Iðnaðarmál - 01.03.1957, Blaðsíða 12

Iðnaðarmál - 01.03.1957, Blaðsíða 12
 IPiSÉÉÍ V : V ^ :: T. h. Bylgjupappa- kassi brotinn og lagS- ur saman. T. v.: Vél, sem brýtur, leggur og límir saman bylgjupappakassa. Aj- köst um 30 þúsund kassar á dag. sérstakri bútsög. Fyrst er sagaö á lengdina og borðunum síðan raðað saman og þau skorin í ákveðnar breiddir. Fara þær eftir því, hvaða afurðir á að geyma eða flytja í köss- unum, sem verið er að framleiða. Efninu, tilsniðnu og söguðu, er hlað- ið á sérstaka palla, sem flytja má í gaffalvögnum að plægingarvél eða þeim vélum, sem næst koma í fram- leiðslurásinni. Þá er efnið plægt sam- an til að rnynda stærri, samfelldari flöt í hliðar, gafla, botn eða lok. Ef eitthvað á að vera letrað á kassana, er næsta skrefið það, að prentað er á hina ýmsu hluta hans, en það er gert í sérstakri prentvél. Að því loknu eru hliðarnar negldar saman í neglivélum, en þær eru þrjár, og gegna hver sínu hlutverki við sam- setningu kassans. Hin fyrsta er notuð til að negla okana á gafla kassans, sú næsta neglir hliðarnar og hin þriðja botninn. Er þá kassinn tilbúinn til notkunar. Bylgjukassar. A annarri hæð eru bylgjupappakassar framleiddir. Eru þeir búnir til úr pappa, sem kemur í mismunandi stórum rúllum eftir því, hvaða kassastærð á að framleiða. Stærstu rúllurnar eru allt að smálest. Framleiðsla kassanna hefst í stórri vélasamstæðu, sem býr til bylgju- pappa úr kraftpappír. Er það gert úr þrem rúllum í einu. Miðlagið er bylgjað (rifflað) með gufuhituðum völsum, og ytri byrðin, sem eru úr sterkari kraftpappír en miðlagið, eru limd utan á það sitt hvorum rnegin. Á það sér þannig stað, að vals með lími á ber á bylgjur miðlagsins, sem mæta síðan ytri byrðunum, sem lím- ast fast við, þegar pappinn fer yfir heitar (gufuhitaðar) pönnur. Síðan AS límingu lokinni jer kassinn á milli tveggja belta, sem pressa lím- bandiS og jlytja kass- ann til búntunar. fer pappalagið, sem myndar sam- fellda lengd í vélunum, í gegnurn pressur, sem eru um 20 metrar að lengd, en þær eiga að tryggja, að líming sé haldgóð. Fyrir enda þeirra er hnífur, sem sker pappann niður í hæfilega langar plötur. Tilskornu pappaplöturnar eru því næst fluttar á vögnum að vélknúnum hníf, sem sker þær í viðeigandi pappakassa- stærðir og rnótar jafnframt fellingar í pappann eftir því, sem hann á að beygjast. Þá fara plöturnar í gegnum prent- og skurðarvél, þar sem prent- að er á þær og skorið upp í papp- ann, til þess að unnt sé að brjóta inn botnana. Kemur þá að lokastigi framleiðslunnar, sem er að brjóta, leggja og líma sarnan kassann á sam- skeytahorni hans. Er það gert í geysistórri vél, og eru hámarksafköst hennar um 30.000 kassar á dag. Að þessu loknu er kassinn tilbúinn til notkunar. Bylgjupappakassar eru aðallega notaðir utan um hraðfrysta fisk- pakka, smjör, smjörlíki og ýmiss konar iðnaðarframleiðslu. Öskju/ramleiðsla. Á þriðju hæð eru eingöngu framleiddar öskjur fyr- ir alls konar matvæli, svo sem fisk- afurðir til útflutnings og innanlands- notkunar, landbúnaðarvörur, svo IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.