Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 16

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 16
Frá vettvangi stjórnunarmála Hvernig er einkaritarinn yðar? Hér fer á eftir þýddur kafli úr bók- inni „How to be an effective Secre- tary“. Höfundur hennar, Elmer L. Winter, er forstöðuniaður fyrirtœkis- ins Manpower, sem lagt liefur banda- rískum atliafnamönnum til einhverja þá beztu einkaritara, sem völ er á. í hinu margþætta viðskiptalífi nú- tímans fer hlutverk einkaritarans stöðugt vaxandi. Það má með sanni segja: „Bendið mér á farsælan fram- kvæmdastjóra með vel skipulögð vinnubrögð, og ég skal benda ykkur á hæfan einkaritara, sem er stoð hans og stytta í önnum dagsins.“ í rauninni er einkaritarinn hjarta- hlý, skilningsrík og hjálpfús mann- vera, sem hefur það höfuðmarkmið að létta, leysa eða bægja frá vanda- málum framkvæmdastj óra síns. Hún er sú hj álparhella, sem framkvæmda- stjórinn getur reitt sig á í átökum sínum við hin daglegu störf, bæði við upphaf þeirra og endi. Hún er „skrifstofufreyjan“ hans. Hún hj álpar honum gegnum erilsam- an og annríkan dag, fylgir honum á erfiðum stundum og leiðbeinir hon- um á einfaldan, fljótan og gifturíkan hátt til öruggra afkasta. Hún virðir hann og býr honum góð vinnuskilyrði innan fyrirtækis- ins. Hún er stolt af velgengni hans, en hefur ekki orð á mistökum hans. Hún sýnir honum þolinmæði, lætur honum líða vel í návist sinni og tek- ur göllum hans með skilningi og um- burðarlyndi. Hún tekur á sig sökina fyrir skekkjur eða villur, sem urðu óvart til, og leiðréttir þær án tafar. Hún ber á borð fyrir hann allar þær upplýsingar, sem eru nærandi og styrkjandi fyrir stöðu hans og á- byrgð. Hún gerir tillögur um, hvern- ig sníða megi af ýmsa vankanta, til þess að fyrirætlanir hans nái fram að ganga, — og vinnur síðan verkið fúslega sjálf. Þegar allir þessir eiginleikar eru augljósir hjá einkaritara, festir sú góða tilfinning rætur hjá fram- kvæmdastjóranum, að einkaritarinn „standi með honum“ í blíðuogstríðu eins og góður vinnufélagi. Þess vegna mun einkaritarinn, þrátt fyrir alla sjálfvirkni, rafreikna og skýrsluvélar, halda áfram að full- nægj a mikilvægum þörfum í athafna- lífi sérhvers framkvæmdastj óra, er hann skipuleggur athafnir sínar og stjórnar skrifstofu sinni samkvæmt tímaáætlun, sem gerð er af ýtrustu nákvæmni. Hygginn framkvæmda- stjóri gerir sér grein fyrir, að einka- ritarinn hans geti tekið á sig allmikla ábyrgð og hjálpað honum að fást við hin daglegu vandamál. Það er nauðsynlegt, að einkaritarinn skilji mikilvægi sitt og framkvæmi þau ábyrgðarstörf, sem henni eru falin. Sérhver einkaritari ætti að þekkja þann grundvallarmun, sem er á stöðu hraðritara og einkaritara. Hraðritar- anum er ætlað að rita niður eftir upplestri og hreinskrifa síðan og annast önnur vélritunarstörf, raða hréfum, svara í síma og stundum að opna bréfapóstinn. Einkaritaranum er ætlað að gera þetta sama ■—- og miklu meira. Höfuðmismunurinn er e. t. v. fólginn í ábyrgðinni og alúð- inni við einstök atriði. Einkaritar- inn verður að hafa þá eiginleika til að geta unnið starf sitt með góðum árangri. Frumskilyrðin fyrir hæfni einkarit- arans eru talin sjálfsögð: Hún verður að geta tekið niður bréf eftir upp- lestri og vélritað með hraða og ná- kvæmni, og hún verður ávallt að halda þessari hæfni á sem allra hæstu stigi. Við skulum taka saman þær skyld- ur, sem ætla má, að einkaritarinn verði að geta annazt: 1. Rita niður eftir upplestri. 2. Hreinskrifa uppkastið. 3. Stjórna skrifstofuvélum, fjölrit- ritun, ljósprentun o. s. frv. 4. Opna og athuga bréf úr pósti. 5. Sjá um kvittanir, aðgreiningu bréfa og tilvísanir. 6. Annast bókfærslustörf. 7. Fara með trúnaðarmál. 8. Sjá um viðtalstíma og minna framkvæmdastj órann á þá. 9. Annast undirbúning ferðalaga. 10. Afgreiða símafyrirspurnir. 11. Koma af háttvísi fram við gesti. 12. Létta vanabundnum störfum af framkvæmdastj óranum. Þetta eru aðeins fáar af þeim skyldum, sem einkaritaranum eru lagðar á herðar, en sérhver þeirra er mikilvægur þáttur í heildarafköstun- um. Við skulum nú rekja þau skref, sem þú verður að stíga til að verða góður einkaritari. 1. KAFLI Persónueiginleikar þínir Sem einkaritari skipar þú mjög viðkvæma stöðu. Þú ert ekki aðeins 46 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.