Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 23
Verður innflytjendum byggingarefn- is, byggingarefnasölum og framleið- endum hér á landi gefinn kostur á að taka á leigu sýningarbása í þessu hús- næði félagsins og sýna þar það, sem á boðstólum er hverju sinni. Upplýsingamiðstöðin verður opin á tímanum kl. 1—6 e. h., að minnsta kosti 11 mánuði ársins. Verður að- gangur ókeypis og öllum heimill, og allar upplýsingar eru sömuleiðis veitt- ar ókeypis. Formaður Arkitektafélagsins er Gunnlaugur Halldórsson. Hlutabréf í „innréttingum" Skúla Iðnaðarmálastofnuninni hefur bor- izt að gjöf frá Þjóðskjalasafni Islands Ijósprentað eintak af hlutabréfi í fyrsta islenzka hlutafélaginu, „innrétt- ingum“ Skúla Magnússonar. Hluta- bréfið var ljósprentað í tilefni Iðn- sýningarinnar 1952. I bréfi, sem fylgir gjöfinni, segir svo: „... Frumritið er geymt í biskups- skjalasafni Þjóðskjalasafns Islands (í pakkanum „Skjöl um báða biskups- stóla 1724—1798“, en hann ber merk- ið A VII, 21). í prentaðri skrá um biskupsskjalasafn (Rvík 1956, bls. 100) segir um frumritið: „I þennan pakka (þ. e. A VII, 21) er lagt hluta- bréf Olafs biskups Gíslasonar í „inn- réttingum“ Skúla Magnússonar land- fógeta 1752, eina hlutabréf þeirra, sem vitað er að til sé í frumriti.“ Ólafur Gíslason (f. 7. des. 1691, d. 2. jan. 1753) var biskup í Skálholti frá 1747 og til dauðadags. — Þeir, sem undir bréfið rita, eru: Skúli Magnússon landfógeti (f. 12. des. 1711, d. 9. nóv. 1794), Þorsteinn Magnússon sýslumaður í Rangárvalla- sýslu (f. 2. febr. 1714, d. 20. júní 1785), Bjarni Halldórsson sýslumað- ur í Húnavatnssýslu (f. í apríl 1703, d. 7. jan. 1773) og Brynjólfur Sig- urðsson sýslumaður í Árnessýslu (f. 4. des. 1708, d. 16. ágúst 1771).“ IMSl kann Þjóðskjalasafninu góða þökk fyrir gjöf þessa. S. B. Tæknifræðsla fyrir trésmiíi Að ósk Trésmiðafélags Reykjavík- ur eru ráðgerðir nokkrir fyrirlestrar fyrir trésmiði á vegum IMSl og í samvinnu við Verkfræðingafélag Is- lands. Fyrsti fyrirlesturinn var fluttur 23. febr. s.l. af Sigurði S. Thoroddsen verkfræðingi, og fjallaði hann um vinnuteikningar og málsetningu. Um 140 trésmiðir sóttu fundinn. Aðrir fyrirlestrar, sem eru ráðgerð- ir, eru þessir: 9. marz. Haraldur Ásgeirsson verk- fr.: Einangrun húsa. 23. — Gústaf E. Pálsson verkfr.: Steinsteypumót o. fl. 6. apríl. Ólafur Jensson verkfræð.: Mátkerfi fyrir byggingar- iðnaðinn. 20. — Þórður Runólfsson örygg- ismálastj.: Öryggi í bygg- ingariðnaði. Mikill áhugi virðist vera meðal tré- smiða á fræðslustarfsemi þessari, og verður henni væntanlega haldið á- fram næsta vetur. Þess má geta, að margir fundarmanna, sem sóttu fyrsta fundinn, gerðust áskrifendur að Iðn- aðarmálum. S.B. XIII. Alþjóðaráðstefna um atvinnusjúkdóma og heilsu- vernd á vinnustöÓum Þrettánda alþjóðaráðstefnan um at- vinnusjúkdóma, sem tilkynnt var um hér í blaðinu, 4. tölubl. ’58, verður haldin í New York, í Waldorf Astoria hótelinu, 25.—29. júlí 1960. Framkvæmdanefnd mótsins gefur þeim, er sækja vilja ráðstefnuna, kost á að legga fram ritgerðir eða erindi til birtingar á henni. Dagskráin verð- ur einkum helguð umræðum um eftir- farandi atriði, sem varða atvinnusjúk- dóma: 1. Tilhögun og stjórn framkvæmda. 2. Lyflækningar. 3. Handlækningar. 4. Fræðsla og þjálfun. 5. Félagsleg og lagaleg sjónarmið. 6. Aðbúnaður og hollustuhættir í umhverfinu. 7. Áhrif umhverfis á heilsuna. 8. Vinnan, lífeðlisfræðilega og sál- fræðilega séð. 9. Sérstakar iðngreinar. 10. Almennt. Þeir, sem óska að birta ritgerðir eða erindi um ofangreind atriði, snúi sér til Jóns Sigurðssonar borgarlækn- is, Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýsingar. Frá IðnfræÖsluráíii IMSI hefur borizt skýrsla Iðn- fræðsluráðs um tölu iðnnema hér- lendis í árslok 1958. í skýrslunni seg- ir, að í árslok 1958 hafi 979 nemend- ur verið á námssamningi í 41 grein í Reykjavík á móti 1027 í árslok 1957 og 1078 í árslok 1956. Annars staðar á landinu voru nú 645 iðnnemar, en 630 við árslok 1957 og 618 í árslok 1956. Heildartala iðnnema, sem fengið hafa staðfestan námssamning, er nú 1624 á öllu landinu, en var 1657 árið á undan. Hefur iðnnemum þvi fækk- að lítils háttar á árinu 1958, en sam- kvæmt fenginni reynslu má gera ráð fyrir, að 50—60 námssamningar við nemendur, sem hófu iðnnám síðast á s.l. ári, hafi verið ókomnir til staðfest- ingar um áramót. Sennilegt má telja, að iðnnemar á öllu landinu séu nú sem næst 1700 í 41 iðngrein. Löggilt- ar iðngreinar munu nú vera 60 tals- ins, og eru því engir nemendur í 19 iðngreinum, en þær eru: Beykisiðn, feldskurður, gaslagning, hattasaum- ur, eirsmíði, klæðskurður kvenna, kökugerð, leirkerasmíði, leturgröftur, mjólkuriðn, mótasmíði, myndskurð- ur, netagerð, reiða- og seglasaumur, reiðtygja- og aktygj asmíði, stein- smíði, sútaraiðn, tágaiðn og vagna- smíði. IÐNAÐARMÁL 19

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.