Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 9

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 9
gert, leiðir í ljós, að litlar sem engar skýrslur liggja fyrir hérlendis um tjón af þessu tagi. Úr þéttbýli er nokkur vitneskja, einkum s.l. fimm ár, en um tjón vegna hvassviðra til sveita er minna vitað. Frá nágrannaþjóðum okkar, bæði austan hafs og vestan, berast oft fréttir um gífurlegt eignatjón af völd- um hvassviðra. Haustin 1967 og 1969 geisuðu um Suður- og Mið-Svíþjóð miklir stormar og ollu stórfelldu tjóni. Haustið 1967 voru 20.000 ein- stök tjón tilkynnt í Sviþjóð, og tjóna- bætur námu 50—55 millj. sænskra króna (900—1000 millj. ísl. kr.). Haustið 1969 varð enn meira eigna- tjón af völdum storma í Svíþjóð, og námu tjónabætur um 200 millj. sænskra króna (3500 millj. ísl. kr.). Er talið, að um 65% bótaupphæð- anna væru vegna tjóna á húsabygg- ingum (1). Ytarlegar skýrslur um óveður þessi og afleiðingar þeirra hafa nú birzt, og er margvíslegan fróðleik þar að finna (2, 3, 4). Eitt mesta ofviðri í þéttbýli hér- lendis á undanförnum árum gekk yfir Akureyri 5. marz 1969. Mesta vind- hraða í því veðri tókst ekki að mæla, þar eð vindmælir, sem mælir 10 mín. meðalvind, fór úr sambandi, áður en veðurhæðin náði hámarki, að því er lögregluskýrslur herma. Mest sýndi mælirinn 33 m/sek. Eignatjón í of- viðrinu nam á annan tug milljóna króna, en alvarleg slys urðu ekki á mönnum, sem betur fer. Mestar skemmdir urðu á þökum. Eitt þak tók af í heilu lagi, en það var á verksmiðjuhúsi Lindu hf. Járn- plötur tók víða af húsþökum og ollu skemmdum, þar sem þær komu nið- ur. Tilkynnt var um skemmdir á 83 húsum, þar af rúðubrot í a. m. k. 45 húsum, og voru þakplötur víða valdar að því, en ekki er vitað, í hve mörg- um tilfellum rúður brotnuðu vegna vindálagsins eins. Þá skemmdust yfir 40 bílar í veðrinu. Auk tjóns á þökunum sjálfum hef- ur mikið eignatjón því hlotizt af braki úr þökum, sem borizt hefur með vindinum, en manntjón getur vissulega einnig hlotizt af slíku. Fyrir fimmtán árum vakti Sigurð- ur Thoroddsen verkfræðingur athygli á því, að nauðsyn væri á, að íslend- ingar settu sína eigin vindstaðla (5). Benti hann réttilega á, að hvassviðri væru mun meiri hér á landi en í flest- um nágrannalöndunum og tjón af völdum hvassviðra væru alltof tíð. 3. Vindhraðamælmgar Vindhraði er ýmist mældur í hnút- um eða metrum á sekúndu (1 hnút- ur = 1853 m/klst. eða 0,515 m/sek.). Gerður er greinarmunur á meðalvind- hraða og hviðuvindhraða. Meðal- vindhraði er meðalhraði vindsins á tilteknu tímabili, oftast 10 mínútum, en hviðumælar sýna hins vegar hæsta augnabliksgildi vindhraðans (yfir 3 —5 sek.). Alls eru nú á íslenzkum veðurstöðvum um 20 meðalvind- hraða- og 5 hviðumælar. Samband vindhraða og þess þrýst- ings, sem vindurinn veldur, ástreym- isþrýstingsins, er sem næst q = v2/16 þar sem q er ástreymisþrýstingurinn í kg/m2 og v er vindhraðinn í m/sek. Þrýstingurinn vex því í hlutfalli við kvaðrat vindhraðans. Til skýringar er Beaufort vindstig- inn birtur í töflu I ásamt sambandi vindstiga og vindhraða í m/sek. í miklu aftakaveðri, sem geisaði í Reykjavík þann 12. jan. 1942, varð nokkurt tjón á mannvirkjum, þó að hvergi sé getið um meiri háttar tjón. Samkvæmt frásögn brezku herveður- stofunnar á Reykjavíkurflugvelli mældust þar þá 56 m/sek. og er þetta mesti vindhraði, sem mælzt hefur hér- lendis. Þó er óvíst um staðsetningu og tegund vindmælis þess, sem not- aður var, og ættu tölur þessar því að takast með nokkurri gát. í töflu II er gert yfirlit yfir mestu hvassviðri í Reykjavík á árunum 1948—1970. TAFLA II Mesti vindhraði í Reykjavík á tímabilinu 1948—1970 skv. mœlingum Veðurstoju íslands Ár Dags. Mesti 10 mín. meðalvindur m/sek Mesta hviða m/sek 1948 29/10 37 44 1948 17/12 36 41 1952 5/1 34 44 1952 7/1 34 46 1952 13/1 36 44 1953 3/4 33 37 1953 16/11 33 44 1953 30/12 34 42 1954 21/2 34 41 1966 29/1 36 44 Til samanburðar eru í töflu III sýndar niðurstöður vindhraðamæl- inga í ofviðrunum í Svíþjóð 1967 og 1969. IÐNAÐARMÁL 39

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.