Bæjarins besta - 07.11.2013, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Sælkerar vikunnar eru Sigríður Fanndís Jónbjörnsdóttir og Steingrímur Jón Steingrímsson á Ísafirði
Pönnusteikt lúða og marengsterta
Við ætlum að bjóða kæru les-
endum BB upp á pönnusteikta
lúðu sem er í miklu uppáhaldi
hjá okkur og ljúffenga rice
krispies marengstertu í eftirrétt.
Verði ykkur að góðu.
Lúða
4-5 lime
hálf agúrka (skorin í strimla)
1 rauð paprika (skorin í
strimla)
¼ rjómi
olive olía
1 msk smjör klípa
Meðlæti:
Soðnar karftöflur og ferskt
salat
Salat:
Klettasalat
Tómatar
Gúrka
Fetaostur (öll krukkan og olían
með) sirka 20 stk rauð vinber
(skorið í tvennt)
Pönnusteikt Lúða
Lúðan er skorin í litla bita og
krydduð með sitrónupipar síðan
er henni raðað á pönnuna og er
steikt upp úr Olive olíu. Látin
malla í sirka 4 til 5 mínútur. Síðan
þegar henni er snúið við er látið
smá smjörklípa út í. Lime-ið er
skorið í litla báta og bætt við.
Þegar lúðan er orðin klár er panna
tekin af hellunni, agúrkan og
paprikan bætt út á pönnuna og
rjómanum hellt yfir og lokið sett
á. Allt saman látið malla í sirka 4
minútur áður en borið fram
Borið fram með fersku salati
og kartöflum
Rice crispies margengsterta
Botnar
4 eggjahvítur
200gr sykur
1 tsk lyftiduft
3 bollar Rice crispies
Aðferð: Stífþeyta eggjahvít-
urnar, hinu blandað varlega sam-
an við með sleikju, setja bökunar-
pappír í tvo botna. Bakið botnana
í sirka 45 mínútur við 150° C og
blástur. Slökkva síðan á ofninum.
Best er að leyfa marengsinum að
kólna inn í ofninum
Kremið:
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
100 gr brætt súkkulaði
3 til 4 msk þeyttur rjómi
Súkkulaðið er brætt í vatns-
baði. Flórsykur og eggjarauðum
eru þeytt mjög vel saman og er
síðan blandað varlega saman
við súkkulaðibráðina og þeytta
rjómann. látið kólna örlitla stund
áður en er sett ofan á tertuna
Botnarnir eru lagðir saman
með restina af rjómanum og
sirka 5 msk af súkkulaðibráðinni
Restin af súkkulaðibráðinni er
síðan smurð ofan á kökuna og
látin leka niður með hliðunum.
Best er að gera tertuna kvöldið
áður eða alla vega 5 til 6 tímum
áður en hún er borin fram
Tertan er síðan skreytt með
jarðarberjum eða bláberjum
Við skorum á Ólafíu Sif
Magnúsdóttur og Magnús þór
Heimirsson til að vera næstu
sælkerar vikunnar.
Þiggjendur fjárhagsað-
stoðar frá sveitarfélögum á
Vestfjörðum voru jafn marg-
ir árið 2012 og 2011, en
nokkur breyting varð á hópn-
um. 51 fjölskylda sem fékk
stuðning árið 2012 hafði ekki
fengið stuðning árið 2011.
Þetta kemur fram í tölum
sem Hagstofa Íslands birti ný-
verið. Meðalgreiðsla lækk-
aði einnig verulega, eða úr
66.730 krónum í 28.628
krónur. Þrátt fyrir þetta
hækkuðu útgjöldin um 40%,
eða úr rúmum 15 milljónum
króna í um 21,5 milljónir.
Þetta skýrist af gríðarlegri
aukningu í þeim tíma sem
þiggjendur fengu stuðning,
en meðalfjöldi mánaða hækk-
ar úr 2,5 í 8,2 mánuði milli
ára.
Allt útlit er fyrir að kostn-
aðaraukningin haldi áfram á
þessu ári, en fjárveiting til
stuðningsins var nýlega
hækkuð í Ísafjarðarbæ þar
sem fyrri fjárveiting var nær
uppurin. Svipaða sögu er að
segja frá Súðavíkurhrepp, en
þar hefur kostnaður við
fjárhagsaðstoð tvöfaldast frá
áætlun. – herbert@bb.is
Kostnaður
við fjárhags-
aðstoð eykst
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur
samþykkt að hækka fjárframlag
til fjárhagsaðstoðar á vegum
sveitarfélagsins um 2.750 þúsund
krónur til 3 milljónir króna. Sam-
þykktin kemur í kjölfar beiðni
frá Margréti Geirsdóttur, sviðs-
stjóra fjölskyldusviðs og Sædísar
Jónatansdóttur, deildarstjóra
félagsþjónustu sveitarfélagsins.
„Á árinu 2013 hafa 53 einstakl-
ingar fengið fjárhagsaðstoð frá
sveitarfélaginu, 25 karlar og 28
konur,“ segir í greinargerð með
beiðninni. Flestir umsækjend-
anna eru einhleypir eða 37. Þar
af eru tíu einstæðar mæður.
Í fjárhagsáætlun ársins var gert
ráð fyrir 9 milljónum króna í
fjárhagsaðstoð og var þá miðað
við að fjórir einstaklingar þyrftu
á fullri aðstoð að halda allt árið.
Að auki var gert ráð fyrir að des-
ember aðstoðin yrði hærri á hvern
einstakling eða kr. 144.041. Í
greinargerðinni kemur fram að
fjárheimildin sé að klárast og
ástæður þess megi helst rekja til
þess að nú séu einstaklingar sem
hafa fullnýtt rétt sinn hjá Vinnu-
málastofnun, komnir í fjárhags-
aðstoð. Þá hafi ungt fólk á atvinnu
og án réttar til atvinnuleysisbóta,
sótt um aðstoð sem og einstakl-
ingar sem glíma við fíkniefna-
og áfengisvandamál.
Hækka heimild til fjárhagsaðstoðar
Ísafjarðarbær hefur ákveðið að
hækka fjárframlög til fjárhags-
aðstoðar um allt að þrjár milljónir
króna. Ástæðan fyrir hækkuninni
er meðal annars tilkomin vegna
aukins fjölda einstaklinga sem
hafa fullnýtt rétt sinn hjá Vinnu-
málastofnun, og hafa því sótt um
fjárhagsaðstoð. „Það sama er að
gerast hér, fjárhagsleg aðstoð
hefur hækkað um 100% frá því
sem áætlað var í fjárhagsáætlun
fyrir árið 2013. Við munum gera
ráð fyrir hækkun í þeim mála-
flokki fyrir næsta ár,“ segir Ómar
Már Jónsson sveitarstjóri Súða-
víkurhrepps.
Sveitarfélögum er skylt að veita
íbúum sínum þjónustu og aðstoð
sé þörf á því. Því geta einstakl-
ingar undir ákveðnum viðmiðun-
armörkum eða einstaklingar án
framfærslu átt rétt á því að sækja
um fjárhagsaðstoð hjá sínu sveit-
arfélagi. Fjárhagsaðstoð sveitar-
félaga er veitt samkvæmt lögum
um félagsþjónustu sveitarfélaga
og reglum hvers sveitarfélags
fyrir sig, en sveitarfélög skulu
setja sér reglur um framkvæmd
fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð
skal ávalt veitt til þess að bæta úr
vanda og koma í veg fyrir að ein-
staklingar og fjölskyldur komist
í þá aðstöðu að geta ekki ráðið
fram úr málum sínum sjálf.
Fjárhagsleg aðstoð hefur hækk-
að um 100% hjá Súðavíkurhreppi