Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 21

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 21
ÁÆTLUN NR. 5/38: Míðlun upplýsínga um NÝJUNGAR í VÖRUDREIFINGU Eins og mörgum er kunnugt, tíðk- ast það nokkuð erlendis að gefa út svonefnda „abstracts“, þ. e. útdrætti úr tímaritagreinum. Hlutverk þeirra er að veita lesand- anum yfirsýn í fljótu bragði yfir greinar, sem birtast um þau mál, sem „abstraktinn11 er helgaður. Dæmi um útdrætti af þessu tagi er að finna í Tæknibókasafni IMSÍ, t. d. World Fisheries Abstracts og Chemical Ab- stracts. Fylgja jafnan nákvæmar upp- lýsingar um hina upprunalegu heim- ild, svo að menn geti aflað sér frekari fróðleiks, þegar þess er óskað. EPA er nú að fara af stað með út- drætti úr greinum um nýjungar í markaðsmálum og drei.jingu, og er gert ráð fyrir, að þeir komi út mán- aðarlega. Til að vekja athygli á þessari nýj- ung birta Iðnaðarmál hér tvö þýdd sýnishorn útdráttanna, eins og þeir eru fyrirhugaðir. Blöð, sem áhuga kynnu að hafa á að hagnýta sér þjón- ustu EPA á þessu sviði, ættu að snúa sér til IMSÍ. 5_ j5 Vöruúrval hjá nýlenduvöruheildsölum (Samband norskra nýlenduvöruheildsala, Oslo 1957). Höfuðtilgangur rannsóknar þeirr- ar, er framkvæmd var með greiningu á vöruúrvali 28 nýlenduvöruheild- verzlana í Noregi, var sá að gera ljósa grein fyrir samsetningu heildsölu- birgðanna í nýlenduvörum. Einnig var leitazt við að fá glögga vitneskju um hlutfallslega og beina þýðingu hinna ýmsu vörutegunda, að því er varðar ágóða- og söluhæfni þeirra, miðað við heildina. Endanlegt mark- mið þessarar rannsóknar var að leggja raunverulegan grundvöll að hagræðingu, er hægt yrði að byggja á til frambúðar. Samdráttur í vöruúr- vali, sem framkvæmdur er með því að takmarka tegundirnar innan ákveð- inna vöruflokka, gerir starfið einfald- ara, bæði í vörugeymslunum og á skrifstofunum, eykur afkastagetuna og lækkar kostnaðinn. Hann er einnig mikilsverður með tilliti til samvinn- unnar við smásala og innflytjendur. Rannsóknin leiddi í ljós, að í Nor- egi reyndust 55—60% af heildarsöl- unni í þessari grein innfluttar vörur (kaffi, te, ávextir, krydd, sykur o. s. frv.), en 88,4% af fjölda vörutegund- anna reyndist innlend iðnaðarvara. Það kom einnig í ljós, ef litið var á hlutdeild hverrar vöru í heildarsöl- unni, að 15—20% af vöruflokkunum reyndust standa undir 90—95% af heildarsölu og brúttó ágóða. Með öðr- um orðum: 80—85% af vöruflokkun- um gáfu aðeins af sér 5—10% brúttó ágóða. Án þess að greindar séu nákvæm- lega þær afleiðingar, er fækkun vöru- tegunda hefur í för með sér, verður ljóst, að fullkomna hugmynd um, hvar takmörkin skuli sett fyrir slíkum samdrætti, geta menn aðeins gert sér með nákvæmri rannsókn á vörupönt- unum og viðskiptasamböndum innan hlutaðeigandi verzlunargreinar. Skýrsla um ofangreinda rannsókn, „Sorti- mentet innenfor engroshandelen med kolo- nialvarer", er til í Tæknibókasafni IMSÍ. „Greitt og tekið" — Ný aSferð við vörudreifingu (Skýrsla, byggð á athugunum, er gerðar voru á vegum Rannsóknarstofnunar sænskra stórkaupmanna, Stokkhólmi). Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófust miklar framfarir í matvælaiðnaði Bandaríkjanna. Vegna harðrar sam- keppni urðu bæði stórkaupmenn og smásalar að lækka rekstrarkostnað sinn. Ein af þeim aðferðum, er stór- kaupmenn beittu í þessu skyni, var sú að setja á stofn nokkurs konar sjálfs- afgreiðslu fyrir smákaupmenn, og var þessi söluaðferð nefnd „Greitt og tek- ið“ (Cash and Carry). Aðferðin byggðist á þeirri hugmynd að gera litlum smásöluverzlunum kleift að kaupa inn á sama hagkvæma verðinu og stærri smásöluverzlanir njóta, er keypt geta miklar vörubirgðir í einu. Þessu marki skyldi náð með því að draga úr þjónustu stórkaupmannsins. Söluaðferðin „Greitt og tekið“ er enn hagnýtt í Bandaríkjunum á sama hátt og í byrjun. Smásalinn gerir pöntun sína símleiðis til stórkaup- mannsins, og eru þá vörutegundir þær, sem pöntunin tilgreinir, teknar niður úr hillum vörugeymslunnar og safnað saman á einn stað. Síðan kem- ur smásalinn og tekur vöruna í sínar hendur, borgar hana út í hönd og flyt- ur hana sjálfur heim í verzlun sína. Fyrir nokkrum árum fóru um 3% af matvælaheildsölu fram með þessum hætti, en í dag um 2%. í janúar 1956 var fyrsta heildverzl- unin með þessu sniði stofnsett í Sví- þjóð, og árið 1958 hafði þeim fjölgað í 25. Sænska aðferðin uppfyllir betur en hin ameríska þau skilyrði, sem táknuð eru með orðunum „Greitt og tekið“. Smásalinn sér þar ekki aðeins um pöntun og flutning vörunnar, heldur tekur hann vörutegundirnar sjálfur niður úr hillum stórkaupmannsins og borgar að sjálfsögðu út í hönd. Talið er, að þessi aðferð lækki kostnað stórkaupmannsins um það bil sem hér segir: IÐNAÐARMÁL 17

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.