Bæjarins besta - 09.02.2012, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012
Það mátti hels
ekki sjást í gól
Hljómsveit Baldurs Geirmunds-
sonar breytti um nöfn eftir því
sem söngvararnir komu og fóru.
Því varð þessi nokkurnveginn
sama sveit þekkt undir ýmsum
nöfnum en reis hvað hæst á þeim
árum sem hún hét BG og Ingi-
björg. Þá sendi hljómsveitin frá
sér lög sem allir þekkja og eru
löngu orðin vörður í íslenskri
tónlistarsögu; Þín innsta þrá og
Mín æskuást. Blaðamaður BB
hitti Baldur og fékk að fylgja hon-
um frá æskustöðvunum í Fljóta-
vík, þvers og kruss um landið og
loks inn í Edinborgarhúsið þar
sem hann var útnefndur bæjar-
listamaður Ísafjarðarbæjar, þá
sjötugur.
Fiskur í öll mál
„Ég er fæddur í Aðalvík en fór
eins árs með foreldrum mínum
til Fljótavíkur og ólst upp þar
þangað til ég var níu ára. Við
vorum sjö systkinin og þarna
bjuggu líka amma og afi, Júlíus
Geirmundsson og Guðrún Jóns-
dóttir. Það stóðu kannski 6-7 býli
í Fljótavíkinni. Það bjuggu fleiri
að Látrum og þar á meðal hinn
afi minn, Sigurður. Foreldrar
mínir hófu sinn búskap hjá hon-
um en pabbi sá ekki fram á að
geta stækkað það bú, flutti því
fjölskylduna til Fljótavíkur, fékk
jörð og reisti nýbýlið Skjalda-
breið,“ segir Baldur.
„Jarðirnar voru svo litlar þarna
þannig að búskapur var lítill.
Lífið snérist aðallega um sjóinn.
Enda var meira og minna stein-
bítur og þorskur í öll mál. Það
var líka mikið geymt í súr; selur,
svið og slátur. En svo fólk fór að
vinna annarsstaðar og sá líklega
að það var lítil framtíð í þessu.
Mótorbátarnir voru komnir og
fólk var að reyna að búa til
bryggjur en það gekk illa. Það
fluttu margir burtu í kringum
1946. Þegar ég var níu ára fluttum
við í Hnífsdal.“
rétt eftir fermingu.
„Ég spilaði á harmoníku og
við vorum yfirleitt tveir sem skipt-
umst á. Inni í Djúpi vorum við
alltaf saman, ég og Dóri Víg-
lunds, og spiluðum til 4-5 á næt-
urnar. Það var alltaf mikil stemn-
ing á þessum böllum sem oftast
nær komu til þannig að unga
fólkið í sveitinni ákvað með litl-
um fyrirvara að slá upp dansleik
og fékk einhvern til að spila. Það
var ákveðið vandamál að þegar
komið var mikið stapp heyrðist
varla í harmoníkunni. En þeir
sem voru að dansa slógu taktinn.“
segir Baldur og hlær.
Seinna átti Baldur og bróðir
hans Karl eftir að ganga í tónlist-
arskóla.
„Það var veturinn 1958-59. Þá
fórum við í Tónlistarskóla Reyk-
javíkur og fórum fram á að fá að
taka einn vetur á hálfum vetri
því við höfðum verið að spila
svo mikið hér fyrir vestan. Við
lærðum tónfræði hjá Fjölni Stef-
ánssyni og svona hitt og þetta.
Seinna fór ég í orgeltíma hjá
Kjartani Sigurjónssyni
Fyrsta hljómsveitin
„Fyrsta hljómsveitin sem ég
spilaði með hét BKB. Ég var í
henni með Kalla heitnum Tomm
og Karli bróður og við spiluðum
gömlu dansana í Gúttó. En nafnið
á hljómsveitinni kom þannig til
að Bæring Jónsson byrjaði að
spila með okkur en hætti síðan.
Við héldum nafninu. Ég hef verið
svona 16-17 ára gamall á þessum
tíma.“
Árið 1958 var hljómsveitin BG
svo stofnuð og síðar bættist við
Gunnar Hólm.
„Við fórum í mikla tónleika-
og sýningarferð með Jóni Bjarna-
syni, ljósmyndara. Hann sýndi
töfrabrögð og dró rútu á tönnun-
um. Ferðin var skipulögð í kring-
um þessi töfrabrögð Jóns enda
aðalskemmtikrafturinn hérna á
þessum árum og vinsæll gestur á
kabarettum. Ferðin stóð í þrjár
vikur og við fórum norður og
austur og spiluðum í öllum þess-
um litlu samkomuhúsum. Við
enduðum þetta svo í Austurbæj-
arbíói. Þessi ferð kom okkur kort-
ið.“
BG og Ingibjörg
Í framhaldinu varð til hljóm-
sveitin BG og Árni.
„Þá kom Árni Búbba til sög-
unnar en hann söng með okkur í
2-3 ár. Þarna var rokkið að byrja
fyrir alvöru, Bítlarnir og Rolling
Stones mættir. Árni var vinsæll
söngvari og hafði líflega sviðs-
framkomu en varð þreyttur á
þessu. Þá gerðist hann umboðs-
maður hljómsveitarinnar í stað-
inn. Við vorum svo heppnir að
ná í Ingibjörgu Guðmundsdóttur
söngkonu. Ingibjörg hafði góða
rödd og mikla útgeislun og hafði
verið uppgötvuð í hæfileikakepp-
ni, að mig minnir.“
„Við vorum lengst af sex á í
BG og Ingibjörg en Svanfríður
Arnórsdóttir kom svo inn síðasta
árið, 1978. Við spiluðum eigin-
lega bara á sumrin enda voru
nokkur í hljómsveitinni í skóla.
Auðvitað spiluðum við mikið í
Hnífsdal en fórum líka mikið í
þriggja daga reisur, spiluðum þá
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Við fórum um mest allt land
en tókum gjarnan svæðisbundna
túra, byrjuðum kannski í Króks-
fjarðarnes á föstudegi, spiluðum
í Hvoli á laugardegi og enduðum
á Akranesi á sunnudeginum. Við
fórum líka oft suður og spiluðum
mikið í Stapanum og í Aratungu.“
- Hvar var skemmtilegast að
spila?
„Það var oft gaman hér heima
fyrir vestan. Þegar mest var að
gera vorum við kannski þrjár
helgar á sumri í Hnífsdal. Stund-
um voru 500 manns á böllunum.
Við vorum óánægðir ef það sást
í gólfið. En það var bara allt
opnað og fólk labbaði hringinn.“
Aðspurður hvaða aðrar hljóm-
sveitir hafi verið áberandi á þess-
um tíma nefnir Baldur þá Ingimar
Eydal og Svavar Gestsson.
„Ingimar hringdi alltaf á vorin
til að fá ferðaplanið hjá okkur
svo að hljómsveitirnar rækjust
ekki á og skemmdu fyrir hvorri
annarri. Ragnar Bjarnason gerði
þetta líka. Þannig pössuðum við
að vera ekki helgina á undan eða
eftir í sama húsi og hinir. Það var
svolítið mál að fá góð hús og það
fylgdi þessu áhætta. Við vorum
að gera þetta sjálfir og að skaffa
fólki vinnu og því eins gott að
þetta gengi. Því var maður alltaf
hræddur um að fá ekki traffík.“
Plötuútgáfa
BG og Ingibjörg gáfu út fjórar
hljómplötur og auk þess var
hljómsveitin með á safnplötu
sem ber nafnið Hrif.
„Á fyrstu plötunni eru lögin
sem lifa hvað best í dag, Þín
innsta þrá og Mín æskuást. Við
tókum hana upp síðdegis en spil-
uðum síðan í Sjálfstæðishúsinu
um kvöldið. Við vorum því fjóra
tíma að taka hana upp. En svo
héldum við laginu Þín innsta þrá
sem lokalagi á böllum árin á eftir.
Næsta plata kom árið 1972 en á
henni er lagið Fyrsta ástin. Við
áttum tvö lög á safnplötunni Hrif
en árið 1976 kom stóra platan,
Sólskinsdagar. Þetta tímabil, BG
og Ingibjörg stóð í raun ekki svo
lengi. Frá 1968-78, mér finnst
það ekki langt miðað við að við
Margrét vorum að í átján ár,“
segir Baldur.
Árin í Sjallanum
Þegar tími BG og Ingibjargar
var á enda tók skeið BG-flokks-
ins við.
„Þá byrjar Reynir Guðmunds-
son að syngja með okkur og var
með okkur alveg til 1987. Eins
Lúið orgel í Hnífsdal
„Ég hafði áhuga á músík en
það var ekki fyrr en í Hnífsdal
sem ég hafði kynni af hljóðfær-
um, þá ellefu eða tólf ára. Ég
komst í lúið orgel á gömlu verk-
stæði og fór að fikta við það.
Síðan keypti Gunnar eldri bróðir
minn sér harmoníku og ég var
alltaf að stelast í hana. Einhvern-
tíma fór Gunnar á síld og þá æfði
maður sig á harmoníkuna allt
sumarið. Seinna keypti ég mér
danskan harmoníkuskóla og
lærði þannig nóturnar smám
saman. En það var engin leið að
ná í lög á þessum tíma nema að
geta lesið nótur. Maður átti engar
plötur og segulbandið kom seinna.
Harmoníkan var svakalega vin-
sæl á þessum árum og það spil-
uðu margir á hana hér á landi, til
dæmis Bragi Hlíðberg, Villi
Valli, Reynir Jónasson, Grettir
Björnsson og fleiri. Síðan þegar
rokkið kom með Bill Haly varð
saxófónn vinsælasta hljóðfærið
og ég fór að læra á hann.“
- Lá þetta vel fyrir þér?
„Það fór heilmikill tími í þetta.
Enda tónlistin ekkert öðruvísi en
íþróttir, menn verða að æfa. Auð-
vitað verður fólk að hafa músík-
ina í sér, en það er bara tíu prósent
af öllu saman.“
- Hvaðan fékkstu þín tíu prós-
ent?
„Mamma var mjög músíkölsk
og maður hefur þetta sennilega
frá henni. En við Kalli bróðir
áttum eftir að fylgjast að í gegn-
um þetta allt saman og vorum í
öllum þessum hljómsveitum
saman. Ég spilaði á píanó eða
saxófón, hann söng eða spilaði á
bassa og gítar, eða hvað sem vant-
aði.“
Stappið yfir-
gnæfði nikkuna
Baldur byrjaði að spila á sveita-
böllum í Hnífsdal og inni í Djúpi