Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 6

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 6
FEB í REYKJAVIK: SkrtfstofaN %tw í FaxafeN 12 Félagsstarfið áfram í Ásgarði, Clæsibæ Eins og félagar vita keypti FEB í Reykjavík 1244 fermetra eign í Glæsi- bæ 1998. Eignin skiptist í tvo eignar- hluta, annar í 115,2 fermetra og hinn í 1129 fermetra. Eignin hefur reynst fé- laginu dýr í rekstri. Endurbætur á henni í upphafi voru dýrar og vænt- ingar varðandi útleigu og afkomu í félagsstarfi stóðust ekki. Skuldir hafa því hlaðist upp. Samkvæmt samþykkt almenns félags- fundar 1. ágúst sl. hefur FEB selt eign- arhlutann 115,2 fm, en það er sá hluti er hýsir skrifstofuna og hluta af Ölveri. Kaupandi er Sportbarinn ehf. Jafn- framt hefur FEB gert samkomulag við sama aðila um sölu á 163,2 fermetrum til viðbótar. Það er Ölversplássið við Ás- garð. Afhending hefur þegar farið fram. Til þess að hægt verði að selja þessa 163,2 fermetra þarf að fá samþykktan nýjan eignaskiptasamning á húsnæðinu og fá veðhafa til að samþykkja aflétt- Skrifstofan að Faxafeni 12 er á fyrstu hæð innst í horninu, í sama húsi og 66° norður. ingu veða. Samkomulagið felur í sér, að væntanlegur kaupandi leigir plássið á meðan félagið er að vinna í málinu. Leigan gengur síðan upp í kaupverðið. 1 samkomulaginu er reiknað með ákveðn- um hámarkstíma. Félagið er með þessu að létta töluvert á greiðslubyrðinni. Þetta hefur engin áhrif á félagsstarfið þar sem Ásgarður er enn í eigu félags- ins. Félagið hefur tekið á leigu skrif- stofuhúsnæði að Faxafeni 12. Skrif- stofan flutti þangað 14. september og verður opin frá kl. 10 til 16 alla virka daga. Ráðgjöf ýmiss konar og miðasala í ferðir og á skemmtanir eru á skrif- stofunni Faxafeni 12. Silfurlínan verður einnig þar til húsa. Félagsstarfið verður áfram í Ás- garði í Glæsibæ. Sjá meðfylgjandi dagskrá FEB. Steþmía' c$jöwisdátWv, framkvœmdastjóri Aðstaðan á skrifstofunni í Glæsibæ var mjög þröng. Starfsfólk þurfti að vinna á gangvegi og gluggar aðeins við inngang. í þessu litla herbergi var skrifstofa formanns, aðstaða sjálfboðaliða, Silfurlínu og ritstjóra, kaffistofa og óformlegt fundarherbergi. Hér fundar Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri með Kristínu Sigurðardóttur gjaldkera og Dagmar Bragadóttur ritara. Starfsfólki FEB í Reykjavík er óskað til hamingju með stórbætt vinnuskilyrði. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.