Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 2

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 2
Tæring og tæringarvarnir á heitavatnslögnum Nýtt pit frá Rannsóknastofnun iönaöarins í 1. tölublaði Iðnaðarmála 1971 birtist grein eftir Asbjörn Einarsson og Gunnlaug Elísson um tæringu eir- röra í kaldavatnslögnum. I framhaldi af þessari grein hefur Rannsókna- stofnun iðnaðarins nú gefið út fjöl- ritað hefti um málmtæringu í lögnum fyrir súrefnisríkt heitt vatn. í fjölriti þessu er tæringu járns lýst í einföldum dráttum og getið um ýmsar aðstæður, t. d. vatnshita, sem áhrif liafa á tæringarhraðann. Rætl er um tæringarviðnám mismunandi rörategunda, þ. e. a. s. svartra járn- röra, galvaníseraðra stálröra, eirröra og ryðfrírra stálröra, og hvað helzt beri að varast í sambandi við notkun þeirra. Mest áherzla er lögð á efnis- val og tæringarhættu í vatnslögnum, þar sem gormhitageymir eða svipað kerfi er notað til að hita upp kalt vatn, eins og sýnt er á 1. mynd. þessar lagnir eru nú einkum notuð galvaníseruð stálrör hér á landi, en í þeim er mjög hætt við pyttatæringu, 2. mynd. ef hitastig vatnsins fer yfir 60—65°C og vatnið er súrefnisríkt. Hafa víða orðið tæringarskaðar af þessum völd- um, og sýnir 2. mynd hluta af gal- vaníseruðu röri, sem tærzt hefur vegna þess, að vatnshitinn var of hár. Einnig er getið um, hvers vegna gal- vanísering á rörum kemur einkum að gagni í hörðu vatni, en síður í mjúku vatni, eins og hér á landi. Breytt efn- isval getur oft haft úrslitaþýðingu við ofangreindar aðstæður, og eru í rit- inu settar fram tillögur um notkun eirröra eða ryðfrírra stálröra í slík kerfi og kostir þeirra og gallar rædd- ir. Getið er þeirra aðferða, sem notað- ar eru erlendis á gormhitakerfum, þar sem galvaníseruð rör eru þegar farin að tærast að nokkru. Þessi úr- ræði, t. d. notkun álskautsstraum- varnar, eru þó venjulega ekki talin nothæf hér á landi vegna þess hve hátt viðnám vatnsins er, en athugun á þessu máli er fyrirhuguð hjá Rann- sóknastofnun iðnaðarins. Stuttlega er rætt um miðstöðvar- lagnir og hitaveitur, einkum með til- Framh. á 45. bls. heitt neyzluvatn Eldhús 1. mynd. Lögn fyrir heitt neyzluvatn, þegar spíralhitadunkur (eða forhitari) er notaður. (Opið kerfi). 34 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.