Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 2. jÚLÍ 20086 Fréttir DV Vélhjólaklúbburinn Fáfnir MC er opinberlega orðinn hluti af al- þjóðlegu glæpasamtökunum Hells Angels. Þeir eru þó ekki fullgildir meðlimir en mega nota nafnið Vít- isengill. Greiningardeild ríkislög- reglustjórans skilgreinir Fáfni sem ógn við Ísland vegna tengslanna. Þegar haft var samband við Jó- hann R. Benediktsson, lögreglu- stjóra á Suðurnesjum, sagði hann fregnirnar óhugnanlegar. Hann segir jafnframt regluna hjá Hells Angels vera þá að ef menn vilja klifra upp metorðastigann þurfi þeir að fremja alvarlega glæpi. Toppnum er náð með morði. Þegar haft var samband við forsvarsmenn Fáfnis á Íslandi var blaðamanni bent á að hafa sam- band við upplýsingafulltrúa þeirra í Noregi sem er meðlimur Vítis- englanna. Sex ára barátta Tilraunir Hells Angels til að ná fótfestu hér á landi hafa ver- ið þyrnum stráðar. Meðlimir Fáfn- is hafa boðið þeim tvisvar í heim- sókn, í bæði skiptin var meðlimum Vítsenglanna vísað úr landi. Upp- haflega var það árið 2002 en með- al þeirra sem reyndu að koma til lands þá voru menn sem höfðu hlotið dóma fyrir morð, manndráp- stilraunir, fíkniefnasmygl og hvers konar ofbeldisbrot. Sama ár og þeim var vísað úr landi barst starfs- fólki íslenska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn líflátshótun frá sam- tökum Vítisenglanna í Danmörku. Sú hótun var tekin alvarlega, enda höfðu ellefu manns fallið í gengj- astríði á milli Vítisenglanna og Banditos tíu árum áður. Það var svo í fyrra sem Fáfnir sóttist eftir bræðralagi englanna en aftur snéri lögreglan á Suð- urnesjum þeim heim. Þá var tilefn- ið afmæli Fáfnis. Veislan varð því aldrei með þeim hætti sem Fáfnis- menn og Vítisenglar ætluðu sér. Fjölmiðlafulltrúi Vítisenglanna „Ég hef ekki heimild til að tjá mig neitt um þetta,“ sagði Sverr- ir Þór Einarsson, einn af for- sprökkum Fáfnis, en hann er iðulega nefndur Sverrir tattú. Hann vildi ekkert tjá sig við blaðamann þegar hann var spurður um skýrslu ríkislög- reglustjórans og greiningar- deildar sem var gerð opinber í dag og flokkar Fáfni sem hættu- leg samtök. Þegar blaðamað- ur gekk á Sverri benti hann á varaforseta Fáfnis sem benti síðan áfram á upplýsingafull- trúa Vítis- englanna í Nor- egi. Sá mað- ur heitir Leif og er meðlimur Vítis- englanna. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir náðist ekki í hann. Þegar spurt var hvers vegna Fáfnismenn mættu ekki tjá sig um eigin málefni hér á landi fengust engin svör hjá þeim – slíkur er aginn og alvaran. Jón í Noregi Einn af þekktustu glæpamönnum Fáfnis er ofbeldismaðurinn Jón Trausti Lúthersson. Hann hefur tvisvar verið dæmdur fyrir ofbeldisglæpi, núna síð- ast í vor þar sem hann gekk í skrokk á konu og manni á skemmtistað í Keflavík. Hann afplánar fangelsi- dóma fyrir tvö ofbeldisbrot þessa dagana en áður var hann einmitt búsettur í Noregi ásamt konu og barni. Þar virðist hann hafa unnið traust Vítisenglanna og nú er svo komið að Fáfnismenn eru svokall- aðir „supporters“ sem þýðir stuðn- ingsaðili. Eftir að þeir hafa sýnt sig og sannað fá þeir fulla aðild að Vít- isenglunum. Engin lömb „Þetta staðfestir allt það sem „Þetta er óhugnan- legt, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem hafa kynnt sér samtökin af einhverri alvöru vita að virðing í hópnum eykst eftir því sem glæpirnir eru alvar- legri.“ Valur grEttiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Þeir eru komnir! Vélhjólaklúbburinn Fáfnir MC er orðinn opinber hluti af Hells Angels. Það sem meira er, hann er með norskan fjölmiðlafulltrúa sem tilheyrir glæpaklíkunni alþjóðlegu. Jóhann r. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesj- um, segir fregnirnar óhugnanlegar, sérstaklega í ljósi alvarlegra glæpa sem Vítisenglar hafa orðið uppvísir að. Stuðningsmenn Fáfnir er orðinn hluti af vítisenglunum en félagar kallast stuðningsmenn vítisengla núna. Þeir þurfa að vinna traust vítisenglanna, helst með glæpum. Jóhann r. Benediktsson Lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum hefur þrisvar snúið vítisenglunum við í Leifsstöð. Tilkynnt hefur verið um samein- ingu Kaupþings og Spron. Samn- ingaviðræður milli bankanna hófust í apríl og hafa þær dregist nokkuð, því tilkynningar um samrunann hefur verið beðið síðan í maí. Mánuði eftir að þær hófust tilkynnti Kaupþing um að ákveðið hefði verið að framlengja samningaviðræðurnar. Kaupþing mun yfirtaka eignir og skuldir Spron við samruna félaganna. Sameining Kaupþings og Spron er háð samþykki hluthafafundar Spron, bankastjórnar Kaupþings, Fjáramálaeftirlitsins og fleiri aðila sem koma að félögunum. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á mánudag var gengi bréfa í Spron 3,8 og kaupir Kaupþing bréfin með fimmtán pró- senta álagi. Markaðsvirði Spron er um 19 milljarðar króna og fá hlut- hafar í félaginu greitt með bréfum í Kaupþingi og Exista. Að mati stjórnar Kaupþings hefur samruninn jákvæð áhrif á starfsemi félaganna á Íslandi og sé til þess fall- inn að bæta þjónustu og auka arð- semi í rekstri og virði fyrir hluthafa, samkvæmt tilkynningu Kaupþings til Kauphallarinnar. valgeir@dv.is Kaupþing og Spron tilkynna loks um samruna fyrirtækjanna: Borga með bréfum í Kaupþingi Kaupþing Yfirtekur allar skuldir Spron. GOLF & GAMAN Golfvísur og gamanmál frá Kristjáni Hreinssyni, eins og honum einum er lagið. „Frumleg, fyndin og frábær skemmtun” - Guðmundur Arnarsson, ritstjóri Golfblaðsins „Það mun sitthvað þessu líkt um þjóðlíf hafa flogið Hér er sjálfsagt eitthvað ýkt en engu mun þó logið“ - Kristján Hreinsson „Fyndin og frábær lýsing á gleðinni sem golfið geymir.” - Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.