Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Ásta María Sverrisdóttir, sími 824 0644,
asta@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur
til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Ætlar þú að ferðast
til útlanda á nýju ári?
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Ritstjórnargrein
Tími til kominn
Íbúum Ísafjarðarbæjar
hefur fækkað um tæplega
500 manns á undanförnum
tíu árum. Í fyrra voru íbúar
sveitarfélagsins 3814 og
höfðu þá ekki verið færri
síðan árið 1997. Flestir voru
þeir árið 1998 eða 4474.
Þetta kemur fram í uppfærð-
um tölum Byggðastofnunar
og Hagstofunnar um íbúa-
þróun frá árinu 1997. Nokk-
uð jafnt er skipt á milli kynja.
Á síðasta ári bjó 1901
kona í sveitarfélaginu og
hafði þeim fækkað um 261
frá árinu 1997. Karlmenn
voru hins vegar 1913 talsins
og hafði fækkað um 320 frá
því fyrir þrettán árum. 1384
þeirra sem bjuggu í Ísafjarð-
arbæ í fyrra voru 25 ára eða
yngri og hafði þeim fækkað
um 539 frá árinu 1997. 2480
voru eldri en 25 ára og hafði
fækkað um 65 á umræddu
tímabili. – thelma@bb.is
Fækkaði um
tæplega 500
á áratug
Stöðug fólksfækkun á Vestfjörðum
Stöðug fólksfækkun hefur ver-
ið á Vestfjörðum frá árinu 1997
til 2010 utan eins árs, ársins 2008
er íbúum fjölgaði úr 7.308 í
7.372. Þeim fækkaði þó aftur árið
á eftir. Þetta kemur fram í upp-
færðum tölum Byggðastofnunar
um íbúaþróun. Árið 1997 voru
íbúar Vestfjarða 8.632 en á síð-
asta ári voru þeir 7,127. Körlum
fækkaði um 825 en konum um
680. Íbúum á Vestfjörðum á aldr-
inum 0-25 ára fækkaði um 1.171
á árunum 1997 til 2010 og íbúum
á aldrinum 25-50 ára fækkaði
um 790. Á sama tímabili fjölgaði
íbúum 50 ára og eldri um 437.
Íbúum hefur fækkað undan-
farin ár á landsbyggðinni en
fjölgað á höfuðborgarsvæðinu.
Þó hefur fjölgað í einstaka sveit-
arfélögum, einkum þeim sem eru
nær höfuðborgarsvæðinu. „Það
er meðal hlutverka Byggðastofn-
unar að fylgjast með þessari þró-
un, enda ein forsenda vinnu varð-
andi gerð áætlana um þróun og
styrkingu byggða á Íslandi. Sveit-
arfélög hafa sameinast til að
valda betur verkefnum sínum og
bæta þjónustu við íbúana og hef-
ur þeim fækkað um 2/3, úr 229
árið 1950 í 76 sveitarfélög 1. des-
ember 2010,“ segir á vef Byggða-
stofnunar.
– thelma@bb.is
„Eins og að hitta gamla vini“
„Það var mjög ljúf fjölskyldu-
stemmning, þetta var bara
eins og að hitta gamla og góða
vini,“ segir Helgi Björnsson
söngvari Grafíkur um frum-
sýningu heimildarmyndar um
hljómsveitina á Ísafirði í
síðustu viku. „Þetta heppn-
aðist mjög vel og það var
reglulega gaman að sjá mynd-
ina,“ bætir Helgi við en mynd-
in var gerð í tilefni þess að 30
ár eru liðin frá stofnun þess-
arar ísfirsku hljómsveitar.
Góður rómur var gerður að
myndinni en að sýningu lok-
inni var haldið í Krúsina þar
sem Helgi sat fyrir svörum
ásamt Grafíkurmeðlimunum
Rúnari Þórissyni og Agli Erni
Rafnssyni. „Þetta var bara
svona létt spjall, við tókum við
spurningum úr sal og svo tók-
um við nokkur lög. Þetta var
rosa gaman.“ Myndin spannar
feril hljómsveitarinnar og hef-
ur verið meira og minna í
vinnslu síðan árið 2004 þegar
hljómsveitin kom vestur og
hélt tónleika í Alþýðuhúsinu
vegna 20 ára afmælis útgáfu
plötunnar Get ég tekið cjéns.
Jafnframt koma um þessar
mundir út tveir safndiskar
með úrvali laga hljómsveitar-
innar ásamt tveimur nýjum
lögum þ.á.m. laginu Bláir fugl-
ar sem þegar er farið að
hljóma á öldum ljósvakans.
„Diskarnir ættu að vera á leið
í verslanir, þeir komu til
landsins í fyrradag,“ segir
Helgi. Útgáfutónleikar verða
haldnir í Reykjavík í dag, 1.
desember. – thelma@bb.is
Egill Rafnsson, Rúnar Þórisson og Helgi Björnsson voru í góðum fíling í Krúsinni.
Alls svöruðu 407.
Já sögðu 219 eða 54%
Nei sögðu 116 eða 28%
Óvíst sögðu 72 eða 18%
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Austlæg átt og fer að
snjóa sunnan- og vestan-
lands, en síðar slydda
eða rigning við suður-
ströndina. Úrkomulítið á
norðanverðu landinu.
Frost 0-8 stig, en allvíða
frostlaust við ströndina.
Horfur á laugardag:
Ákveðin NA-átt með of-
ankomu, einkum norðan
og austantil Kólnandi
veður. Horfur á sunnu-
dag: Útlit fyrir áframhald-
andi norðanátt og kulda.
Með ólíkindum er að rúmum níu áratugum eftir að fullveldisáfangan-
um var náð og 67 árum eftir lýðveldisstofnun, skuli enn uppi efasemdir
um hverjir haldi um stjórnartaumanna í þeim stofnunum stjórnkerfis
landsins, þar sem fyrrum bæjarfógeti og þingmaður Ísfirðinga vermdi
fyrstur Íslendinga stólinn eftirsótta, ráðherrastólinn.
Aldamótaljóð Hannesar Hafstein, er trúlega það ljóð sem oftast er
gripið til í tilefni dagsins vegna hvatningarinnar til þjóðarinnar um að
hvar sem við höfum skipað okkur í fylkingar og ,,hvernig sem stríðið
þá og þá er blandið“ ber okkur öðru fremur ,,að elska, byggja og treysta
á landið.“
Hvernig sem því kann að vera tekið verður það að segjast eins og er
að samhljómurinn fyrir kjarnyrtum boðskap fyrsta ráðherrans með að-
setur á Íslandi, er ekki mikill nú á tímum og lítil teikn á lofti um betri
horfur, síst sem nú stendur hjá þingmönnum á hinu háa Alþingi, þar
sem hver höndin virðist vera upp á móti annarri. Hvað veldur skal
ósagt látið. Vonandi eiga þau umvöndunarorð meistara Hallgríms, að
þeir ,,sannleiknum meta sitt gagn meir,“ ekki við. Hitt má vera að sam-
stöðuleysið sé spegilmynd vaxandi deyfðar fyrir gömlum gildum, sem
vilja gleymast eins og sannast hefur með Fullveldisdaginn, sem nú
þykir vart merkilegri en hver annar vikudagur.
Spár Hannesar Hafstein í aldamótaljóðinu hafa í ýmsu gengið eftir,
þótt ekki hafi sveitirnar fyllst af fólki. Þvert á móti blasir við fólksfækkun.
Sama á við um fjölda þéttbýliskjarna, sér í lagi við sjávarsíðuna þar
sem réttur fólks til sjálfsbjargar hefur óneitanlega verið fyrir borð bor-
inn. Tveggja alda byggðastefna stjórnvalda, fyrir því að flytja allt sem
máli skiptir til Reykjavíkur, á þar stóran hlut að máli. Á þeim yfirgangi
er ekkert lát þótt því sé ekki að neita, að vaknað hafa vonir um að eldar
kvikni. Skal í því sambandi nefna gjörbreytt viðhorf, sem formaður
Byggðastofunar hefur gegnið fram fyrir skjöldu með og sagt að
,,byggðastefnur“ verði að móta út frá mismunandi aðstæðum og þörf-
um einstakra landshluta og ákvarðast af þeim, sem eldurinn brennur á;
svo og viðurkenningu iðnaðarráðherra á að um enga heilstæða byggða-
stefnu sé að ræða af hálfu stjórnvalda og hafi aldrei verið og þar verði
að snúa dæminu við. En fleira kom í ljóst. Jafnframt stefnuleysinu
kvað ráðherra samskiptavandamál uppi á milli ráðuneyta, sem kæmi í
veg fyrir að unnt væri að móta heilstæða byggðastefnu. Þessa múra
segir ráðherra, að brjóta verði niður. Það gengur ekki að ráðuneytin
þvælist hvert fyrir öðru í því sem þarf að gera.
Á fullveldisdeginum 2011 er virkilega tími til kominn til að íslensk
stjórnvöld móti byggðastefnur, sem byggðar verði á þörfum þeirra,
sem njóta eiga, en ekki á stöðnuðum formúluuppskriftum embættis-
manna, sem í engu þekkja til eða hafa skilning á hvar skórinn kreppir
að.
s.h.