sem þurfa,“ segir Guðni.
Þiggjendur aðgerðanna byrja
á því að koma í skoðun en flestir
eru með vagl eða gláku. Með
einfaldri leysiaðgerð er þeim
tryggð sjón í langflestum tilvik-
um. Aðgerðin sjálf tekur ekki
nema rétt um 5 mínútur en sjúkl-
ingarnir þurfa að vera á spítalan-
um 3-5 daga og koma svo tvisvar
í eftirlit eftir aðgerð. Allt ferlið
er sjúklingnum að kostnaðar-
lausu. Starfsfólk spítalans er flest
heimafólk en yfirstjórnin og
læknirinn sem framkvæmir að-
gerðirnar eru frá Indlandi.
Íslendingar hafa í áratugi fram-
leitt skreið og aðrar þurrkaðar
fiskafurðir s.s. hausa, hryggi,
kótilettur og afskurð. Aðal mark-
aðssvæðið er Nígería í vestur
Afríku. Samkvæmt tölum frá
Hagstofu Íslands voru á síðasta
ári flutt út til Nígeríu rúmlega
19.000 tonn af þurrkuðum afurð-
um fyrir að verðmæti rúmlega 9
milljarða króna þannig að við-
skiptahagsmunirnir eru gífurlegir
fyrir Ísland. – thelma@bb.is
Íslenskir fiskframleiðendur hafa styrkt tugi þúsunda augnaðgerða fyrir fátækt fólk í Nígeríu.
Magnús Hávarðar í forkeppnina
Bolvíkingurinn Magnús Háv-
arðarson er meðal sextán laga-
höfunda sem taka þátt í Söngva-
keppni Sjónvarpsins 2012. Lag
Magnúsar var eitt fimmtán laga
sem valnefnd valdi úr 164 inn-
sendum lögum. Þegar blaðamað-
ur hafði samband við Magnús
sagðist hann rétt vera að átta sig
á fréttunum.
„Næstu skref í málinu eru að
átta sig á því hvernig þetta verður
framkvæmt en mér skilst að það
eigi að skila fullbúnu lagi fyrir
áramót. Nú er því bara að setja
sig í stellingar, vinna lagið áfram,
klára upptökur og finna flytjend-
Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012
hefst laugardagskvöldið 14. jan-
úar. Höfundar laganna fimmtán
sem valin voru eru auk Magnúsar
Axel Árnason og Ingólfur Þórar-
insson, Árni Hjartarson, Ellert
H. Jóhannsson, Gestur Guðna-
son, Greta Salóme Stefánsdóttir,
Herbert Guðmundsson og Svan-
ur Herbertsson, Hilmar Hlíðberg
Gunnarsson, María Björk Sverr-
isdóttir, Fredrik Randquist og
Marcus Frenell, Pétur Arnar
Kristinsson, Sveinn Rúnar Sig-
urðsson og Valgeir Skagfjörð.
Sveinn Rúnar með þrjú lög.
– thelma@bb.is
ur,“ segir Magnús. Aðspurður
hvers konar lag sé um að ræða segir
hann að það sé töluvert tempó í
því.
Magnús hefur nokkrum sinn-
um sent lag í Söngvakeppnina
en þetta er í fyrsta sinn sem eitt
þeirra er valið fyrir keppnina.
Magnús Hávarðarson. Mynd: dv.is.