Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.08.2012, Side 15

Bæjarins besta - 23.08.2012, Side 15
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 15 Sælkeri vikunnar er Ævar Einarsson og Thitikan Janthawong „Vinur barnanna“ Sælkerar vikunnar bjóða upp á hrísgrjónarétt sem þau segja að sé vinsæll meðal barna. „Þennan rétt er fljótlegt að elda og er mjög vinsæll heima hjá okkur og stelpurnar okkar dýrka hann. Það má svo einnig nota nautakjöt, kjúkl- ingabringur eða skötusel í rétt- inn. Verði ykkur að góðu.“ „Vinur barnanna“ Hrísgrjónaréttur fyrir tvo. 2 matsk. matarolía, 2 hvítlauksrif, 100 smátt skorið svínagúllas, 2 egg 200 g soðin hrísgrjón (köld) 1 tesk. soya fish sause 1 tesk. soya sause m/sveppum 1 tesk. sykur 1/2 tesk. pipar 2 stöngla vorlauk. Fyrst er matarolían sett á vog- pönnu við hálfan hita. Hvítlauk- urinn og svínakjötið er sett á pönnuna og hrært vel ásamt því að velta við kjötinu. Síðan er innihald eggjanna sett út á og hrært vel. Hækkið svo hitann og hellið grjónunum út á, hrærið vel og náið grjónunum í sundur. Þá er báðum soya sósunum hellt yfir, piprað og sykrað ef þurfa þykir. Setjið vorlaukinn út á, hrærið vel og slökkvið á hitanum. Setjið réttinn í skál og hvolfið yfir á disk. Borið fram með skraut- skornum agúrkum og tómatbát- um. Við skorum á Önnu Szablowska og Karol Szablowski á Suðureyri til að koma með einhverja góða uppskrift í næsta BB. Steinunn Guðmundsdóttir mun gegna stöðu skólastjóra við Grunnskóla Bolungarvík- ur á komandi skólaári. Tekur hún við af Soffíu Vagnsdóttur sem er í námsleyfi frá 1. ágúst til 31. júlí 2013. Steinunn hefur starfað sem aðstoðar- skólastjóri við skólann og mun Halldóra Dagný Svein- björnsdóttir gegna stöðu aðstoðarskólastjóra. Var þetta samþykkt á fundi fræðslumála- og æskulýðs- ráðs Bolungarvíkur á dögun- um. Ráðið lét bóka að það óski Soffíu góðs gengis í náminu og staðgenglum með störf sín. – thelma@bb.is Nýr skóla- stjóri ráðinn tímabundið Berjaspretta virðist vera góð á Vestfjörðum eftir því sem fregnir herma. Salóme Ingólfsdóttir, matvæla- og næringafræðingur á Ísafirði, segir þó að sums staðar sé mannfólkið ekki eitt um hituna þar sem fiðrildalirfa sé búin að éta upp berin af lynginu. „Maður sér það þar sem rautt er orðið í hlíðunum, þá eru lyngin og berin orðin skorpin og ómöguleg eftir lirfuna. En ég er búin að kíkja sjálf upp í hlíð og það var alveg prýðilegt.“ Hún hvetur fólk til að fara í berjamó, sem ekki eingöngu veiti holla næringu heldur einnig góða hreyfingu. „Það er svo góð úti- vera og skemmtileg stemmning að skella sér í berjamó, og alveg tilvalið að fara með alla fjölskyld- una.“ Hún segir mikilvægt að fólk læri að meta það sem nátt- úran hefur upp á að bjóða. „Til dæmis er munurinn á bláberjum og aðalbláberjum sá að aðalblá- berin finnast ekki um land og einna helst á Vestfjörðum. Það er því kjörið fyrir okkur Vest- firðingana að ná í gómsæt aðal- bláber í næsta nágrenni.“ Í grein sem Salomé ritaði fyrir nokkrum árum segir að berin séu vítamín- og steinefnasprengjur sem auka fjölbreytni og hollustu fæðunnar. „Bláber og krækiber eru rík af vítamínum, steinefnum, tefjum og öðrum hollefnum sem eru mikilvæg fyrir heilsuna. Sérstaklega má nefna C-vítamín og bláberin innihalda einnig E- vítamín. Bæði þessi vítamín eru andoxunarefni og geta komið í veg fyrir skaðleg áhrif svokall- aðra sindurefna í líkamanum. Sindurefni hafa verið tengd þróun ýmissa sjúkdóma í mönnum, s.s krabbameins og æðakölkunar. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að ekki fá allir nægjanlegt magn járns úr fæðunni og eru kræki- berin góður kostur til að fylla á járnbirgðir líkamans. Fæðutrefjar hafa góð áhrif á meltinguna og þær geta einnig hjálpað til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka.“ – thelma@bb.is Aðalbláberin finnast að mestu leyti fyrir vestan

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.