Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 11
inn er mat veðurathugunarmanna.
Greinargerð Veðurstofunnar fylgir
hér á eftir sem fylgiskjal, og vísast
til hennar um nánari upplýsingar í
þessu sambandi. Af 1. mynd má sjá
í stórum dráttum, hverjar líkur eru
á hvassviðrum (10 vindstigum eða
meira) í hinum ýmsu landshlutum.
Greinilegt er, að við suðurströnd
landsins eru hvassviðri tíðust. A 10
—25 km breiðu belti við suðurströnd-
ina virðist mega vænta 10—12 daga
að meðaltali á hverju ári, þar sem
veðurhæð nær 10 vindstigum eða
meira. A Stórhöfða í Vestmannaeyj-
um mælast hvassviðri oftast, með um
80 daga á ári, sem veðurhæð nær
10 vindstigum eða meira. Á norðan-
verðum Vestfjörðum er einnig mjög
hvassviðrasamt, og eru 10 vindstig
eða meira að jafnaði áætluð 16 sinn-
um á Hornbjargi og 22 sinnum í
Æðey á Isafjarðardjúpi.
í innsveitum er yfirleitt lygnara.
Eins og 1. mynd sýnir, er varla um
staði að ræða á landinu, sem liggja
25 km frá strönd eða meira, með
fleiri en 5—6 rokdaga (10 vindstig
eða meira), fyrr en komið er inn á
hálendi landsins. Á Hveravöllum í
642 m hæð yfir sjó mælast hins vegar
17 rokdagar, en nánari vitneskja um
tíðni hvassviðra svo fjarri byggð er
ekki fyrir hendi.
Þótt tíðni storma sé í aðalatriðum
sú, er ofan greinir, er vel kunnugt,
að á vissum svæðum eru óvenju mik-
11 hvassviðri, og ber að gefa þeim
sérstakan gaum. Væri ekki óeðlilegt,
að byggingaryfirvöld gerðu þar sér-
stakar kröfur um frágang mann-
virkja.
4. Staðalkröfur
Til þessa hafa engir íslenzkir staðl-
ar verið gerðir um vindálag.
íslenzkir verkfræðingar hafa flest-
ir sótt menntun sína til annarraþjóða.
Fyrrum voru íslenzkir verkfræðingar
að mestu menntaðir í Danmörku, en
á síðari árum hefur þetta breytzt all-
verulega, og hafa nú fjölmargir verk-
fræðingar lokið námi í hinum ýmsu
löndum Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
unum.
Greinarhöfundum þótti rétt að
kanna meðal starfandi verkfræðinga,
hvaða álagsgildi vinds þeir notuðu
við hönnun mannvirkja. Var sendur
út spurningalisti og menn beðnir að
tilkynna, hvaða álag þeir notuðu við
útreikninga, og var könnunin látin
ná yfir bæði vindálag, snjóálag og
jarðskjálftaálag. Svör bárust frá 19
aðilum, og eins og við má búast,
urðu þau margvísleg. Niðurstöður,
er varða vindálag, má flokka eins og
sýnt er í töflu IV. Um helmingur
þeirra, er svöruðu, nota norræna
vindstaðla í einhverri mynd, en all-
margir nota strangari kröfur en Norð-
urlandastaðlar gera. Allmargir styðj-
ast við DIN, margir þó með harðari
kröfum.
TAFLA IV
Könnun meðal íslenzkra verkfrœðinga
á notuðum álagsgildum fyrir vindálag
Grunngildi vindálags í 10 m hæð, kg/m2 Fjöldi
110 og minna 12
120—150 6
160—180 1
19
Vindstaðlar hinna Norðurlanda-
þjóðanna eru nokkuð líkir innbyrðis,
og er í sænskum stöðlum t. d. miðað
við vindhraðann 40 m/sek. við
strönd (100 kg/m2) og 36 m/sek.
í innsveitum (80 kg/m2) sem 50 ára
viðmiðunargildi í 10 m hæð. I töflu
II eru sýnd hæstu hviðugildi, sem
mælzt hafa í Reykjavík á árunum
1948 til 1970, og má sjá, að 9 sinnum
hefur hviðugildi vindhraða farið yf-
ir 40 m/sek. á því tímabili. Ljóst er
því, að kröfur sænsku vindstaðlanna
eru ekki nógu strangar við þær að-
stæður. í greinargerð Veðurstofunn-
ar er sú ágizkun sett fram, að mesti
vindhraði, sem vænta megi einu sinni
á 50 árum, sé um 100 hnútar við
ströndina (51,5 m/sek., samsvarandi
166 kg/m2) og um 90 hnútar í inn-
sveitum (46,3 m/sek., samsvarandi
134 kg/m2). Ekki verður á þessum
vettvangi tekin endanleg afstaða til
þessa.
5. Lokaorð
Augljóst er, að forsenda fyrir regl-
um um vindálag við útreikninga á
mannvirkjum eru niðurstöður lang-
tímamælinga á vindhraða.
Nágrannaþjóðir hafa lagt siaukna
áherzlu á vindhraðamælingar á und-
anförnum árum, bæði vegna mann-
virkjagerðar og í öðrum tilgangi.
Þetta hefur haft í för með sér endur-
skoðun á vindstöðlum margra þjóða,
t. d. Breta (6) og Þjóðverja. Endur-
skoðun Breta á vindálagsstöðlum var
gerð á síðastliðnu ári, og hefur hinn
nýi staðall töluverðar breytingar í
för með sér á vindálagsreikningum
mannvirkja. Nauðsyn er á því, að
41
IÐNAÐARMÁL