Bæjarins besta - 01.12.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
Stakkur skrifar >
Stakkur hefur ritað
vikulega pistla í Bæjarins
besta í mörg ár. Skoðanir
hans á mönnum og mál-
efnum hafa oft verið um-
deildar og vakið umræður.
Þær þurfa alls ekki að
fara saman við skoðanir
útgefenda blaðsins. Þrátt
fyrir það bera ábyrgðar-
menn blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á meðan
hann notar dulnefni sitt.
Fullveldisdagurinn
Hinn 1. desember 1918 fengu Íslendingar fullveldi og þá var fáni
ríkisins dreginn að húni í skugga spænsku veikinnar og Kötlugoss.
Margt hefur gerst á þeim 93 árum sem liðin eru og Ísland og Ís-
lendingar hafa lifað og reynt ýmislegt. Milli stríða ríkti kreppa í
landinu og mikið atvinnuleysi. Seinni heimstyrjöld síðustu aldar
sneri efnahag landsins á betri braut. Svo brattir voru Íslendingar að
segja skilið við konung sinn sem sat í Danmörku og þjónaði því ríki
líka, svo ekki hafa Íslendingar látið mjög illa að stjórn. Lýðveldið
var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 í mikilli rigningu, hvort sem
það var tákn um komandi tíma eða ekki. Eftir stríðið gekk hinu nýja
lýðveldi vel enda mikill stríðsgróði til ráðstöfunar. Þá deildu stjórn-
málamenn og þjóðin um afstöðu til varnarstöðvar Bandaríkjanna.
Ætla má að enn eimi eftir af þeim rammpólitísku deilum. Þær skiptu
henni í tvær andstæðar fylkingar og þá fyrst var ráðist á Alþingi Ís-
lendinga eftir endurreisn þess rúmri öld fyrir Nató erjurnar 1949.
Skil urðu í íslenskum stjórnmálum og þeir flokkar sem töldust til
vinstri vildu ekki starfa með Sjálfstæðisflokki. Verður ekki betur
séð en sú hugmyndafræði haldi enn. Sé hinn síðarnefndi í stjórn eru
flokkar lengst til vinstri í stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkur
hefur leikið einhvers konar miðjuhlutverk og Alþýðuflokkurinn,
meðan hann lifði, gat unnið með Sjálfstæðisflokki að lausn mála á
lýðræðislegan hátt til þess að skapa Íslendingum betra líf. Langlífasta
óbreytta stjórnarmynstrið var einmitt myndað af þessum tveimur
öflum. Viðreisn, eins og sú stjórn var nefnd, sat lengst allra slíkra
í 12 ár samtals ,1959 til 1971. Síðan hefur ekki náðst viðlíka festa
um stjórn Íslands. Mestu skipti reyndar að velmegun jókst mjög
og mátti rekja hana til aukins frelsis í viðskiptum innan lands og
við önnur lönd. Nú eru höft á gjaldeyrisviðskiptum og lítil sem
engin fjárfesting á sér stað í landinu. Þó þarfnast þjóðin hennar
sárlega til að unnt verði að bæta kjör almennings.
Vinstri stjórnir hafa venjulega slegið met í verðbólgu og sinnt
of lítið um frelsi í viðskiptum. En það er hins vegar vandmeðfarið.
Nægir að benda á þá að sumu leyti heimatilbúnu kreppu sem þró-
aðist upp úr vondri aðferð við sölu ríkisbanka, sem gafst afar illa
og hafði í för með sér fjárhagslegan sóðaskap sem taka mun þjóð-
ina langan tíma að þrífa. Því réðu rangar og illa grunduð verk
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Nú stendur íslensk þjóð frammi
fyrir því að vinna sig út úr þessari kreppu. Ríkisstjórnin skattleggur
grimmt, sker hraustlega niður útgjöld, án þess þó að vekja von um
betri tíð. Stórskuldarar hafa af henni skjól meðan hinn almenni
skuldari og skattgreiðandi fær litla eða enga hjálp. Þegar fullveldis
er minnst ber að hafa í huga að við verðum að tryggja framtíð
okkar sem fullvalda ríkis en gæta þess að selja ekki fjöreggið í
annarra hendur. Krafturinn er nægur fái hann að njóta sín.
smáar
Til sölu er Range Rover HSE
árg. 98, sjálfskiptur. Búinn öll-
um aukabúnaði. Nýleg dekk.
Innfluttur 2004. Einstaklega
fallegur bíll og vel með farinn
í alla staði. Verð kr. 950 þús.
Upplýsingar gefur Kristinn í
síma 840 9143.
Eini nýi virkjunarkosturinn
sem getur tryggt raforkuöryggi
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
skorar á ríkisstjórnina að bæta
raforkuöryggi á Vestfjörðum með
því að tryggja að það afl sem
Hvalárvirkjun kemur til með að
framleiða verði til hagsbóta fyrir
samfélag og atvinnulíf á Vest-
fjörðum. Þetta kemur fram í
ályktun sem samþykkt var sam-
hljóða á bæjarstjórnarfundi. Þar
er bent á að til að Hvalárvirkjun
nýtist samfélagi og atvinnulífi
við Ísafjarðardjúp verði að fella
niður tengigjald virkjunarinnar.
„Hvalárvirkjun er í raun eini
nýi virkjunarkostur Vestfjarða
sem getur bætt raforkuöryggi
svæðisins og er hægt að hefja
framkvæmdir við strax án ágrein-
ings um vatnsréttindi, land eða
annað það er að slíkri framkvæmd
snýr. „Hvalárvirkjun er hins veg-
ar ekki arðbær framkvæmd nema
tengigjald virkjunarinnar verði
að fullu fellt niður. Jafnvel án
tengigjalds er virkjunin þó áfram
dýr og við undirbúning hennar
hefur því verið gert ráð fyrir
hækkandi orkuverði í framtíð-
inni. Ætlunin er að kosta miklu
til við gerð hennar þannig að hún
verði umhverfisvæn og er ráðgert
að hún verði meira og minna
neðanjarðar,“ segir í ályktuninni.
Bæjarstjórn bendir á að um
þessa framkvæmd hefur ríkt mik-
il samstaða innan fjórðungsins
eins og ályktanir sveitarstjórna á
Vestfjörðum, Orkubús Vest-
fjarða, Náttúruverndarsamtaka
Vestfjarða og Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga kveða á um.
Jafnframt lögðu nær allir þing-
menn NV-kjördæmis fram sam-
svarandi þingsályktunartillögu á
síðasta löggjafarþingi.
Í ályktuninni segir jafnframt:
„Landsnet hefur lagt fram hug-
myndir um að tryggja varafl og
bæta afhendingaröryggi raforku
til Vestfjarða með því að setja
upp díselrafstöð. Þær hugmyndir
geta leitt til þess að ekki verða
felld niður tengigjöld á Hvalár-
virkjun. Þessar hugmyndir eru
eingöngu skammtímalausn og
ekki til þess fallnar að byggja upp
atvinnulíf til framtíðar á svæð-
inu.
Með því að tryggja orku
Hvalárvirkjunar til Vestfjarða, er
fjórðungurinn orðin sjálfbær í
orkumálum og getur því orðið
vænlegur fjárfestingarkostur
fyrir fyrirtæki til að koma inn á
svæðið. Eins og staðan er í dag
er verið að flytja inn á svæðið
megnið af þeirri orku sem fjórð-
ungurinn þarfnast.
Orkuþörfin er um 230 mega-
vatnsstundir á ári, en núverandi
orkuframleiðsla á Vestfjörðum
er um 70 megavattstundir á ári.
Með tengingu Hvalárvirkjunar
myndi raforkuframleiðsla á Vest-
fjörðum aukast um 260 mega-
vattstundir og skapa því mörg
tækifæri til eflingar atvinnulífs á
Vestfjörðum, auk þess að bæta
raforkuöryggi stórkostlega.
Bæjarstjórnin fer fram á, að
þessar framkvæmdir verði skoð-
aðar í samhengi, uppbygging
varaafls með díselrafstöð og að
fella niður tengigjald að Hvalár-
virkjun. Hagsmunir svæðisins til
framtíðar verða að vera settir í
forgang, þegar kemur að ákvarð-
anatöku í þessum málaflokki, en
það verður eingöngu gert með
því að fella niður tengigjald .“
Hvalá í Ófeigsfirði. Ljósm: © Mats.