Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2008, Blaðsíða 21
Marko Pavlov er 20 ára íslenskur ungl- ingalandsliðsmaður af makedónsk- um uppruna. Hann fluttist til Íslands þegar hann var tíu ára með foreldrum sínum en faðir hans, Dragi Pavlov, er þekktur knattspyrnumaður í heima- landinu og hefur starfað við þjálfun á Íslandi síðan hann kom. Marko leik- ur nú með varaliði Real Betis á Spáni. Samkvæmt fréttum frá Makedóníu er Marko við það að komast í aðallið- ið hjá þessu fornfræga Andalúsíu-fé- lagi. Marko var vægast sagt atvinnu- mannslegur þegar DV spurði hann út í málið í gær. „Við erum í því að semja um framlengingu á samningnum en meira segi ég ekki og vísa öllu á um- boðsmanninn minn,“ sagði Marko við DV í gærdag en ekki náðist í blessað- an umboðsmanninn Marko hóf sinn feril með Stjörn- unni í Garðabæ en fór þaðan til franska 2. deildar liðsins Caen árið 2005. eftir eitt ár þar hafði hann vista- skipti til Spánar, nánar til tekið Real Mallorca þar sem hann gerði ungl- ingasamning og lék með U18 ára liði félagsins. Þegar Mallorca vildi svo lána hann til 3. deildar liðs ákvað hann að stökkva á tækifærið að leika með varaliði Real Betis með það í huga að brjótast inn í aðalliðið. Makedónar fylgjast vel með framgangi Markos og vona að hann ákveði að leika með landsliði þeirra en ekki Íslands en hann hefur þann möguleika. Þeir segja spænska útsendara kalla hann hinn næsta Xabi Alonso sem leikur með Liverpool á Eng- landi. Ekki fengið tækifæri með U21 Þegar DV hafði samband við föður Markos, Dragi Pavlov, fór hann ekki í grafgötur með það að einhver óánægja væri hjá Marko og fjölskyldunni vegna fárra tækifæra með U21 árs landsliði Íslands en Marko á að baki 11 leiki með U19 ára landslið- inu. Marko sjálfur vildi ekk- ert ræða um það þegar DV spurði hann út í málið og vísaði áfram öllu til umboðs- manns síns. „Það er einfaldlega mikil sam- keppni í liðinu,“ sagði þjálfari U21árs landsliðsins, Luka Kostic, við DV í gær spurður um málið. „Ég sé hann heldur aldrei með sínu liði og upplýs- ingaflæðið frá Betis er ekki gott. Ég hef haft samband við félagið og beðið um upplýsingar um leiki og fleira en þau tala nú ekkert bestu ensku í heimi og hafa ekkert sent mér,“ sagði Luka og ítrekaði hversu mikil samkeppni væri í liðinu. „Það sést hversu öflugir leikmenn eru í U21 árs liðinu því við erum að skila mörgum upp í A-landsliðið. Marko hefur til dæmis ekki tekið jafn- stór skref hjá sínu liði eins og Birkir Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason og Rúrik Gíslason svo einhverjir séu nefndir. Þeir eru allir orðnir lykilmenn hjá sínum liðum,“ sagði Luka. „Marko er ungur og óþolinmóður enda metn- aðargjarn strákur,“ sagði Luka kátur og tók skýrt fram að því færi fjarri að Marko ætti ekki möguleika á að kom- ast í U21 landsliðið. Með þrefalt vegabréf Eins og áður segir fylgjast Make- dónar grannt með framvindu mála hjá Marko Pavlov og vonast til þess að hann ákveði að leika með A-landsliði þeirra. Makedónskir miðlar vilja ekki að annað mál komi upp eins og með annan leikmann að nafni Goran Slavkovksi sem er sænskætt- aður Make- dóni og er mikið stríð á milli Makedón- íu, Króatíu og Svíþjóðar um hvaða lands- liði hann muni leika með. Þegar DV spurði Mar- ko beint hvort hann væri svekkt- ur út í Luka og U21 árs lands- liðið yfir því að vera aldrei val- inn sagði hann: „Ég er með þre- falt vegabréf þannig að ég er í nokkuð góðum málum hvað varðar fram- tíðina,“ og benti á endanum aftur á um- boðsmann sinn. miðvikudagur 2. júlí 2008 21DV Sport Sport LaMpard tiL intEr „Ég er hundrað prósent viss um að Frank lampard verði leikmaður inter á næsta ári,“ segir jose mourinho, knattspyrnustjóri inter, um sinn fyrrverandi læri-svein. Portúgalinn er alveg viss um að lampard muni koma til sín en býst ekki við að það verði fyrir komandi tímabil. „lampard á eftir eitt ár af samningnum sínum þannig að það verður auðveldara fyrir hann að koma næsta sumar. Fyrir tímabilið 2009/2010 verður Frank lampard orðinn leikmaður inter. Það er ég alveg viss um,“ segir mourinho. ÚRSLIT landsbankadeild kvk Fjölnir - KR 0-5 0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir 0-2 Hrefna Huld Jóhannesdóttir 0-3 Olga Færseth 0-4 Hrefna Huld Jóhannesdóttir 0-5 Hrefna Huld Jóhannesdóttir Afturelding - Keflavík 1-0 1-0 Elín Svavarsdóttir HK/Víkingur - Breiðablik 2-5 0-1 Gréta Mjöll Samúelsdóttir 0-2 Fanndís Friðriksdóttir 0-3 Harpa Þorsteinsdóttir 0-4 Fanndís Friðriksdóttir 1-4 Berglind Bjarnadóttir 2-4 Lidija Stojkanovic 2-5 Sigríður Björk Þorláksdóttir Valur - Fylkir 4-1 1-0 Katrín Jónsdóttir 1-1 Lizzy Karoly 2-1 Dóra María Lárusdóttir 3-1 Dóra María Lárusdóttir 4-1 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Staðan Lið L U J t M St 1. valur 8 8 0 0 33:5 24 2. kr 8 7 0 1 25:6 21 3. Stjarnan 7 4 2 1 15:6 14 4. umFa 8 3 2 3 5:6 11 5. keflavík 7 2 2 3 10:20 8 6. Breiðabl. 8 3 1 4 16:13 10 7. Þór/ka 7 2 1 4 10:14 7 8. Fylkir 8 2 0 6 1:21 6 9. Hk/vík. 8 1 2 5 7:17 5 10. Fjölnir 8 1 2 5 5:23 5 MOLAR BatE aftUr tiL ÍSLandS valsmenn voru óheppnir þegar dregið var í forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærdag. íslandsmeistararnir drógust gegn liðinu BaTE Borisov frá Hvíta- rússlandi en það kom einnig hingað til lands í fyrra. Þá léku Hvít-rússarnir við þáverandi ís- landsmeistara FH og fóru létt með Hafnfirðingana. BaTE vann 3-1 í kaplakrika sem var helst til of lítill sigur en FH-ingar gerðu vel úti og náðu 1-1 jafntefli. Það voru mörg önn- ur lið í drættinum sem hefðu verið betri kostur fyrir val en heppnin var ekki með Hlíðarendapiltum. City Ekki tiL LandSinS ía mætir ekki manchester City í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða en möguleiki var á því. ía mætir Honka frá Finnlandi en FH mætir liði frá lúx- emborg. FH var fyrst úr hattinum og dróst gegn liðinu grevenmacher frá lúxemborg. Skemmst er frá því að segja að ekki er mikið vit- að um liðið. Það hefur einu sinni unnið deildina í heimalandinu, árið 2003, og sjö sinnum verið í öðru sæti. ía mætir finnska liðinu Honka sem komst í fyrsta skiptið upp í finnsku úrvalsdeildina árið 2005 og eru allir leikmenn á mála félags- ins frá Finnlandi. manchester City dróst gegn færeyska liðinu EB/Streymur og Sigurður jónsson og félagar í djurgarden mæta Flora frá Eistlandi. HaUkar fEngU CyprUS CoLLagE Það vantaði ekki drættina úti um allan heim í gær en ásamt knattspyrnunni var einnig dregið í forkeppni meistaradeild- ar Evrópu í handbolta. íslandsmeistarar Hauka voru í pottinum og það í efri styrk- leikaflokki. Haukamenn drógust gegn kýpverska liðinu Cyprus Collage sem ekki er mikið vitað um. Fyrri leikurinn verður ytra 6. eða 7. september og og sá síðari að Ásvöllum 13. eða 14. september. VIÐ DYRNAR HJÁ AÐALLIÐI REAL BETIS Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Marko pavlov er í samningaviðræðum við Real Betis á Spáni um framlengingu á samningi hans. Hann hefur leikið með varaliðinu síð- asta árið. Hann á að baki 11 leiki með U19 ára landsliðið Íslands og fleiri með enn yngri landsliðum en hefur ekki fengið tækifæri með U21 árs landsliðinu. tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is aron Einar gUnnarSSon Er einn af u21 árs landsliðsmönnunum sem brotist hafa inn í a-landsliðið. Marko pavLov vísar öllu á umboðs- manninn sinn. LUka koStiC Segir marko vel eiga möguleika á að komast í u21 árs landsliðið. mynd úr EinkaSaFni mynd HaFliði BrEiðFjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.