Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 30
Hjúkrunarheimilið Holtsbúð var vígt 14. janúar 2000. Hér afhendir Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Þóru Karls- dóttur lyklavöldin að Holtsbúð og blómvönd í tilefni dagsins. Klaustrid í Garðabæ er nú hjúkrunarheimili Uppi á holtinu í Carðabae stendur fögur bygging með níu hvolfþökum, sem gengur almennt undir nafninu Klaustrið, enda heimili Sankti Jóseps- systra í 22 ár. Kaþólska kirkjan byggði húsið fyrir eldri líknarsystur sem voru hættar að hjúkra og kenna. í aldarlok voru svo margar þeirra gengar á vit feðra sinna að Klaustrinu var lokað. Þær sem eftir voru fluttu flestar til Danmerkur árið 1997. Undir hvolfþök- unum níu fer nú fram annað líknar- starf. Klaustrið fagra hýsir nú hjúkr- unar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Hjúkrunarheimilið Holtsbúð var opnað í janúar 2000 og er búið að starfa í eitt og hálft ár. í allri umræðunni urn hjúkrunarheimili er forvitnilegt að ganga inn um dyrnar á fyrrverandi klaustri og ræða við framkvæmdastjór- ann, Þóru Karlsdóttur hjúkrunarfræð- ing: - Gefur það heimilisfólkinu eitt- hvað að búa í fyrrverandi klaustri? „Vissulega. Margir tala um góðan anda í húsinu, steindir gluggar og helgimyndir vitna um fyrri íbúa. Syst- urnar fylgdust vel með breytingum á húsinu og færðu okkur krossa í upp- hafi starfsins. Velvilji þeirra og hlýjar hugsanir fylgdu okkur úr hlaði. Minn- ing líknarsystranna mun í heiðri höfð. Landakotsspítali og St. Jósepsssjúkra- húsið eru minnisvarðar um fómfúst starf systranna á Islandi í eina öld. Synd að þær skyldu yfírgefa landið.“ - Þótt flestum findist húsið sniðið fyrir hjúkrunarheimili var unnið að endurbótum í rúmt ár. Hvað þurfti helst að lagfæra? „Áður vom teppi á allri hæðinni, svo að skipta varð um gólfefni. Raf- lagnir þurfti líka að endurnýja. Sturtur voru settar í öll baðherbergi og hurða- búnaði breytt til að auðvelda aðkomu hjálpartækja eins og hjólastóla og göngugrinda. Vaktherbergi var komið fyrir í forstofu. Eldhúsið var búið full- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.