Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 11 Undanfarið hefur verið rætt um að Íslendingar vilji ekki leng- ur starfa í fiskvinnslu og auknum veiðiheimildum fylgi ekki endi- lega fleira fólk. Hvernig hefur gengið að fá fólk til að vinna í fiski á Suðureyri? „Við vitum náttúrlega að á tímabili kom hingað mikið af útlendingum til að vinna og þeir eru margir hverj- ir orðnir jafn góðir Íslendingar og aðrir Íslendingar. Það virðist sem hingað leiti tvær gerðir af fólki. Annarsvegar fólk sem ætlar sér að búa hér í þorpinu og starfa. Hinsvegar þeir sem eru bara komnir til að vinna fyrir sér og sínum sem búa jafnvel í öðru landi á meðan. En þannig hefur þetta kannski líka alltaf verið. Hér var alltaf mikið af farand- verkafólki sem ætlaði sér aldrei annað en bara að vera vertíðina.“ - Hvað með unga fólkið? „Mér finnst eins og unga fólkið vilji ekki endilega fara í burtu en sjái ekki tækifæri til að koma aftur eftir nám. En ég hef velt fyrir mér hvort það sé verið að mennta fólk vitlaust. Af hverju er til dæmis enginn skóli á Íslandi sem kennir fólki að selja fisk? Hvers vegna er ekki hægt að ráða til sín lærða sérfræðinga í fisksölu? Ég er viss um að hér biðu 2-3 störf fyrir þannig menntað fólk. Þeir sem starfa við þetta fag eru yfirleitt sjálfmenntaðir í því, án þess að ég vilji gera lítið úr því.“ Þrjár dætur Eiginkona Guðna Alberts heitir Sigrún Margrét Sigurgeirs- dóttir. Þau eiga saman þrjár dætur og sex barnabörn. „Sigrún kom hingað í september 1976 með elstu dóttur okkar þriggja vikna. Hún er úr Kópavogi en ég vil nú meina að nú eftir 35 ár sé hún orðin Súgfirðingur,“ segir Guðni Albert og brosir. „Elsta dóttir okkar, Guðný Erla er útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Horna- firði. Sólveig Kristín er í fæðing- arorlofi núna en er annars á kandídatsári eftir læknisfræði- nám. Og sú yngsta, Auður Birna er búsett hér á Suðureyri og í hárgreiðslunámi.“ Aðspurður um áhugamálin segist Guðni Albert hafa gaman af því að spila golf. „Það má kannski segja að ég sé einn af þeim sem ekki er hægt að kenna neitt. Út af þessari fötlun minni verð ég bara að gera þetta með mínum hætti. Það er ekki víst að allt fengi samþykki fræðinganna. En ég hef hef löngum sagt að svæðið hér sé einhver besti staður á jarðríki til að stunda golf. Hér er ekki nema hálftíma keyrsla á þrjá frábæra golfvelli sem er nán- ast alltaf hægt að komast að á. Það gerist ekki betra um víða veröld. Annarsstaðar þarf oftast að bóka með 2-3 daga fyrirvara og svo standa í endalausum bið- röðum.“ Guðni Albert er líka félagi í karlakórnum Ernir. „Ég hef verið með þar síðan hann var endur- vakinn árið 2003. Maður hefur verið á ferð og flugi og því kann- ski ekki alveg sá duglegasti að sækja æfingar. En þeir í kórnum hafa tekið mann upp á arma sér og sýnt mér mikla þolinmæði. Þetta er afskaplega góður félags- skapur.“ Leiðist pólítíkin í dag Samkvæmt Guðna Alberti búa rétt rúmlega 300 manns á Suður- eyri og atvinnuástandið er nokk- uð gott. „Það hefur ekki mikil breyting orðið á undanfarin ár. Fyrr en í sumar en þá neyddumst við til að segja upp sjómönnum vegna ástandsins á kvótaleigu- markaðnum. Maður varð var við það strax að það hafði áhrif. Þetta er fljótt að gerast ef það kemur eitthvað óöryggi í fólk. Þá flytur það ekki til Flateyrar eða Ísafjarð- ar heldur á höfuðborgarsvæðið. Þannig að ég lít á það sem vanda- mál alls svæðisins hér þegar eitt- hvað svona gerist.“ Guðni Albert segir óvissu um framtíðina í sjávarútvegi hafa reynst erfiða. „Það gengur vel hjá Klofningi núna en engu að síður höfum við Súgfirðingar farið illa út úr þessum breyting- um á kerfinu. Strandveiðarnar hafa þó hugsanlega hjálpað ein- hverjum. Við hjá Íslandssögu byggðum mikið á leigumarkaðn- um sem hefur verið nánast fros- inn í eitt og hálft ár. Það hefur ruggað okkur talsvert. Því hefur endurskoðunin á kvótakerfinu og óvissan í kringum hana farið frek- ar illa með okkur. Í fljótu bragði hefði maður haldið að þessar hræringar væru hugsaðar til að styrkja okkur en það er frekar að þær hafi komið illa við okkur.“ Guðni Albert heldur áfram: „Annars leiðist mér pólitíkin í dag. Alltaf eins og einhver sand- kassaleikur. Það getur aldrei neitt gott komið frá hinum aðilanum. Ef tillagan kemur ekki úr réttum munni er hún alveg ómöguleg.“ - Sumir kvarta undan sam- stöðuleysi hér á svæðinu. „Já, þetta hef ég heyrt líka. En okkur hefur borið gæfa til þess hér á Suðureyri að standa þétt saman. Við höfum ekki staðið í innbyrðis deilum. Auðvitað hefur komið upp skoðanaágreiningur en engir erfiðir bardagar. Ég held að Suð- ureyri hafi farið mjög heil inn í sameiningu sveitafélaganna í Ísa- fjarðarbæ á sínum tíma. Það hefði kannski alveg mátt koma meira á móti í gegnum árin.“ - Hvenær ferðu til Nígeríu næst? „Það verður líklega einhvern tíma í vetur eða með vorinu. Ég fer tvisvar til þrisvar á ári. Allt eftir efni og ástæðum og ástandi á mörkuðum sem reyndar er mjög gott núna,“ segir Guðni Albert að lokum. – Huldar Breiðfjörð. Átt þú sumarhús eða íbúð sem þú vilt leigja út sumarið 2012? Orlofssjóður Bandalags háskólamanna óskar eftir sumarhúsum/íbúð- um innanlands sem utan á sanngjörnu verði mánuðina júní, júlí og ágúst. Húsin þurfa að vera í góðu ástandi og með allan útbúnað fyrir 6-10 manns. Umsjón þarf að fylgja húsunum. Ef þú ert með eign sem gæti hentað, þá endilega sendu sem fyrst myndir og aðrar upplýsingar á net- fangið asa@bhm.is, merkt SUMAR 2012. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í byrjun desember. Úthlutun sumarhúsalóða á Dagverðardal frestað Engum sumarhúsalóðum hefur verið úthlutað í Dagverðardal í Skutulsfirði þar sem enn á eftir að ganga frá gjaldskrá. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ísafjarð- arbæ er verið að endurskoða gjaldskrá byggingaleyfa og gatna- gerðargjalda með tillitil til fjár- hagsáætlunargerðar næsta árs. Jóhann Birkir Helgason, bæjar- tæknifræðingur, segir að sjö um- sóknir hafi borist um þær sex lóðir sem eru í boði pg koma þær allar frá brottfluttum Ísfirðingum. Ennþá er hægt að sækja um lóðir en einnig geta þeir einstaklingar sem ekki fá úthlutað þeim lóðum sem þeir óskuðu eftir, þegar út- hlutað verður, sótt um aðrar lóðir. Þá er í deiliskipulagi gert ráð fyrir fleiri lóðum á svæðinu þó þær séu ekki tilbúnar til úthlut- unar. Deiliskipulag fyrir sumarhúsa- byggð í Tungudal í Skutulsfirði hefur tafist töluvert en það var sent til Skipulagsstofnunar í byrj- un mars. Ísafjarðarbær sótti um undanþágu fyrir lóðirnar en þær uppfylla ekki kröfur nýrrar skipu- lagsreglugerðar vegna þess hve litlar þær eru. Sumarhúsabyggðin í Tungudal hefur verið aðal sum- arhúsabyggð Ísfirðinga og mikið er sóst eftir lóðum á svæðinu. Árið 1994 féll snjóflóð á sum- arhúsabyggðina og eyðilagði 40 sumarhús á svæðinu. Eigendur sumarhúsa sem eyðilögðust í snjóflóðinu fengu ákveðinn frest frá Ísafjarðarbæ til að endur- byggja húsin en bærinn tók yfir þær lóðir sem ekki var byggt á að nýju. Því er gert ráð fyrir sex lóðum til ráðstöfunar í Tungudal ef deiliskipulagið verður sam- þykkt. Jóhann Birkir á von á því að gengið verði frá deiliskipu- laginu í lok vikunnar og að lóð- irnar verði auglýstar í kjölfarið. – asta@bb.is Áætlanir gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðu- reiknings Súðavíkurhrepps verði neikvæð um rúmar þrjár milljónir króna á næsta rekstrarári. Farið var yfir fjárhagsáætlun hreppsins og stofnana hans fyrir árið 2012 á fundi í síðustu viku. Þar kom m.a. fram að með áorðnum breyt- ingum á fjárhagsáætlun eru tekjur A-hluta samstæðureiknins áætl- aðar kr. 172.278.000. Útgjöld eru hins vegar áætluð 163.946.000 kr. Fjármagnsgjöld umfram fjár- magnstekjur eru áætlaðar 3.850 kr. Rekstrarniðurstaða A hluta er því jákvæð um 3.482.000 kr. Tekjur samstæðureiknings Súðavíkurhrepps, (A og B hluta) eru áætlaðar 192.171.000 kr. og útgjöld áætluð 178.877.000 kr. Fjármagnsgjöld umfram fjár- magnstekjur eru áætlaðar krónur 4.300.000 og afskriftir samstæðu- reiknings eru áætlaðar 12.336.000 kr. Áætlað er að framkvæma fyrir 7,7 milljónir króna á árinu 2012. Helstu verkefni eru lóðafram- kvæmdir við Eyrardalsbæinn, göngustígagerð og vegaklæðning út á suðurgarð. Verða fram- kvæmdirnar fjármagnaðar af eig- in fé hreppsins. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var samþykkt samhljóða og vísað til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun samþykkt Súðavík. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.