Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Klofningur á Suðureyri er í hópi íslenskra framleiðenda á þurrkuðum fiskafurðum sem taka þátt í afar merkilegu verkefni í Calabar í Nígeríu. Það felst í því að gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að gangast undir skurðagerð sem veitir því fulla sjón á ný. Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings settist niður með blaðamanni til að ræða um verkefnið, Klofning og lífið á Suðureyri. Kraftaverkin í Nígeríu Öryrki eftir slys „Ég er Súgfirðingur í allar ætt- ir. Pabbi er ættaður innan úr Botni og mamma utan úr Vatnadal. Hann heitir Einar Guðnason en mamma Guðný Kristín Guðna- dóttir þannig að það var mjög auðvelt að velja nafnið á soninn. Þau eru búsett á Suðureyri. Reynd- ar hét annar afi minn Guðni Al- bert og hinn hét Guðni Jón og var giftur Albertínu. Þannig að nafnið mitt dekkaði eiginlega þrjá forfeður í einu,“ segir Guðni Albert og brosir. „Ég fór ungur á sjó, fyrst á sumrin. En ég fór á fyrstu vertíð- ina strax eftir landspróf sem ég tók á Núpi. Ég var á sjónum í tvö ár til að ná mér í svokallaðan siglingatíma sem þurfti til að komast inn í Stýrimannaskólann. Ég hóf nám þar haustið 1972, þá 18 ára og kláraði farmannapróf 1976.“ Eftir að hafa lokið Stýrimanna- skólanum sneri Guðni Albert aft- ur til Suðureyrar. „Ég kom eig- inlega beint hingað eftir skólann og var stýrimaður á bátum til 1979. En ég slasaði mig illa í nóvember það ár. Við vorum að taka ís þegar ég fór með löppina í íssnigil. Það breytti ýmsu um mína hagi og upp úr þessu var ég metinn 35% öryrki. Ég var samt kominn á sjó ári síðar eða svo. Þá byrjaði ég sem skipstjóri á Sigurvon og var þar allar götur til 1991. Eftir það fór ég í trillu- bransann og var á til trillu til 1996 en þá hætti ég til sjós. Næst tók við útgerð og ég átti tvo báta sem ég gerði út. Og svona ýmis- legt brask, til dæmis rak ég mat- vöruverslun um tíma. Það gekk ágætlega en var búið spil þegar göngin komu.“ Aukaafurðir ekki úrgangur Guðni segist hafa verið byrj- aður að hugsa um Klofning haustið 1996 en fyrirtækið var stofnað í janúar 1997. „Klofn- ingur var stofnaður utan um þurrkun. Það voru örugglega bú- in að vera hér þrjú eða fjögur kannski frekar á kássu eða stöppu. Hausarnir þykja herramannsmat- ur og við erum svo heppin að það fylgir því ákveðin virðing að hafa hausa í súpunni. Menn setja niður ef þeir hafa ekki efni á að hafa í það minnsta einn haus eða skreið í súpunni þegar þeir bjóða öðrum í mat. Venjuleg fjölskylda eldar kannski tvisvar til þrisvar í viku og býður öðrum fjölskyld- um í mat sem bjóða svo á móti hina dagana. Vegna þess að fisk- hausarnir þykja virðingarvottur mun eftirspurnin eftir þeim seint minnka. Það tekur konuna þrjá klukkutíma að vinna fyrir meðal- haus en einn að vinna fyrir öllu öðru sem þarf líka, t.d. kjöt kjúkl- ing og grænmeti. Þetta er því dýr matur hjá þeim.“ Guðni Albert fór fyrst til Níg- eríu árið 1998 en segist ekki hafa tölu á því lengur hvað hann hefur heimsótt landið oft síðan. „Það er farið að skipta einhverjum tug- um. Við höfum reynt að sinna þessum markaði líkt og aðrir sinna sínum mörkuðum. Þarna höfum við tekið þátt í matvæla- sýningum fjórum eða fimm sinn- um og reynt að vaka yfir þróun markaðarins. Það er breyting frá því sem var. Áður kom þarna aldrei nokkur maður nema til að rukka. Það var eina ástæðan fyrir því að menn töldu sig þurfa að gera sér ferð til Nígeríu. En með því að vera í þetta góðri snertingu við markaðinn höfum við öðlast miklu meiri skilning á honum.“ Nígería Aðspurður hvernig Nígería komi Guðna Albert fyrir sjónir, svarar hann: „Ég held að það viti enginn almennilega hversu marg- ir búa í landinu. Opinberar tölur segja 130 til 140 milljónir en fólk talar um að líklegri tala sé 170 milljónir. Í landinu eru 250 ættbálkar en þrír þeir stærstu eru Hausar, Yorubar og Ibomenn. Hausar sem er valdastéttin í Norður-Nígeríu, Yorubar sem eru kristnir og búa í kringum Lagossvæðið en í suðaustur hlut- anum eru Ibomenn. Þeir eru okk- ar aðal viðskiptamenn. Það voru fyrirtæki sem reyndu þurrkun en gekk misjafnlega. Við keyptum þrotabú úr einu slíku og byrjuð- um á því að þurrka hausa. Þannig var starfsemin fyrstu árin en síðar fórum við út í marningsvinnslu og síðar meiri loðdýrafóðurs- vinnslu. Það má segja að við höfum gefið okkur út fyrir að sjá um það sem áður var kallað úr- gangur, en við köllum aukaafurð- ir,“ segir Guðni Albert. „Þurrkaða afurðin er nánast öll flutt til Nígeríu. Í smáum stíl til annarra landa en það eru þá Ní- geríumenn sem þar búa sem kaupa þær. Við rekum líka stöðv- ar á Tálknafirði og Ísafirði í loð- dýrafóðurvinnslu. Allt það sem við getum ekki þurrkað, hökkum við niður og blöndum í það þráa- varnarefnum og frystum. Þetta er svo flutt út til Danmerkur.“ Guðni Albert segir að upphaf- lega hafi Klofningur verið stofn- aður af fyrirtækjum og einstakl- ingum á Suðureyri og Flateyri en skipt um eigendur með tíman- um. „Nú hafa flestallar fiskvinn- slustöðvarnar á Vestfjörðum bæst í eigendahópinn ásamt nokkrum einstaklingum. En aðalhluthaf- arnir eru fiskvinnslustöðvarnar. Í dag starfa 30 manns hjá Klofn- ingi í fimm starfsstöðvum. Það eru tvær stöðvar hér á Suðureyri, þurrkun og svo marningsvinnsl- an. Síðan erum við með þurrkun á Brjánslæk og þessar tvær loð- dýrafóðurvinnslur.“ Þurrkaðir hausar Guðni Albert segir þurrkuðu afurðirnar sem sendar eru til Nígeríu nær eingöngu vera hausa og hryggi. „Þetta eru þurrkaðir hausar af þorski, ýsu, ufsa, keilu og löngu. Enn hefur okkur ekki tekist að þurrka steinbítshausa með góðum árangri. Síðan eru þetta hryggirnir úr sömu fiskteg- undum og stundum afskurður. Við höfum líka verið að prófa okkur áfram með aðrar afurðir og það er stöðug þróunarvinna í gangi innan fyrirtækisins.“ - Hvað gera Nígeríumenn við hausana? „Þeir nota þá í það sem þeir kalla súpur en minnir okkur þeir sem í raun stofnuðu Bíafra í gamla daga á olíusvæðunum í kringum fljótið Níger í suðaustur hluta Nígeríu. Í landinu er að finna allt frá mjög miklu ríkidæmi yfir í sára- fátækt. En Nígería er gósenland og þarna drýpur smjör af hverju strái. Frjósöm jörð, olía, mikið af málmum og mikið landsvæði. Maður botnar eiginlega ekkert í því hversnvegna er ekki hægt að ná upp eðlilegum lífsgæðum þarna. En maður sér varla ræktað- an blett eða einhverja alvöru ræktun sem ætti að var auðvelt þarna. Það er landlæg spilling í Nígeríu og hefur verið lengi. Þeir telja sig eitthvað vera að vinna á henni þótt maður sjá ekki mikil merki þess.“ Á ferðalögum sínum um land- ið hefur Guðni Albert hitt talsvert af „Bíafrabörnum“ sem sumir lesendur muna kannski eftir síðan mæður þeirra voru að reyna að fá þá til að borða matinn sinn. „Bíafrastríðið stóð frá 1967 til 1970 og mér sýnist nú að það hafi ekki verið neitt annað en olíustríð. En Íslendingar voru þá með matargjafir á þessu svæði. Flugu frá franskri eyju sem er sunnan við Nígeríu og lentu í miðri Bíafra með skreið frá Ís- landi og Noregi. Ég hef hitt marga sem fullyrða að þessar matar- gjafir hafi bjargað bæði sér og fullt af fólki frá því að deyja úr hungri. En það dóu 7 milljónir manna úr sulti vegna Bíafra- stríðsins.“ - Þannig að mataraðstoð og peningasafnanir Íslendinga skila sér? „Allavega í þessu tilviki. Fólk hafði reyndar ekki hugmynd hvaðan þessi matur kom, hann bara datt ofan af himnum í pökk- um. Maður hefur oft verið skept- ískur á að neyðaraðstoð af þessu tagi skili sér alla leið. En þessi aðstoð gerði það vissulega.“ Mannrán og gemsar - Ríkir friður í Nígeríu í dag? „Já og nei. Sum svæði eru friðsæl en önnur ekki og landið er hættu- legt. Sérstaklega hefur svæðið í austri verið ótryggt og mikið um mannrán. Í raun leið heilt ár án þess að við kæmumst inn á það svæði. Í augnablikinu er maður ekki öruggur þar en þetta gengur í bylgjum. Þegar maður fer þarna um er það að vel athuguðu máli og helst verður maður að þekkja einhvern. Þegar við komum er tekið á móti okkur á flugvellinum og við erum keyrð á hótelið. Og það fer enginn af hótelinu nema í fylgd með einhverjum sem hann þekkir og þá yfirleitt í fylgd vopnaðra lögreglumanna. Því er aðeins öðruvísi að ferðast til Níg- eríu en margra annarra landa. Annars er þetta orðið aðeins auðveldara núna með tilkomu farsíma. Áður en þeir komu var ekki hægt að hreyfa sig nema eftir fyrirfram ákveðnu plani. Það sem hefur gjörbreyst í Nígeríu á undanförnum árum er fjarskipta- kerfið og nú eiga allir gemsa. Þegar við komum fyrst notuðust þeir enn við sendiboða til að koma skilaboðum á milli. En nú eru gemsarnir komnir og miklir öfgar í því. Það eru eiginlega allir með þrjá gemsa, einn á hvert farsímafélag. Því er skammt stórra högga á milli hjá þeim.“ Blindir fá sjón Guðni og eiginkona hans eru nýkomin frá Nígeríu en ástæða fararinnar var óvenjuleg. „Okkur var boðið að taka þátt í athöfn, í tilefni þess að nú er búið að framkvæma 22 þúsund augnaðgerðir á vegum verkefnis sem við erum að styrkja. Klofn- ingur og margir fleiri framleið- endur á þurrkuðum afurðum fyrir Nígeríumarkað eru þátttakendur í þessu verkefni. Við höfum styrkt það með því að senda þeim einn gám af afturðum á ári. Og það hafa allir sem að gámnum koma tekið þátt í því, afurðin er frí, flutningurinn er frír og kostnað- urinn þarna niðurfrá er greiddur af innflytjandanum. Afraksturinn fer svo í sjóð sem heitir Tulsi Chanrai Foundation. Á bakvið þá stofnun stendur indverskt fyr- irtæki með aðsetur í Nígeríu. Sú stöð sem við styrkjum er með

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.