Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Iðnaðarmál - 01.01.1959, Blaðsíða 24
1*1 *» m wJLWÆJti ASAFK IÐNAÐARMÁLASTOFNUNAR ISLANDS IÐNSKÓLAHÚSINU — SKÓLAVÖRÐUTORGI PÓSTHÓLF 160 — SÍMAR: 1 9 8 3 3 — 3 4 Frá 1. apríl gildir eítirfarandi: ÚTLÁNSTÍMI safnsins er kl. 4:30 til 7 e. h. þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 4:30 til 9 e. h. mánudaga og miðvikudaga LESSTOFA safnsins er opin á vanalegum skrifstofutíma og útlánstíma INNGANGUR BÓKASKRÁR TÆKNIBÓKASAFNS IMSÍ. sem kemur út í apríl: í fámennu landi eins og íslandi, þar sem flest atvinnufyrirtæki eru mjög lítil á alþjóðamælikvarða, er oftast of kostnaðar- samt að halda uppi víðtækri rannsóknarstarfsemi til að bæta framleiðsluvöru þeirra. Er því mjög nauðsynlegt atvinnulífi voru, að vér fylgjumst vel með rannsóknum og tækniframþróun annarra og stærri þjóða, sem eru lengra á veg komnar í tækni og iðnaði, og hagnýtum reynslu þeirra. Einfaldasta og ódýrasta leiðin til þessa er að afla sér tæknilegra rita og bóka, sem hafa að geyma upplýsingar um, hvað hefur verið gert annars staðar á sviði tækni og framleiðslu. Bókakostur Tæknibókasafns IMSÍ hefur verið valinn með þetta fyrir augum, enda eru yfir 80% af bókum safnsins í þeim flokki, sem fjallar um hagnýt vísindi, framleiðslu og verkfræði: um 10% fjalla um náttúruvísindi (stærðfræði, efnafræði. eðlis- fræði o. fl.); þá eitthvað minna um hagfræði, verzlun og þess háttar, og lítilsháttar af bókum annars eðlis. Nú eru rúmlega 2000 bækur í safninu og flestar þeirra nýjar. Skrá þessi, sem gerð hefur verið yfir allar bækur og rit Tæknibókasafns IMSÍ, er ætluð notendum safnsins til að auðvelda þeim að finna í ró og næði, hvort heldur sem er heima hjá sér, á vinnustað eða í safninu, þær bækur, sem geta komið þeim að gagni við starfsemi þeirra. Á hverju ári verður síðan gefin út viðbótarskrá yfir þær bækur, sem bætast í safnið. Til að auðvelda mönnum afnot af safninu hefur opnunartími þess verið lengdur fram yfir vanalegan skrifstofutima og sér- stakur bókavörður ráðinn hluta úr degi til þess að annast afgreiðslu. Iðnaðarmálastofnunin vonast til, að hin bætta þjónusta við gesti safnsins, sem felst í lengri opnunartíma og útgáfu þessarar bókaskrár, megi stuðla að auknu notagildi safnsins fyrir íslenzkt atvinnulíf.

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.