Bæjarins besta - 26.01.2012, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012
fjör. Það var líka mikið af krökk-
um þarna á sumrin. Foreldrar
mínir hættu svo að búa 1980 og
þá var jörðin seld. Þau fluttu hing-
að á Ísafjörð og við búum hér öll
fjögur systkinin í dag,“ segir Arn-
ar.
„Ég álpaðist út á sjó 17 ára, í
janúar 1968 á Guðbjörgina. Hún
var á netum þessa vertíð og fór
svo á síld um sumarið. Við fórum
út um miðjan júní og komum
ekki aftur til Íslands fyrr en um
miðjan september. Vorum því í
þrjá og hálfan mánuð á sjó og
lönduðum í flutningaskip á Sval-
barða. Ég veit ekki hvort menn
létu bjóða sér svo langt úthald í
dag,“ segir Arnar og brosir.
„Ég var viðloðandi Gugguna í
14 ár, enda var best að vera þar.
En ég hafði gengið í bændaskól-
ann á Hólum og ætlaði mér aldrei
að verða sjómaður. Ég átti alltaf
Arnar Kristjánsson gekk í bænda-
skólann á Hólum og ætlaði sér
ekki að verða sjómaður þegar
hann „álpaðist“ í túr með Gugg-
unni í janúar 1968. Rúmum fjöru-
tíu árum og þremur skipasköðum
síðar er hann enn á sjó. Blaða-
maður BB settist niður með hon-
um og ræddi við hann um rækju-
veiðar, kvótakerfið og útgerð á
Vestfjörðum.
Fjórtán ár á Guggunni
„Ég er fæddur og uppalinn á
bænum Ármúla við Kaldalón í
Ísafjarðardjúpi. Það var tvíbýli á
Ármúla og þar bjuggu pabbi
minn og bróðir hans með bæði
kýr og kindur. Við erum fjögur
systkinin og á hinum bænum ól-
ust líka upp fjögur börn. Það var
náttúrlega alltaf mjög margt fólk
á báðum bæjum og mikið líf og
erfitt með að vera á sjó yfir sum-
artímann, er sveitamaður í mér
og vildi frekar vera úti í náttúr-
unni. Ég vann því í vegagerð í
fjögur sumur þegar verið var að
opna Djúpið. Ég fór líka á önnur
skip og svona prófaði hitt og
þetta. En endaði alltaf aftur á
Guðbjörginni.“
Rækjan í Djúpinu
Arnar hóf eigin útgerð árið
1984. „Þá bauðst okkur Gísla
bróður að kaupa bát. Ætli það
hafi ekki verið þá sem ég ákvað
að hætta að hugsa um eitthvað
annað en sjómennskuna og ein-
beita mér að henni. En ætlunin
með því að kaupa bátinn og fara
á rækju í Ísafjarðadjúpi var líka
að geta verið meira heima, frekar
en úti á sjó á togara. En ég hef nú
sennilega sjaldan verið minna
heima en fyrstu árin eftir að ég
byrjaði í eigin útgerð.
Þegar við keyptum bátinn og
komumst inn í rækjuna í Ísafjarð-
ardjúpi höfðu verið leyfð 3000
tonn á vertíðinni sem þá var að
enda. Þegar við fórum á rækju
um haustið voru bara leyfð 1000
tonn auk þess sem það var mikil
fiskgengd í Djúpinu og því alltaf
verið að fresta byrjuninni. Við
gerðum þennan bát út í tvö ár en
þá slitnaði upp úr samstarfinu
við meðeiganda okkar að honum.
Þá tókum við bræðurnir upp í
hann annan minni bát og fórum á
net suður í Breiðafjörð. Síðan
tók við hitt og þetta hjá okkur til
að halda okkur á floti.“
Sjóskaði á Breiðafirði
„Einhverntíma vorum við
beðnir að koma á skelveiðar á
Breiðafirði og vorum þar í tvo
vetur. En ég hef sennilega aldrei
verið jafn nálægt því að fá maga-
sár og þarna á Breiðafirðinum,
hann er svo skerjóttur. Við vorum
ekki með almennileg tæki og
maður þekkti þetta ekki neitt.
Það kom líka að því að ég strand-
aði. Við vorum búnir að sigla
þessa sömu leið í marga mánuði
en hún var mjög skerjótt. Við
vorum reyndar alltaf að reyna að
finna betri leið en það gekk eitt-
hvað illa og við þóttumst orðið
þekkja þessa ágætlega. En síðan
strandar báturinn bara allt í einu
við Kirkjusker við Flatey. Við
sigldum yfirleitt á 13-14 faðma
dýpi en það voru grynningar útfrá
þessu skeri. Þegar ég stranda
bátnum stendur kjölbreiddin
undan kjölnum en það er 14
faðma dýpi við hliðina á bátnum.
Við lentum því uppi á skerinu og
Ve
standa