Iðnaðarmál - 01.03.1957, Page 11

Iðnaðarmál - 01.03.1957, Page 11
búðir úr 2500—3000 smálestum af pappa og um 150 standördum af timbri og veitir að staðaldri um 70 manns atvinnu. í þjóðfélagi nútímaverkaskipting- ar er mikilsvert fyrir framleiðsluna og verzlunina, að vörurnar berist sem skjótast og í sem beztu ástandi í hendur neytendanna. Til þess að gefa lesendum Iðnaðarmála dálitla hug- mynd um þennan iðnað fer hér á eft- ir lýsing á framleiðslu umbúða í Kassagerð Reykjavíkur við Skúla- götu í Reykjavík. Verksmiðjuhúsið Verksmiðjuhúsið er um 2500 m2 að gólffleti, og fer framleiðsla um- búða fram á þrem hæðum. Á fyrstu hæð eru framleiddir trékassar, á ann- arri hæð bylgjupappakassar og hinni þriðju smærri pappaumbúðir. í miðju hússins er stór móttöku- og af- greiðslusalur, sem er opinn upp úr, þannig að flytja má hráefni úr hon- um á hvaða hæð sem er. Er það gert með sérstökum lyftitækjum. Á þriðju hæð eru skrifstofur fyrirtæk- isins, en kaffistofur fyrir starfsfólkið eru á hverri hæð. Eru þær mjög vist- legar. F ramleiðslulýsing Trékassar. Framleiðsla þeirra fer fram á fyrstu hæð, sem að framan greinir. Hráefnið í kassana, innflutt- ur viður, er geymt úti í háum stöfl- um. Þaðan er það flutt á vörubifreið- um inn í móttökusalinn, þar sem ætíð er fyrir hendi nægilegt efni til að vinna úr, en í innri enda hans, inni undir hluta gólfs annarrar hæðar, sem gengur út í salinn, er geymslu- rúm fyrir efnið (viðinn). Úr þessu geymslurúmi eru plankarnir fluttir inn í vinnusal, þar sem kassarnir eru smíðaðir. Fyrst eru plankarnir færðir að sögunarvélum, sem sníða þá í hæfi- lega þykk borð, og eru þau síðan hefluð í heflivélum. Þegar því er lok- ið, eru borðin bútuð niður og rist í

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.