Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 6

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 6
Athuganir st vindhraða og vindálagi á islandi eftir dr. Óttar P. Halldórsson, verkfræðing og Ögmund Jónsson, verkfræðing Ögmundur Jónsson er fæddur 1910 í Reykja- vík, lauk prófi í byggingaverkfræði í Berlín 1937, starfaði í Þýzkalandi og Sviss 1937—47, en síðan lengst af hjó Almenna bygginga- félaginu hf. í Reykjavík, síðast sem fram- kvæmdastjóri verkfræðistofu þess. Óttar P. Halldórsson er fæddur 1937 á ísa- firði, lauk MS-prófi í byggingarverkfræði 1963 og PhD-prófi 1966 frá University of Wisconsin, Madison, Wis. Hann hefur starfað hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins síðan. Að undanförnu liafa tveir verkfrœð- ingar, þeir dr. Ottar P. Halldórsson og Ögmundur Jónsson, unnið á veg- um byggingatœkniráðs IMSI að und- irbúningi íslenzks staðals fyrir álag á byggingar. Meðal verkefna þeirra er að leita grundvallar að íslenzkum staðli fyrir vindálag á byggingar. I samvinnu við Veðurstofu íslands, einkum veðurfrœðinganna Öddu Báru Sigfúsdóttur og Flosa Hrafn Sigurðsson, hefur þegar nokkur undirbúningsvinna og gagnasöfnun verið gerð. Hér á eftir er gerð nokk- ur grein fyrir athugunum þessum. 1. Inngangui Notálag bygginga hefur verið samræmt víða um heim, enda er slíkt álag óháð staðsetningu mannvirkis- ins. Ymislegt annað álag, t. d. svo- kallað náttúruálag, verður að meta með sérstöku tilliti til veðráttu og annarra séreinkenna umhverfisins, og má þar nefna álag vegna vinda, snjóa og jarðskjálfta. 1 mörgum nágrannalöndum er um þessar mundir talin hrýn nauðsyn á endurskoðun vindstaðla. Ymsar or- sakir liggja til þess. Þekking á loft- streymisfræði hefur aukizt mjög mik- ið á síðustu áratugum og því fengizt gleggri vitneskja um það, hvernig vindálagi er háttað. Einnig hafa hús- byggingahættir breytzt. Byggingar- efni og byggingarlag húsa, sem hafði verið litið breytt um aldaraðir, er að hverfa úr sögunni og annað að koma til. í hinum fyrri háttum og efnum var notfærð löng reynsla, sem veitti öryggi oft fram yfir það nauðsyn- lega. Nákvæmni burðaþolsreikninga hefur aukizt og leitt til þess, að hægt er að „ganga nær“ hurðarþoli bygg- ingarefna, en um leið hefur umfram- öryggið minnkað. Af þessu leiðir, að nú orðið skiptir meira máli en áður að leggja rétt mat á vindálagið. Þá hafa tj ón af völdum hvassviðra verið könnuð með mun ýtarlegri hætti en áður, enda má af þeim draga marg- víslegan lærdóm. Víða hefur þeirri spurningu verið varpað fram, hvort grunnstærðir vindálags væru ekki of lágar. Til skamms tíma hefur ástreymisþrýst- ingur vinds verið miðaður við vind- hraða skv. hraðamælum, er gáfu til kynna meðalvindhraða á 5—10 mín. tímalengd. Það er löngu vitað, að í styttri hviðum er mun meiri vind- hraði, en skort hefur á nægilega við- bragðsfljót mælitæki, sem mældu hraða á nokkra sek. bili. Slík tæki eru nú tiltæk og stöðugt notuð á veð- urathugunarstöðum, t. d. í Englandi og Þýzkalandi. Árafjöldinn, sem reglulegar mælingar af þessu tagi ná til, er þó hvergi mikill og athugunar- staðir eru tiltölulega fáir, en fjölgar stöðugt. Sums staðar hafa athuganir sýnt, að vindálag sem heildarálag á burðarvirki hefur ekki verið van- metið, en álagið á einstaka bygging- arhluta, þ. e. dreifing vindálagsins, þarfnast endurskoðunar. Hér er aðal- lega um að ræða átök vegna iðu- myndunar á flöt þök og næst vegg- og þakbrúnum. Einnig hefur yfir- og undirþrýstingur inni í byggingum verið vanmetinn. Hinir breyttu bygg- ingarhættir eru hér þungir á metun- um. Veggir og þök eru nú úr veiga- 36 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.