Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 30

Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 30
Hjúkrunarheimilið Holtsbúð var vígt 14. janúar 2000. Hér afhendir Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Þóru Karls- dóttur lyklavöldin að Holtsbúð og blómvönd í tilefni dagsins. Klaustrid í Garðabæ er nú hjúkrunarheimili Uppi á holtinu í Carðabae stendur fögur bygging með níu hvolfþökum, sem gengur almennt undir nafninu Klaustrið, enda heimili Sankti Jóseps- systra í 22 ár. Kaþólska kirkjan byggði húsið fyrir eldri líknarsystur sem voru hættar að hjúkra og kenna. í aldarlok voru svo margar þeirra gengar á vit feðra sinna að Klaustrinu var lokað. Þær sem eftir voru fluttu flestar til Danmerkur árið 1997. Undir hvolfþök- unum níu fer nú fram annað líknar- starf. Klaustrið fagra hýsir nú hjúkr- unar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Hjúkrunarheimilið Holtsbúð var opnað í janúar 2000 og er búið að starfa í eitt og hálft ár. í allri umræðunni urn hjúkrunarheimili er forvitnilegt að ganga inn um dyrnar á fyrrverandi klaustri og ræða við framkvæmdastjór- ann, Þóru Karlsdóttur hjúkrunarfræð- ing: - Gefur það heimilisfólkinu eitt- hvað að búa í fyrrverandi klaustri? „Vissulega. Margir tala um góðan anda í húsinu, steindir gluggar og helgimyndir vitna um fyrri íbúa. Syst- urnar fylgdust vel með breytingum á húsinu og færðu okkur krossa í upp- hafi starfsins. Velvilji þeirra og hlýjar hugsanir fylgdu okkur úr hlaði. Minn- ing líknarsystranna mun í heiðri höfð. Landakotsspítali og St. Jósepsssjúkra- húsið eru minnisvarðar um fómfúst starf systranna á Islandi í eina öld. Synd að þær skyldu yfírgefa landið.“ - Þótt flestum findist húsið sniðið fyrir hjúkrunarheimili var unnið að endurbótum í rúmt ár. Hvað þurfti helst að lagfæra? „Áður vom teppi á allri hæðinni, svo að skipta varð um gólfefni. Raf- lagnir þurfti líka að endurnýja. Sturtur voru settar í öll baðherbergi og hurða- búnaði breytt til að auðvelda aðkomu hjálpartækja eins og hjólastóla og göngugrinda. Vaktherbergi var komið fyrir í forstofu. Eldhúsið var búið full- 30

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.