Iðnaðarmál - 01.03.1957, Qupperneq 8
Ekki eru öll fúavarnarefni til þess
nothæf að mála eða lakka yfir þau.
Hérlendis hefur raka- og fúavarn-
arefnið Woodlife verið notað um
tveggja ára skeið með góðum ár-
angri í þessum tilgangi. Það inni-
heldur pentachlorophenol auk efna,
sem hrinda vatni frá timbrinu.
Bólgnar því slíkt timbur síður, og
málningarhúðin endist lengur á því,
og er það því hentugt á glugga o. þ.
1., sem verður fyrir veðuráhrifum.
Allar yfirborðshúðanir, svo sem
málning og lakk, slitna með tíman-
um, og því er nauðsynlegt að endur-
nýja þessar húðanir eftir þörfum.
Flestum mun vera kunnugt um,
hversu illa málning endist hérlendis
á tré, sem verður fyrir veðuráhrif-
um. Almennt er málningin talin vera
höfuðorsök þessa. Vel má vera, að
hún sé það í sumum tilfellum, en
sterk rök hníga að því, að framar
öllu sé orsökin sú, að timbrið hefur
verið of rakt í upphafi. Það er stað-
reynd, að málning flagnar af timbri,
ef raki þess er yfir 18%, hverrar teg-
undar svo sem málningin er. Það er
engum vafa bundið, að við fslend-
ingar eyðum hundruðum þúsunda
árlega að óþörfu vegna þess eins, að
við notum of rakan við til ýmissa
smíða, sem við svo málum eða lökk-
um að gagnslausu. Það er þó bót í
máli, að sérfræðingar og almenning-
ur er farinn að gera sér þetta ljóst.
Ýmsar aðferðir má nota til þess að
koma fúavarnarefnum inn í timbrið.
Þó þarf timbur ávallt að vera meira
eða minna þurrt, áður en fúavarnar-
efni eru borin í það, svo að þau nái
að smjúga inn í timbrið. Beztu að-
ferðirnar við fúavörnina eru að
þrýsta efnunum inn í viðinn (há-
þrýstingur og lágþrýstingur til skipt-
is), en til þess þarf allstórvirk og
kostnaðarsöm tæki. Onnur einfaldari
aðferð, en ekki eins haldgóð, er að
dýfa timbrinu ofan í fúavarnarefnið
í dálítinn tíma. Þá hefur og mikið
verið gert af því að úða efnunum á
timbrið eða bera þau á með bursta,
en aðferð þessi hefur þær takmark-
anir, að efnin smjúga ekki langt inn
í viðinn.
standa í þessu heita baði í nokkrar
klukkustundir. Þá eru þeir teknir
upp úr og settir í aðra tunnu með
köldu fúavarnarefni í og látnir
standa í því nokkrar klukkustundir í
viðbót. (Sjá 3. mynd).
Kostir þessarar aðferðar eru þeir,
að við upphitunina þenst loftið í
viðnurn út, en dregst svo saman við
kælinguna, og myndast þannig undir-
þrýstingur í viðnum, svo að fúavarn-
arefnið gengur lengra inn í hann.
3. mynd. Við upphitunina
þenst loftið í viðnum út, en
dregst svo saman við kæling-
una, og myndast þannig undir-
þrýstingur í viðnum, svo að
fúavarnarefnið gengur lengra
inn í hann.
Fúavörn staura
Ein er sú aðferð, sem er einföld og
kostnaðarlítil og auðvelt er fyrir
hvern og einn að nota við fúavarnir
á girðingarstaurum. Hún er í stuttu
máli á þessa leið:
Staurunum er stungið niður í
tunnu með hæfilega miklu af fúa-
varnarefni í. Þá er tunnan hituð yfir
eldi, svo að fúavarnarefnið nái um
100°C hita. Staurarnir eru svo látnir
Þar sem við íslendingar flytjum
inn allan þann við, sem við notum,
verður hann að sjálfsögðu dýrari
hjá okkur en í flestum öðrum lönd-
um, sem framleiða sinn eiginn við.
Það er því þeim mun nauðsynlegra
fyrir okkur að gera ráðstafanir til
þess, að þessi verðmæti nýtist sem
bezt, svo sem með nauðsynlegri
timburþurrkun og notkun fúavarnar-
efna.
Sjálfsafgreiðsla
48
IÐNAÐARMÁL