Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.11.2013, Side 19

Bæjarins besta - 07.11.2013, Side 19
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 19 Lausn á síðustu krossgátu Sudoku þrautir Þjónustuauglýsingar Dregið hefur úr hraðakstri í Bol- ungarvíkurgöngum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Snæfellsnesi, sem sér um inn- heimtu á hraðakstursbrotum, tóku hraðamyndavélar 417 mynd- ir frá byrjun árs til loka septem- ber. Allt árið í fyrra voru mynd- irnar 537 og 438 miðað við lok september 2012. Það er því ljóst að þrátt fyrir að menn viti af myndavélunum geti þeir ekki allt- af stillt sig. Nokkuð hefur borið á því að ökumenn hægi á sér rétt í kringum hraðamyndavélar, en gefi vel í þess á milli. Í Noregi hefur verið tekin upp aðferð til að komast hjá þessum áhrifum, en það eru svokallaðar meðalhraðamyndavélar. Þar er stuðst við tvær myndavélar á sitt- hvorum enda vegarkafla, sem taka myndir af öllum bílum sem fara hjá, óháð hraða. Þær bera svo saman tímasetningu sín á milli, og hafi bíllinn verið fljótari milli vélanna en hámarkshraði leyfir er myndin vistuð og send til kæru, en annars er henni eytt. Með þessum hætti er hægt að halda hraða niðri á vegkaflanum í heild. Ekki hefur verið tekin afstaða til notkunar slíkra mynda- véla hér á landi. Hraðabrotum fækkar lítillega Alls veiddust 457 laxar í Langa- dalsá í Ísafjarðardjúpi í sumar. Aldrei hafa jafn margir laxar komið upp úr ánni á einu veiði- tímabili. Árið 2005 veiddust 444 laxar sem var met. Veiði var yfir meðallagi í Hvannadalsá og Laugardalsá. „Yfirhöfuð var veiðitímabilið bara býsna fínt,“ segir Stefán Sigurðsson, sölu- stjóri Lax-Ár innanlands, en fé- lagið hefur árnar þrjár á leigu. „Hvannadalsá var líka fín og endaði í 213 löxum, sem er mjög fínt, þó það sé svolítið frá metinu. Veiðin var líka ágæt í Laugar- dalsá. Veiðin var yfir meðaltali í flestum ám á landinu, svo þetta var mjög gott ár.“ Eins og fyrr segir veiddust 457 laxar í Langa- dalsá í sumar, 404 í Laugardalsá og 213 í Hvannadalsá. Metveiði í Langadalsá

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.