Iðnaðarmál - 01.03.1957, Side 2

Iðnaðarmál - 01.03.1957, Side 2
f3reytitigcir á stjórn og starfsreglum IMSÍ Hinn 29. maí gaf Iðnaðarmála- ráðuneytið út nýjar starfsreglur fyr- ir Iðnaðarmálastofnun Islands jafn- framl því, sem það veitti þeim Páli S. Pálssyni hrl. og Kristjóni Krist- jónssyni framkvstj. lausn frá störfum í stjórn stofnunarinnar. Er nú stjórnin þannig, eins og iðn- aðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hefur skipað hana: Axel Kristjánsson frkvstj., formað- ur, skipaður án tilnefningar, Björgvin Frederiksen frkvstj., í samræmi við tillögu Landssambands iðnaðarmanna, Harry Frederiksen frkvstj., í sam- ræmi við tillögu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Magnús Brynjólfsson kaupm., í samræmi við tillögu Verzlunarráðs Islands, Oskar Hallgrímsson rafvirki, í samræmi við tillögu Iðnsveinaráðs A.S.Í. og Sveinn Guðmundsson frkvstj., í samræmi við tillögu Félags íslenzkra iðnrekenda. Samkvæmt þessu tekur Axel sæti Páls í stjórninni sem formaður, en Harry sæti Kristjóns. Aðrir stjórnar- menn voru fyrir. Þeir Páll S. Pálsson og Kristjón Kristjónsson hafa átt s, eti í stjórn stofnunarinnar frá upphafi, en þeir höfðu ásamt Þorsteini Gíslasyni verkfræðingi verið skipaðir í nefnd í desember 1951 af þáverandi iðnað- armálaráðherra, Birni Ölafssyni, „til að gera tillögur urn framtíðarskipan iðnaðarmála“. Leiddu störf þessarar nefndar til stofnunar Iðnaðarmála- stofnunar Islands síðla árs 1953. Þeim Páli og Kristjóni fylgja hug- heilar þakkir samstjórnarmanna og starfsliðs fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Hér fara á eftir starfsreglur stofn- unarinnar, eins og þær eru nú. r Starfsreglur fyrir Iðnaðarmálastofnun Islands 1. gr. Stofnunin skal heita Iðnaðarmálastofnun Islands, skammstafað IMSÍ. 2. gr. Markmið stofnunarinnar er að efla framfarir í íslenzk- um iðnaði og korna á hagkvæmari vinnubrögðum í iðn- aðarframleiðslu og vörudreifingu, m. a. með því að: 11 Fylgjast með tæknilegum nýjungum og veita þeim, er iðnað stunda og við vörudreifingu fást, leiðbeiningar, er miði að auknum afköstum, verknýtingu og vöruvönd- un, m. a. með leiðbeiningum um endurbætur á vélum, húsakynnum, vinnutilhögun og meðferð hráefna. 2) Rannsaka afköst í einstökum greinum iðnaðar og kynna niðurstöðurnar, svo að notum komi fyrir iðn- fyrirtæki og tæknifræðslu í landinu. Enn fremur skal stofnunin gera athuganir til endurbóta á hinum ýmsu sviðum iðnaðar og vörudreifingar. 31 Starfrækja tæknilegt bókasafn, annast útgáfu tíma- rits um tæknileg efni og gangast fyrir námskeiðum, fyrir- lestrum og kvikmyndasýningum um vinnuvísindi og tækni. 4l Hafa samband og samstarf við hliðstæðar erlendar tæknistofnanir og eiga aðild að alþjóðlegum samtökuni slíkra stofnana. Stofnunin skal stuðla að því, að hérlendir menn, sem starfa í þágu íslenzks iðnaðar og vörudreifingar, komist til framhaldsnáms erlendis í vísindalegum, tæknilegum og verklegum greinum og að erlendir kunnáttumenn á þessum sviðum heimsæki Island, m. a. fyrir milligöngu Efnahagssamvinnustofnunarinnar og annarrar alþióð- legrar starfsemi og með aðild að Framleiðniráði Evrópu (EPA). Avallt skal þó nýta þekkingu og starfskrafta innlendra sérfræðinga, eftir því sem kostur er á. Framh. á 59. bls. 42 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.