Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 15
Ekki er hægt að búast við því, að
mesti vindhraði, sem vænta má, t. d.
einu sinni á 50 árum, sé í beinu hlut-
falli við tíðleika storma á hverjum
stað, en áætla má markið heldur
lægra á stöðum með lága storma-
tíðni.
Niðurstaða
Miðað við þær mælingar, sem til-
tækar eru og í aðalatriðum hefur ver-
ið greint frá hér að framan, er hugs-
anlegt að setja fram þá ágizkun, að
mesti vindhraði, sem vœnta má einu
sinni á 50 árum, sé um 100 hnútar í
10 m hœð yjir jörðu víðast hvar við
strendur landsins og á liálendinu, en
þar sem staðhœttir eru sérstaklega til
þess fallnir að magna vind, eigi að
miða við 110 lmúta eða meiri vind-
liraða. A skjólsœlum stöðum má hins
vegar sennilega fœra markið niður í
um 90 hnúta. Þar sem áætlun þessi
er byggð á mj ög strj álum mælingum,
getur verið mikill stuðningur að sam-
anburði við erlendar niðurstöður frá
löndum, þar sem ætla má, að aðstæð-
ur séu að ýmsu leyti svipaðar. Slíkan
samanburð er að finna á korti, sem
fylgir greininni „The Assessment of
Wind Loads“ í „Building Research
Station Digest“, júlí 1970. Þar kem-
ur fram, að í Skotlandi er vindhraði,
sem vænta má einu sinni á 50 árum,
áætlaður milli 46 m/s og 56 m/s,
lægstur syðst, en hækkandi til norð-
urs og vesturs. Samsvarar hærri talan
einmitt um 109 hnútum, en sú lægri
89 hnútum. Er því ekki ástæða til að
ætla, að um of háa áætlun sé að ræða
fyrir Island.
Reykjavík, 17. marz 1971.
Adda Bára Sigfúsdóttir
Flosi Hrafn Sigurðsson
Tæring og tæringarvarnir
Framh. a£ 34. bls.
liti til samanburðar á tæringarhættu
í þeim og í ofannefndu kerfi (1.
mynd).
Ritið nefnist „Tæring og tæringar-
varnir í heitavatnslögnum. Súrefnis-
ríkt heitt vatn“. Er það skrifað af
Ásbirni Einarssyni og skiptist í eftir-
farandi kafla:
1) Inngangur.
2) Tæring járns í súrefnisríku
vatni.
3) Áhrif hitastigs á súrefnisinni-
hald vatns og tæringarhraða.
4) Tæring á svörtum járnrörum.
5) Tæring á galvaníseruðum stál-
rörum.
6) Aðrar rörategundir.
7) Varnir gegn súrefnistæringu.
8) Lokuð miðstöðvarkerfi.
9) Niðurlag.
Fjölritið má fá hjá Rannsókna-
stofnun iðnaðarins, Keldnaholti, sími
8-54-00.
Aðalfundur Iðnaðarbanka
íslands
Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands
1971 var haldinn 27. maí s.l. Heildar-
innlán bankans um síðastliðin áramót
námu 970 milljónum króna og heild-
arútlán 861 milljón króna. Innláns-
aukning árið 1970 var 150 milljónir
króna og útlánsaukning 158 milljónir
króna. Bundin innstæða í Seðlabank-
anum var í árslok 193.6 millj. krónur.
Úr Iðnlánasjóði voru veitt 285 ný
lán á árinu, samtals að fjárhæð 177.5
milljónir króna, og eigið fé sjóðsins
var í árslok 289.1 milljónir króna.
Tekjuafgangur bankans án af-
skrifta var 5.2 milljónir króna. Sam-
þykkt var að greiða hluthöfum 7%
arð fyrir árið 1970.
í bankaráð voru kjörnir: Sveinn
B. Valfells, forstjóri, Vigfús Sigurðs-
son, húsasmíðameistari, og Haukur
Eggertsson, framkvæmdastjóri, og
varamenn Bragi Olafsson, verkfræð-
ingur, Ingólfur Finnbogason, liúsa-
smíðameistari, og Kristinn Guðjóns-
son, forstjóri. Endurskoðendur voru
kjörnir: Haukur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, og Otto Schopka,
framkvæmdastj óri.
Iðnaðarráðherra skipaði í banka-
ráðið Eyþór H. Tómasson, forstjóra,
og Guðmund R. Oddsson, forstjóra,
og varamenn Guðmund Guðmunds-
son, forstjóra, og Sigurodd Magnús-
son, rafvirkjameistara.
IÐNAÐARMÁL
45