Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 16
miðvikudagur 2. júlí 200816 sumartíska DV
Götutískan í Reykjavík
gargandi bissness í bænum
Mikhail Timofeev var flottur í tauinu
Hvar kaupir þú helst föt á Íslandi? „í Herragarðinum,
þessi föt eru einmitt þaðan.“
með tískuna á Hreinu
Dagný Gísladóttir naut sumarsins
Í hverju ertu? „Ég keypti kjólinn á e-bay, jakkinn
er vintage og hatturinn líka. sokkabuxurnar eru
úr top shop og taskan úr Zöru.“
sumarið sýndi sínar bestu hliðar þegar ljósmyndari dv brá sér í miðbæinn til að taka púlsinn á tískunni. Það var mikið líf í bæn-
um, hljómsveitir og gjörningalistamenn blönduðust hressu fólki sem var komið til að sýna sig og sjá aðra.
spilaði djass með skver
kvartettinum á austurvelli
Steinar Guðjónsson var flottur með gítarinn
Hvaðan eru fötin þín? „Þetta eru buxur úr Hagkaupum,
skyrtan er frá Hróarskeldu og skóna keypti ég í kolaportinu.“
vinnufÉlagar úr landsbank-
anum á röltinu í Hádeginu
Jón Ragnar Jónsson, Kristján Sturla Bjarnason og
Guðmundur P. Ólafsson.
Hvar kaupir þú helst föt, Jón?„Ég var í skóla í boston og
keypti mestallt mitt þar, til dæmis keypti ég þessi sólgleraugu
fyrir tveimur árum.“
Hvar keyptir þú dressið þitt, Kristján? „Þetta er nú flestallt
úr Zöru, ég versla mikið þar.“
Hver er uppáhaldsbúðin þín á Íslandi, Guðmundur? „Það
getur verið mjög misjafnt, ég er nýkominn frá útlöndum og
versla mest þar en annars er þetta sem ég er í allt saman úr
Herragarðinum, versla svolítið þar líka.“
vinkonur á ferðinni
Hulda Ásgeirsdóttir og Ingunn Gylfadóttir
horfðu á atriði frá Hinu húsinu
Hvaðan er dressið, Hulda? „Héðan og þaðan,
buxurnar eru úr gk, kjóllinn úr sautján en
jakkann fékk ég í útlöndum. sólgleraugun eru
frá polaroid.“
Í hverju ert þú, Ingunn? „kjóllinn er úr H&m en
ég versla mjög mikið þar, skyrtan er vintage og
sólgleraugun frá miss sixty, svo erum við báðar í
eins skóm frá kron!“
flottur niðri í bæ
Hákon Helgi Bjarnason var flottur með
sólgleraugun
Hvaða flík keyptir þú síðast? „Það myndu vera
gallabuxurnar sem ég keypti í urban outfitters í
bandaríkjunum.“