Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 10
4. Jafnleiki þráðar er venj ulega at- hugaður á þann hátt, að garnið er undið með jöfnu millibili á spjald, sem er hvítt öðrum megin, en svart hins vegar. Koma þá misfellur á garn- inu í ljós. 4. mynd. Jafnleikamœlir Ef ákveða á jafnleikann í %, er notað mjög margbrotið tæki, sem rit- ar gildleika þráðarins sjálfkrafa á pappírsræmu. Mælingar á dúk Þær mælingar, sem fyrst og fremst eru gerðar á dúk, eru: Þungi á fer- metra, breidd, vefnaðargerð, þykkt, togþol, slitþol og hvort efnið hleypur við pressun. Þar að auki er — ef þess er óskað — mæld einangrunarhæfni (hlýindi), vindþéttleiki, regnþol, stífleiki og krumpun ásamt eiginleikum hráefn- anna. nákvæmlega, að varan liggi alveg slétt án allrar spennu. Vefnaðargerðin er mjög veigamik- ið atriði og er athuguð með því að rekja efnið í sundur þráð fyrir þráð. Talinn er fjöldi uppistöðuþráða og ívafsþráða á 10 cm efnis. Grófleiki og snúður uppistöðu og ívafs mældur. Vinnsluaðjerðin er athuguð um leið. Má með þessu gera sér grein fyr- ir hegðun efnisins í saumaskap og svo í notkun. Er augljóst, að eiginleikar grófrar, léttofinnar einskeftu eru allt aðrir en fínspunnins, þéttofins vað- máls. Þykkt ejnis er mæld með þykktar- mæli. Er hann þannig, að efnið er lát- ið undir skífuna a (sjá 5. mynd — 5. mynd. Þykktarmœlir þykktarmæli), sem þrýstir með á- kveðnum þunga á flötinn b. Vísirinn á mæliskífunni sýnir þá þykktina. Það er nauðsynlegt að athuga þykktina, því að öðru jöfnu eru hlý- indi efnis í beinu hlutfalli við hana. Togþolið er mælt þannig, að klippt- ar eru ræmur 1^4" breiðar og 6" langar. Síðan eru yztu þræðirnir var- lega raktir úr, þar til eftir er nákvæm- lega 1" breitt efni. Ræma þessi er svo spennt milli klemmnanna K] og Ko á togþolsmælinum (sjá 3. mynd ■—-tog- þolsmæli). Taka verður minnst 10 prófanir. Togþolið verður að mæla bæði fyrir uppistöðu og ívaf. Slitþolið gefur til kynna, hve end- ingargóð flíkin verður, sérstaklega við olnboga og hné. Efnið, sem prófa á, er spennt á hringplötuna b (sjá 6. mynd — slit- þolsmæli), en á plötuna a er sett á- kveðið prófað efni. Er þar oftast not- aður fínn sandpappír af ákveðinni gráðu. Plöturnar a og b hreyfast fram og aftur í 90° horni hvor við aðra, teljarinn T telur, hve oft. Má stilla hann til að stöðva vélina eftir ákveð- inn fjölda hreyfinga. Það er ýmist, að nuddað er, þar til efnið er gatslitið, eða þá að stillt er á fyrirfram ákveðna tölu og efnið síðan prófað í þrýsti- mæli. A þennan hátt er hægt að fá samanburð við eitthvert ákveðið efni, en mælikerfi eða stöðlun á þessum mælingum er ekki til enn. Svo eru litirnir á vörunum ekki hvað sízt veigamikið atriði. Er þá að- allega athugað Ijósþol, þvottaþol, vatnsþol og nuddþol litanna. En hér verður ekki farið nánar út í það. Þungi efnis á fermetra er mældur þannig, að klippt er eða stönsuð ná- kvæmlega rétthyrnd pjatla og hún síð- an mæld og vegin. Fæst þá flatarmálið og þunginn. Breiddin er mæld þannig, að strang- inn er lagður á borð, sem verður að vera töluvert breiðara en stranginn. Við mælingarnar er svo notað mæli- prik, sem er lengra en breidd efnisins. Taka verður minnst 5—10 mælingar, dreift yfir lengdina. Athuga verður 6 6. mynd. Slitþolsmœlir

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.