Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.01.2012, Qupperneq 15

Bæjarins besta - 26.01.2012, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 15 Sælkeri vikunnar er Þorsteinn Másson á Ísafirði Spænskur saltfiskréttur að hætti Steina Sælkeri vikunnar býður upp spænskan saltfiskrétt með ljúffengri og bragðsterki sósu. Spænskur saltfiskréttur Fyrir 4 900 g af útvötnuðum, bein- hreinsuðum saltfiski. (Má vera ósaltur) 1 dós Taco sósa 1 laukur 10 ólífur 1msk capers 1 dl hveiti Aromat Salt Sítrónusafi Setjið hveitið í skál og kryddið með aromati og salti. Setjið olíu á pönnu og látið hitna vel. Veltið fiskinum upp úr hveitinu og skell- ið á pönnuna. Þegar fiskurinn er orðin gullinbrúnn snúið þá við á hina hliðina. Rétt áður en þið takið hann af pönnuni hellið þá smávegis af sítrónusafa (má vera hvítvín) og leyfið honum að malla í safanum í smá stund. Sósa: Saxið laukinn og setjið hann í pott með smá olíu. Þegar laukur- inn er orðin glær setjið þá ólífurn- ar, tacosósuna og capersið út í og leyfið að malla í 10 mín. Gott er að setja smá safa af kapersinu út í sósuna. Berið fram með kartöflum og fersku salati Ég skora á Jóhann Sigurjóns- son og Þorbjörgu Karlsdóttur frá Ísafirði til að koma með einhverja góða uppskrift í næsta blaði. „Alltaf skemmtileg- asta blótið til þessa“ Ríflega 230 manns sóttu árlegt þorrablót Bolvíkinga sem haldið var í 67. sinn á laugardagskvöld. „Þetta var gaman eins og alltaf. Blótið er alltaf það skemmtileg- asta til þessa þar sem enginn man blótið frá því í fyrra,“ segir Hulda M. Þorkelsdóttir sem sæti átti í þorrablótsnefnd. Efnt er til blóts í Bolungarvík á fyrsta laugardegi í þorra ár hvert og bjóða þá bol- vískar konur bónda sínum til slíkrar skemmtunar. Þorrablótið er ætlað hjónum, sambýlisfólki, ekkjum og ekklum í Bolungar- vík. Öllu var tjaldað til að gera kvöldið sem veglegast og stigu skemmtinefndarkonur á stokk í hinum og þessum hlutverkum. „Fluttur er bæjarbragur en við semjum alltaf um ýmsar fréttir úr bænum og er þá tekið svona sitt lítið af hverju. Í þetta sinn komu til dæmis álfarnir við sögu sem leitað var sátta við í sumar og svo ísbjörninn sem Reimar og félagar rákust á,“ segir Hulda. Blótsgestir mæta í sínu fínasta pússi, konur í upphlut eða peysu- fötum og karlmenn í hátíðarbún- ingi eða dökkum jakkafötum með hálstau, en líklegt er að vandfundinn sé sá staður á Íslandi þar sem er jafn hátt hlutfall íbúa sem eiga þjóðbúning en í Bol- ungarvík. Blótsgestir snæddu hefðbundinn þorramatur, sem borinn var fram í trogum líkt og forðum. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.