Iðnaðarmál - 01.03.1957, Page 16

Iðnaðarmál - 01.03.1957, Page 16
NYTSAMAR NYJIJNGAR 1. mynd. Unnið með neglivél. Maðurinn hefur þumalfingur- inn á „gikknum“, sem stjórnar loftstreymi frá þjöppunni. Naglarnir berast eftir rennu niður í byssuna. Loftknúin neglivél sparar tíma og eykur aiköst Með loftknúinni neglivél hafa tré- smiðir þeir, sem starfað liafa við að leggja þak á geysistórri verksmiðju í Los Angeles, rekið 100 nagla hver á mínútu í 1"X6" fjalir og fest 5000 ferfeta þakflöt á 8 klst. vinnudegi. Hin loftknúna neglivél (sjá 1. mynd) er aðeins 15 kg að þyngd, og eru helztu hlutar hennar þessir: handfang, geymsluhólf fyrir nagla, naglabyssa og ístað, sem smiðurinn smeygir fæti í. Geymsluhólfið er flat- ur kassi með loki á hjörum, og tekur það 400—600 nagla allt eftir stærð. Á 2. mynd sésl loftþjappan, sem framleiðir 12 rúmfet af lofti með um 2. mynd. Þennan stóra þakflöt festi einn maður með neglivél- inni. 6þó kg þrýstingi á m2. Frá þjöpp- unni að handfangi neglivélarinnar liggur um 30 metra löng slanga. Smiðurinn heldur vélinni fastri með fætinum, lyftir handfanginu og ýtir því síðan niður. Þegar hand- fanginu er lyft, fellur nagli úr geymsluhólfinu niður í rennu. Þegar handfanginu er þrýst niður aftur, lendir naglinn í byssunni, og rekur hún hann óðar á kaf. Vél þessi sparar að sjálfsögðu bæði tíma og byggingarkostnað, ekki sízt, ef um stórar verksmiðju- eða íbúðarbyggingar (t. d. ,,blokkir“) er að ræða, þótt eigi sé hún eins heppileg við minni hús. Úr „Plant Engineering“, jan. 1952, bls. 61: „Compressed Air Takes Hammer out of Nailing". O.T.S., M.S.A. 56 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.