Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
glaðara með að styrkja verkefnið.
Ég hafði fylgst með því hvernig
aðgerðirnar eru framkvæmdar en
í ferðinni sem við vorum að koma
úr núna sá ég í fyrsta sinn um-
búðir teknar frá augum sjúklings
eftir aðgerð. Það var mjög magn-
þrungið að verða vitni að því
þegar fólk fékk skyndilega sjón-
ina aftur. Ég held að flestir við-
staddir hafi hreinlega fellt tár.
Enda er þetta nánast eins og þessi
sem fæddist árið núll sé að störf-
um. Fólk kemur staurblint inn en
hefur fengið fulla sjón þegar það
fer út. Margir sem undirgangast
aðgerð hafa verið blindir í 3-4 ár
en líka eru dæmi um fólk sem
hefur verið blint í tíu ár. Eins
geta börn og unglingar lent í
þessu. Núna þegar við vorum úti
beið til dæmis 9 ára drendur eftir
aðgerð, orðinn staurblindur.“
Guðni heldur áfram: „Eðlilega
erum við afskaplega stoltir af að
vera þátttakendur í þessu verkefni
og vitum að hver einasta króna
sem safnast endar á réttum stað.
Læknarnir eru hámenntaðir og
koma frá Indlandi, í raun starfs-
kraftar sem búast mætti við að
hitta frekar á hátæknisjúkrahúsi
þótt umhverfið þarna úti sé nátt-
úrlega fábrotnara. Mér skilst að
aðgerðirnar takist í 99,9% tilfella.
En þetta fer þannig fram að það
fer bíll út í þorpin á vegum verk-
efnisins til að finna fólkið. Oft er
aðstöðu á sjúkrahúsi í Calabar,
en hún nýtur einnig stuðnings
fylkisstjórnarinnar í Cross River
State. Við sendum fyrsta gáminn
út árið 2003 og fyrsta aðgerðin
þarna var gerð 2004. Síðan hafa
verið framkvæmdar 22.400 augn-
aðgerðir á vegum þessarar stöðv-
ar.“
Að sögn Guðna Alberts eru
aðgerðirnar gerðar til að laga það
sem kallast vagl á íslensku, oft
orsakað af sterkri sól eða sandi.
„Augasteinninn verður hvítur
og það leggst ský yfir augað svo
viðkomandi missir sjónina. En
þetta má laga með einfaldri
skurðagerð. Sjálf aðgerðin tekur
ekki nema um 5-10 mínútur. Ský-
ið er fjarlægt og í staðinn fyrir
augasteininn er komið fyrir linsu.
Flest af þessu fólki ætti aldrei
möguleika á að fara í aðgerð af
þessu tagi ef þetta verkefni kæmi
ekki til. Aðgerðin er því að kostn-
aðarlausu.“
Góður árangur
Guðni Albert hefur nokkrum
sinnum heimsótt stöðina sem
Klofningur styrkir. „Þegar búið
var að framkvæma 12 þúsund
aðgerðir fóru flestallir hluthafar
Klofnings út í heimsókn. Þegar
fólk sá hvað er verið að gera
þarna var það náttúrlega enn
erfiðast að sannfæra fólk um að
það sé hægt að gera eitthvað í
málunum því oft er það búið að
reyna galdralækninn í þorpinu,
án árangurs. Seinna er send rúta
eftir fólkinu og það er flutt á þetta
sjúkrahús. Þar er það í þrjá daga
og allt er frítt. Síðan þarf það að
koma einu sinni í skoðun eftir
mánuð. Þar með er það útskrifað.
En aðgerðin á að endast út ævina.
Þetta er því mjög vel skipulagt.
Þessi sama stofnun er á 2-3 stöð-
um til viðbótar í Nígeríu og víða
á Indlandi.“
Göngin voru bylting
Guðni Albert er stundum nefnd-
ur sem tveggja ættarhöfðingja á
Suðureyri og sagt að þeir taki
gjarnan málin þar í sínar hendur.
Eins og til dæmis að malbika
götu í bænum síðasta sumar, eða
hvað?
„Ekki vil ég nú kalla mig höfð-
ingja. En það hefur fallið í hlut
okkar Óðins Gestssonar að stýra
þessum stærstu atvinnufyrirtækj-
um í bænum. Við kostuðum þessa
götu nú lítið en allavega var fram-
kvæmd hér malbikun síðasta
sumar. Ég vil nú þakka Bjarna
Jóhannssyni eins íbúans við göt-
una, alfarið fyrir það. Það var
fyrir hans hugmynd og framlag,
ásamt velvilja hjá bænum, sem
gerði að verkum að þetta fór í
gegn. En við vorum orðnir ansi
þreyttir á því íbúar hér við Hjalla-
byggðina að búa við ógerða götu.
Þetta var nú eiginlega bara ýtu-
troðningur og hafði verið í 34 ár.
Núna getum við keyrt heim á
bundnu slitlagi. Þetta var orðið
eini kaflinn frá Reykjavík þar
sem maður þurfti að keyra á möl,“
segir Guðni Albert og brosir.
Göngin færast í tal og þegar
Guðni Albert er spurður hvort
þau hafi kannski komið of seint,
svarar hann: „Auðvitað hefði
maður viljað sjá göngin mikið
fyrr, á meðan það var svolítil
drift hérna. En göngin voru ekki
breyting heldur algjör bylting.
Ég held að þessi göng sýni allt
sem sýna þarf í samgöngumál-
um. Ef að samgöngur eru í lagi
er svo margt annað í lagi. Á einni
nóttu fóru menn úr því að rífast
um hvort ætti að opna tvisvar
eða þrisvar á viku yfir á Ísafjörð
yfir í það hvort ætti að vera opið
til 7 eða tíu á kvöldin alla daga
vikunnar. Það náttúrlega er engin
smá breyting. Veturinn 1990 var
ekki mokað yfir heiðina í fjóra
mánuði. Það var bara snjóbíllinn
sem fór yfir. Reyndar voru skipa-
samgöngur þá mikið betri. Eins
voru skip hérna reglulega, bæði
póstbáturinn og svo strandferða-
skip. Flugvöllurinn var líka hér
frá 1977. Einhver sagði mér að
flugvöllurinn hérna hafi verið tí-
undi lendingahæsti flugvöllurinn
á landinu. Þá var flogið daglega
til Reykjavíkur og svo lenti póst-
vélin að minnsta kosti einu sinni
á dag.“
Breyttir tímar
- En atvinnulífið í bænum hefur
væntanlega breyst mikið? „Já,
þetta hefur breyst alveg helling.
Úr því að vera stórir bátar og
togari yfir í að vera eintómir smá-
bátar. Við höfum aldrei náð okk-
ur almennilega á flug í þessum
kvótamálum, alla tíð síðan kvóta-
kerfið var sett á má segja. Það
hefur einhvernveginn æxlast
þannig að við höfum ekki náð að
safna til okkar nægum veiðiheim-
ildum, hverju svo sem er um að
kenna,“ segir Guðni Albert.
- Hefur ferðaþjónustan tekið
við sér? „Jú, ferðaþjónustan hefur
eflst. Það er seldur ótrúlegur
fjöldi gistinátta hérna, um eða
yfir 6000 gistinætur á ári síðustu
þrjú ár. Einhvernveginn sé ég þó
ekki að ferðaþjónusta komi í stað-
inn fyrir útgerð og fiskvinnslu.
Það verður undirstaðan hér um
fyrirsjáanlega tíð. Ekki bara fyrir
Suðureyri heldur svæðið allt.
Eftir því sem sjávarútvegurinn
verður sterkari því hærra rís
svæðið. En auðvitað verður aldrei
byggt á honum einum. Það verð-
ur að vera fjölbreytni í þessu.“