Listin að lifa - 01.10.2001, Side 6

Listin að lifa - 01.10.2001, Side 6
FEB í REYKJAVIK: SkrtfstofaN %tw í FaxafeN 12 Félagsstarfið áfram í Ásgarði, Clæsibæ Eins og félagar vita keypti FEB í Reykjavík 1244 fermetra eign í Glæsi- bæ 1998. Eignin skiptist í tvo eignar- hluta, annar í 115,2 fermetra og hinn í 1129 fermetra. Eignin hefur reynst fé- laginu dýr í rekstri. Endurbætur á henni í upphafi voru dýrar og vænt- ingar varðandi útleigu og afkomu í félagsstarfi stóðust ekki. Skuldir hafa því hlaðist upp. Samkvæmt samþykkt almenns félags- fundar 1. ágúst sl. hefur FEB selt eign- arhlutann 115,2 fm, en það er sá hluti er hýsir skrifstofuna og hluta af Ölveri. Kaupandi er Sportbarinn ehf. Jafn- framt hefur FEB gert samkomulag við sama aðila um sölu á 163,2 fermetrum til viðbótar. Það er Ölversplássið við Ás- garð. Afhending hefur þegar farið fram. Til þess að hægt verði að selja þessa 163,2 fermetra þarf að fá samþykktan nýjan eignaskiptasamning á húsnæðinu og fá veðhafa til að samþykkja aflétt- Skrifstofan að Faxafeni 12 er á fyrstu hæð innst í horninu, í sama húsi og 66° norður. ingu veða. Samkomulagið felur í sér, að væntanlegur kaupandi leigir plássið á meðan félagið er að vinna í málinu. Leigan gengur síðan upp í kaupverðið. 1 samkomulaginu er reiknað með ákveðn- um hámarkstíma. Félagið er með þessu að létta töluvert á greiðslubyrðinni. Þetta hefur engin áhrif á félagsstarfið þar sem Ásgarður er enn í eigu félags- ins. Félagið hefur tekið á leigu skrif- stofuhúsnæði að Faxafeni 12. Skrif- stofan flutti þangað 14. september og verður opin frá kl. 10 til 16 alla virka daga. Ráðgjöf ýmiss konar og miðasala í ferðir og á skemmtanir eru á skrif- stofunni Faxafeni 12. Silfurlínan verður einnig þar til húsa. Félagsstarfið verður áfram í Ás- garði í Glæsibæ. Sjá meðfylgjandi dagskrá FEB. Steþmía' c$jöwisdátWv, framkvœmdastjóri Aðstaðan á skrifstofunni í Glæsibæ var mjög þröng. Starfsfólk þurfti að vinna á gangvegi og gluggar aðeins við inngang. í þessu litla herbergi var skrifstofa formanns, aðstaða sjálfboðaliða, Silfurlínu og ritstjóra, kaffistofa og óformlegt fundarherbergi. Hér fundar Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri með Kristínu Sigurðardóttur gjaldkera og Dagmar Bragadóttur ritara. Starfsfólki FEB í Reykjavík er óskað til hamingju með stórbætt vinnuskilyrði. 6

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.