Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Frá slysstað í Ljósufjöllum. Flugslysið í Ljósufjöllum innar þegar hann fór frá Ísafjarð- arvelli. En lenti svo í fjallabylgj- unni yfir Ljósufjöllum. Þetta sá flugmaðurinn auðvitað ekki fyrir og veðurupplýsingar voru ekki eins nákvæmar á þessum tíma og í dag. Hinsvegar var skapaðist alltaf þrýstingur á að vélarnar færu í loftið.“ Tekið með trukki Þú hefur skrifað bók á ári í átján ár, hvernig vinnurðu þær? „Ég byrja á að tala við fólkið sem á hlut í slysinu. Í þessu tilviki Útkallsbækur Óttars Sveins- sonar hafa verið í efstu sætum metsölulistanna á hverju ári í hartnær tvo áratugi. Nú hefur hann sent frá sér sína átjándu bók og er umfjöllunarefnið að þessu sinni flugslysið sem varð í Ljósu- fjöllum árið 1986. Einnig er fjall- að um fallhlífarstökk upp á líf og dauða yfir Grímsey. Fjallabylgja „Þetta var flugvél frá flugfé- laginu Ernir á Ísafirði. Hún lagði af stað þaðan og var á leið til Reykjavíkur en yfir Ljósufjöll- um lenti hún í fjallabylgju sem þrýsti henni niður með þeim af- leiðingum að fimm fórust en tveir komust af,“ segir Óttar. Sama dag hafði Fokkerflugið frá Reykjavík til Ísafjarðar verið fellt niður. Hvernig stóð á því að þessi vél fór samt í loftið? „Það þótti í lagi með veðrið á Ísafirði og það var heldur ekki slæmt í Reykjavík. En þetta Fokkerflug átti að fara frá Reykjavík til Ísa- fjarðar – menn treystu sér ekki til að áætla ferð fram í tímann. Hins vegar er hægt að sæta lagi þegar farið er frá flugvelli. Og það gerði flugmaður Ernisvélar- „Já, ég þarf að vera með þetta klárt að hausti - tek þetta dálítið með „trukki og rútínu“ og hef mikla ánægjulegu af samstarfi við viðmælendur mína.“ Magnaðir endurfundir Á árinu kom bók Óttars um árásina á Goðafoss út á þýsku og hann kynnti hana á Bókamess- unni í Frankfurt í október síðast- liðnum. „Bókinni var afar vel tekið og ánægjulegt hvað Þjóð- verjar hafa mikinn áhuga á þessu máli. Endurfundir eins eftirlif- anda Goðafoss og þýsks kafbáta- hermanns frá í seinni heimsstyrj- öld vöktu líka mikla athygli þarna á messunni. Þá hittust þeir í fyrsta sinn, Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi háseti á Goðafossi, og Þjóðverjinn Horst Koske, fyrr- um loftskeytamaður þýska kaf- bátsins U 300 sem skaut Goða- foss niður með hörmulegum af- leiðingum. Ég held að það hafi varla verið þurr hvarmur í saln- um,“ segir Óttar. - Hvað tekurðu fyrir næst? „Ég er með tvær eða þrjár hug- myndir í kollinum og ætla að leyfa þeim að gerjast aðeins áfram,“ segir Óttar Sveinsson. – Huldar Breiðfjörð. Pálmar Gunnarsson sem bjó inni í Hnífsdal og var lögreglumaður á Ísafirði á þessum tíma og Kristján Guðmundsson frá Bol- ungarvík. Eins talaði ég við Guð- laug Þórðarson sem tók þátt í björgunaraðgerðum. Þessi björg- un átti sér stað í mjög slæmu veðri og þeir tveir sem lifðu af sátu fastir í flakinu í tíu og hálfan tíma. Ég tala einnig við björgun- armenn, aðstandendur hinna látnu og margt annað fólk. Það eru margir Vestfirðingar sem koma við sögu.“ Óttar segist setjast niður í upp- hafi árs til að byrja á nýrri bók. Óttar Sveinsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.