Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.11.2013, Side 16

Bæjarins besta - 07.11.2013, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Missti föður sinn í flug- slysinu í Ljósufjöllum árið 1986. Kristján ólst upp á Ísa- firði, sonur Sigga blinda (Sigurð- ar Sveins Guðmundssonar) og Aðalheiðar Tryggvadóttur. Móð- ir Víkings, Gerður Kristinsdóttir, dóttir Sigurborgar Sigurðardóttur og Kristins Jóhannssonar, er að hálfu Vestfirðingur, en faðir henn- ar var úr Arnarfirði. Gerður býr nú í Hafnarfirði. „Pabbi fer austur eitt árið og var fyrst að vinna í kaupfélaginu á Djúpavogi þar sem hann kynnt- ist móður minni. Síðan gerðist hann kaupfélagsstjóri á Eskifirði. Árið 1974 þegar ég er tveggja ára flytjum við svo til Ísafjarðar,“ segir Víkingur. Á Ísafirði var Kristján um- svifamikill í verslun og útgerð. Hann byggði verslunarmiðstöð- ina Ljónið á Ísafirði ásamt bræðr- um sínum tveimur og rak til nokkurra ára hænsnabú í Hnífsdal með konu sinni og bræðrum. Árið 1982 þegar Víkingur er tíu ára flyst fjölskyldan búferlum að Ár- múla í Nauteyrarhreppi við Ísa- fjarðardjúp. „Pabbi keypti Ár- múla ásamt bræðrum sínum þar sem rákum við hænsnabú. Hann vildi lítið vera að því að gera sömu hlutina til lengdar og lang- aði að breyta til. Við vorum líka stöðugt að gera alls konar tilraun- ir. Vorum með angórukanínur, kálfa, þrjátíu rollur, einn hest og svona sitt lítið af hvoru. Svo var hann farinn að gæla við að vera með æðarfugla og var með alls konar járn í eldinum.“ Víkingur segir flutninginn inn í Djúp hafa verið töluverð við- brigði fyrir sig. Þau systkinin hafi verið missátt við breytinguna enda hafi hana borið fljótt að. „Þetta hafði svo sem verið lengi í bígerð hjá mömmu og pabba en aldrei neitt ákveðið. Svo vorum við allt í einu farin í skemmtiferð á bát inn í Djúp og okkur tilkynnt í þeirri ferð að við værum hugs- anlega að fara að flytja þangað. Maður varð pínu ringlaður og ég var kannski ekki alveg sáttur til að byrja með. Sú tilfinning hvarf þó fljótt enda góður staður að vera á. Við berum öll hlýjar til- finningar til Djúpsins og þaðan eru margir af mínum bestu vin- um.“ 5. apríl 1986 – Flug- slysið í Ljósufjöllum Klukkan 12.30 þann 5. apríl 1986 tekur TF-ORM, tveggja hreyfla vél af gerðinni Piper PA- 23-250 Aztek, á loft með sjö Víkingur Kristjánsson leikari, handritshöfundur og nú verka- maður á Suðureyri ólst upp á Vestfjörðum til 15 ára aldurs en þá flutti hann ásamt móður sinni og systkinum til Hafnarfjarðar. Það má því segja að hann sé kominn heim aftur eftir um 27 ára fjarveru en hann verður 42 ára næsta vor. Ævi Víkings hefur sannarlega verið viðburðarík og hafa mikil sorg en jafnframt mikil gleði gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Við fáum að skyggnast aðeins inn í líf hans, heyrum um uppvöxtinn í Djúpinu, föðurmiss- inn, leiklistina og loks lífið á Suðureyri. Árin í Djúpinu Faðir Víkings, Kristján Birnir Sigurðsson, fæddist 1937 en lést aðeins 49 ára að aldri í flugslysi í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi manns innanborðs (efnisatriði varðandi sjálft slysið sem hér koma fram eru úr bók Óttars Sveinssonar, Ofviðri í Ljósufjöll- um). Þá hafði farþegaflugi á veg- um Flugleiða verið aflýst vegna þess að flugvél frá þeim sem átti að koma frá Reykjavík komst ekki vegna veðurs, vindur á Ísa- fjarðarflugvelli var fyrir ofan þau mörk sem flugfélagið setti Fokk- er-vélum sínum. Þekkt er að hægt er að taka á loft frá Ísafjarðarflugvelli með skömmum fyrirvara ef vindátt er hagstæð svo tekin var ákvörðun hjá flugfélaginu Erni að fljúga til Reykjavíkur á lítilli vél og kall- aðir til þeir sem vildu ólmastir komast suður. Þeirra á meðal var Kristján faðir Víkings en hann ætlaði í útréttingar suður. Vindur var innan þeirra marka sem Ernir setti sér og nú skyldi haldið suður. Áætlaður flugtími var tæp klukku- stund. Rúmum klukkutíma eftir flug- tak hvarf vélin af ratsjá Aðflugs- stjórnar í Reykjavík, þá yfir Snæ- fellsnesfjallgarðinum. Flugvélin hafði þá nauðlent í 640 metra hæð yfir sjávarmáli í norðanverð- um Ljósufjöllum, nánar til tekið í Sóldýjadal. Víkingur var þá fjórtán ára. Hann, ásamt tveimur bræðrum sínum, Heiðari sautján ára og Hlyn tólf ára, voru í skól- anum í Reykjanesi á heimavist. „Skarphéðinn Ólafsson skóla- stjóri kemur til okkar og segir að við þyrftum að fara til Ísafjarðar, flugvélarinnar sem pabbi var í sé saknað. Við vissum að hann hafði ætlað suður en vissum ekki að hann hefði farið með þessu flugi. Skarphéðinn keyrði okkur áleiðis til Ísafjarðar en við fórum yfir í annan bíl til mömmu og enduðum heima hjá Guðmundi bróður pabba í Hnífsdal. Þá tók við löng bið eftir fréttum af afdrifum pabba,“ segir Víkingur. Í flugvélinni voru tveir menn sem báðir hétu Kristján. Annar var Kristján faðir Víkings en hinn Kristján Jón Guðmundsson sjó- maður í Bolungarvík sem var á leið suður til að láta gera að sárum sínum sem hann hafði fengið í óhappi um borð í togaranum Dag- rúnu. „Þegar við fórum að sofa um kvöldið höfðum við fengið að heyra að flugvélin væri fundin og tveir hefðu komist lífs af, þar af einn Kristján, en ekki var vitað hvort það var pabbi eða Kristján Jón. Okkur systkinunum voru gefnar töflur til að geta sofnað og við lögðumst til hvílu án þess að vita hvort pabbi hefði komist af eða ekki. Það þýddi ekki að vera að hugsa um það. Ég man svo að þegar ég vakna þá situr mamma á rúmstokknum hjá okk- ur og ég skynjaði strax að það var ekki pabbi sem lifði af, og mamma staðfesti þann ótta minn.“ Hrikalegt ofviðri olli björgun- arsveitarmönnum miklum erfið- leikum og biðu þeir sem lifðu slysið af í hátt í ellefu klukku- stundir eftir hjálp. Rösklega 200 björgunarsveitarmenn leituðu flugvélinnar við gríðarlega erfið- ar aðstæður og þurfu þeir meðal annars að aka á snjóbílum um nýfallin snjóflóð og þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, flaug hættuflug í náttmyrki upp í fjöll- in. Eins og áður segir komust tveir lífs af úr flugslysinu. Auk Kristjáns Jóns úr Bolungarvík lifði Pálmi S. Gunnarsson lög- reglumaður af en hann missti unnustu sína, Auði Erlu Alberts- dóttur, og 11 mánaða gamla dótt- ur þeirra hjóna, Erlu Björk. Þá létust einnig Smári Ferdinands- son flugmaður og Sigurður Auðunsson hagræðingarráðu- nautur. Víkingur segir mömmu sína hafa verið sem klettur fyrir þau í gegnum þetta allt saman, alveg stórkostlega móður. „Hún stóð sig alveg rosalega vel. Móðir mín kann að vera mjög lágvaxin en hún er svo sannarlega mikill risi,“ segir hann. Gerður vann í Gamla bakaríinu á Ísafirði veturinn eftir að maður hennar fórst en flutti síðan suður til Hafnarfjarðar með börnin og seldi Ármúla. „Svo hélt bara lífið áfram. Það var ekki neitt til þá sem heitir áfalla- hjálp og maður reyndi nú bara svona að sætta sig við þetta skyndilega fráfall. Ég get sosum ekkert sagt til um hvaða áhrif þetta hafði á líf mitt og mig sem einstakling. En maður hugsar auðvitað oft um pabba og hvernig hlutirnir hefðu orðið öðruvísi hefði hann ekki stigið upp í vélina þennan örlagaríka dag.“ Hefur alltaf verið svolítið spes Víkingur á þrjú eldri systkini og tvö yngri og hann er sá eini sem hélt inn á braut leiklistar- innar. „Ég er sirka miðsvæðis í hópnum. Þau eru svona út upp hvippinn og hvappinn, Sigurður er sjómaður á Akureyri, Sigur- borg er leikskólastjóri í Kaup- mannahöfn, Heiðar bróðir vinnur hjá VÍS, yngri bróðir minn Hlyn- ur er smiður og örverpið Júlía er grafískur hönnuður. Pabbi var mikill áhugaleikari og þótti voða gaman að performera, mikill músíkant líka og fannst ekkert tiltökumál að koma fram. Mér skilst að ég hafi smitast af leik- listarbakteríunni frá honum. Föð- ursystkini mín segjast oft sjá takta hans í mér og því hafi þetta ekki komið þeim neitt á óvart. Ég hef líka alltaf verið svolítið spes, var alltaf að skrifa og svona þegar ég var yngri. Ég á ekki endilega fyrirmyndir í leiklistinni, enginn leikari sem fékk mig til að langa til að leika heldur hafði ég bara meira ánægju af því að koma fram og skemmta og vissi einhvern veg- inn að ég hefði eitthvað í þetta. Það er bara með þetta eins og tónlistarhæfileika, ég fann að þarna lá minn hæfileiki. Ég fór reyndar fyrst í háskólanám í ís- lensku því mig langaði að verða rithöfundur. Þegar ég útskrifaðist sá ég svo auglýsingu fyrir inn- tökupróf í Leiklistarskóla Íslands og ákvað að sækja um. Ég komst inn og átti þar rosalega gefandi tíma. Þetta er heilmikill skóli, maður í rauninni kynnist sjálfum sér upp á nýtt,“ segir hann. Víkingur útskrifaðist úr LÍ vorið 2001. Hann er einn af stofn- endum leiklistarhópsins Vestur- ports og hefur tekið þátt í mörgum af verkefnum hópsins. Má þar nefna Rómeó og Júlíu, Woyzeck, Brim og Ást. Hann hefur unnið sem leikari í leikhúsi, kvikmynd- um, sjónvarpsþáttum og fyrir útvarp. Hann hefur auk þess leik- stýrt og unnið sem listrænn leið- beinandi. En hann hefur aldeilis ekki bara leikið heldur hefur hann skrifað töluvert, til dæmis leikrit- ið Kringlunni rústað, sem Vestur- port setti upp 2004, og söng- leikinn Ást ásamt Gísla Erni Garðarssyni, sem sýnt var í Borg- arleikhúsinu árið 2006 og í Lyric Hammersmith leikhúsinu í Lon- don 2008. „Ég hef mest verið að skrifa með mínu fólki í Vestur- porti, þó minna heldur en ég hefði viljað, og fólk á eflaust eftir að sjá meira eftir mig í framtíðinni.“ Ástin og Suðureyri Í sumar kvisaðist út að Víking- ur væri fluttur til Suðureyrar og þegar BB talaði við hann í lok júlí sagði hann aðspurður um

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.