Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.2012, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 26.01.2012, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 7 22% fækkun á þrettán árum Leikskólabörnum á Vestfjörð- um fækkaði um 22% á árabilinu frá 1998 til 2010 á meðan leik- skólabörnum á höfuðborgar- svæðinu, utan Reykjavíkur, fjölgaði um 65%, að því er segir í skólaskýrslu Sambands íslensk- ra sveitarfélaga. Hlutfallslega fækkaði leikskólabörnum mest á Vestfjörðum á tímabilinu en 518 börn voru í leikskólum á Vest- fjörðum árið 1998 samanborið við 406 árið 2010. Leikskóla- börnum fækkaði einnig á Norð- urlandi vestra á framangreindu tímabili eða um 10%. Annars staðar á landinu fjölgaði leik- skólabörnum en hlutfallslega mesta fjölgunin var á höfuðborg- arsvæðinu, að Reykjavík frátal- inni, eða 13%. Árið 2010 var lægst hlutfall leikskólabarna miðað við íbúa- fjölda á Vestfjörðum eða 5,5%. Hæst var hlutfallið á höfuðborg- arsvæðinu eða 6,6%. Nær 85% barna á aldrinum eins til fimm ára á Vestfjörðum voru skráð í leikskóla árið 2010 sem er 8% aukning frá árinu 1998 þegar þau voru 76%. Um er að ræða svip- aðan fjölda og annars staðar á landinu. Norðurland vestra og Austur- land skera sig þó úr en þar eru 92% og 91% barna á aldrinum eins til fimm ára með leikskóla- pláss. Þau börn sem dvöldu að- eins fjórar klukkustundir á leik- skóla voru flest á Vestfjörðum árið 2010 eða um 10%. Börn í Reykjavík sem dveljast á leik- skóla í fjóra tíma á dag voru svo fá að þau ná ekki 1%. Barna- hópurinn sem dvelur í 7–8 tíma á dag var alls staðar hlutfallslega stærsti hópurinn en um 55% leikskólabarna á Vestfjörðum dvelja 7-8 klukkustundir á leik- skóla á dag. Þá dvöldu 19% leik- skólabarna á Vestfjörðum 9 klukkustundir á dag í leikskóla. Starfsfólki á leikskólum á Vestfjörðum fjölgaði um átta á tímabilinu 2006-2010. Um er að ræða fjölda starfsfólks en ekki stöðugildi. Ófaglærðu starfsfólki fjölgaði um fjóra en svokölluðu öðru uppeldismenntuðu starfs- fólki fjölgaði um fimm. Þá fækk- aði leikskólakennurum um einn á tímabilinu, en árið 2010 var hlutfall leikskólakennara lægst á Vestfjörðum og í Reykjavík en hæst á Norðurlandi. Ekki er talið æskilegt að veita fyrirtækjum leyfi fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi til of langs tíma meðan nýtingaráætlun sveitarfé- laga eða ríkisins fyrir svæðið liggur ekki fyrir, segir í umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til Skipulagsstofnunar vegna fyrir- hugaðs fiskeldis Hraðfrystihúss- ins Gunnvarar hf., í Ísafjarðar- djúpi. Bæjarstjórn telur einnig mikilvægt að komið verði í veg fyrir að hefðaréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. HG stefnir á framleiðslu á 7000 tonnum af eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðar- djúpi en fyrirtækið hefur staðið fyrir tilraunaeldi á þorski í Álfta- firði og í Seyðisfirði og um nokk- urra ára skeið. HG hefur staðið fyrir rann- sóknum á umhverfi eldisins og umhverfisáhrifum. Þær rann- sóknir benda til að ekki séu mikl- ar líkur á að fyrirhugað eldi geti valdið umtalsverðum eða óaftur- kræfum umhverfisáhrifum í Djúpinu. Það hefur verið skoðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir hafi ákvörðunar- rétt í máli sem þessu en engin lagaleg forsenda tryggir raun- hæfa aðkomu sveitarstjórna. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjartelur sig ekki hafa forsendur til að krefjast þess að fyrirhugað eldi sæti mati á umhverfisáhrifum, en í ljósi þess hve greiðlega hefur gengið fyrir ýmis fyrirtæki að fá leyfi fyrir sjókvíaeldi á Vestfjörð- um undanfarin misseri gerir bæj- arstjórn ekki ráð fyrir að farið verði fram á umhverfismat vegna núverandi fyrirætlana HG um aukna framleiðslu á eldisfiski. Bæjarstjórn telur þó mikilvægt að gerð verði ítarleg grein fyrir þeim áhrifum sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæð- isins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við nýtingar- aðila um tilhögun eldisins. Bæj- arstjórn vill tryggja að samráð verði haft við sjómenn og útgerð- armenn við Ísafjarðardjúp sem hingað til hafa stundað þar fisk- veiðar. „Ekki er sanngjarnt að hefðbundnum fiskveiðum til nýt- ingar svæðisins verði stuggað frá, heldur verði að komast að sam- komulagi strax um hvar eldískví- ar verði staðsettar svo vonandi allir geti vel við unað,“ segir í umsögninni. Jafnframt telur bæj- arstjórn nauðsynlegt að gerðar verði viðbragðsáætlanir um við- brögð við slysasleppingum lax- fiska vegna laxveiðiánna við Ísa- fjarðardjúp. – asta@bb.is Vilja koma í veg fyrir hefðarrétt Flestir fara um göngin á föstudögum Umferð um Bolungarvíkur- göng var nærri 3% meiri á síðasta ári en umferð um Óshlíðina árið áður. Umferð til og frá Bolungar- vík jókst um 2,7% á síðasta ári með tilkomu Bolungarvíkur- ganga sem er vel umfram lands- meðaltal hringvegarins. Um göngin fóru að meðaltali 797 bíl- ar á sólarhring en 776 bílar fóru að meðaltali um Óshlíðina árið á undan. Spá Vegagerðarinnar hljóðaði upp á litlu fleiri bíla eða 810 bíla á sólarhring, en taka verður með í reikninginn að um- ferð um göngin eykst á meðan hún dregst saman á landsvísu. Umferðin á síðasta ári jafngildir því að um 290 þúsund bílar hafi ekið í gegnum göngin í báðar áttir. Umferðin um Bolungarvíkur- göng er jafnari yfir árið en t.d. um Héðinsfjarðargöng. Í júlí fer aðeins 13% umferðarinnar í gegnum Bolungarvíkurgöng samanborið við 17% í Héðins- fjarðargöngum. Fyrsta og þriðja ársfjórðung síðasta árs fór um 30% umferðarinnar fram og 40% yfir sumarið, sem er mun jafnari dreifing en um Héðinsfjarðar- göng. Í samantekt Vegagerðar- innar segir að erfitt sé að bera tvö síðustu ár saman m.t.t. hvort einhver breyting hafi orðið á ein- kennum umferðar við göngin. Umferð datt niður um Óshlíð haustið 2010 í kjölfar opnun Bol- ungarvíkurganga. Það virðist þó hafa orðið hlutfallslega meiri aukning í umferð virka daga sem gefur tilefni til að álykta að at- vinnutengd umferð hafi aukist hlutfallslega meira en umferð vegna einkaerinda. Langmest umferð um göngin mælist á föstudögum og minnst á sunnudögum. Meðalumferð á þriðjudögum er næst ársmeðal- talinu. Sólarhringsumferð fyrir innanbæjar umferð ber öll ein- kenni sólarhrings dreifingar fyrir innanbæjar umferð, séð t.d. mið- að við höfuðborgarsvæðið. Um helgar, er eins og vænta mátti, meiri umferð á nóttunni og hlutfallslega er meiri umferð aðfaranótt laugardags en föstu- dags. – asta@bb.is Frá Bolungarvíkurgöngum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.