Iðnaðarmál - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Blaðsíða 17
í tengslum við framkvæmdastjóra þinn, heldur engu síður við hitt starfsfólkið og almenning. Athygli er stöðugt heint að persónulegum eig- inleikum þínum. Við skulum aðgæta, hvernig aðrir líta á þig og hvers þeir vænta af þér á skrifstofunni. Gott samkomulag við annað fólk A flestum skrifstofum starfar einkaritarinn ekki aðeins með fram- kvæmdastjóranum, heldur einnig með öðrum stúlkum, sem vinna ým- iss konar skrifstofustörf, svo sem vél- ritun, bókfærslu o. fl. Það er mikil- vægt, að þú eigir góð samskipti við hvern og einn innan fyrirtækisins. Samstarf er hið trausta bjarg, sem gott samkomulag á skrifstofunni hvíl- ir á. Líttu á sjálfa þig sem félaga í flokki. Til þess er ætlazt, að þú skilir góðu verki innan flokksins. Þetta felur ekki í sér, að þú verðir að ger- ast svo náinn vinur þeirra, sem þú vinnur með, að þú eyðir með þeim kvöldunum eða helgunum. En þú verður að fella þig við samstarfsfólk þitt og eiga góð samskipti við það. Það er ekki auðvelt að halda jafn- vægi á miðjunni á skopparakringlu — né heldur að halda jafnvægi í tengslum þínum og samskiptum við fólkið, sem þú vinnur með. Hvernig ferðu að því að vísa á bug hnýsni og nærgöngulum spurningum um trún- aðarmál en viðhalda samt hinum góða félagsanda, sem er svo nauð- synlegur, ef þú átt að geta veitt fram- kvæmdastjóra þínum góða þjónustu? Mikilvægast af öllu er e. t. v. að hafa það hugfast, að þú getur ekki skipað neinum að hafa við þig gott samstarf — það verður að koma af frjálsum vilja. Settu sjálfa þig í spor hins aðilans, og þá mun þér verða ljóst, hvernig þú getur öðlazt það samstarf, sem þú óskar þér. Taktu frumkvæðið í þínar hendur og hjálp- aðu öðrum á skrifstofunni. Ef þú hefur búið til lista yfir tækniorð og hugtök, sem snerta starfið sérstak- lega, þá láttu stúlkurnar í vélritunar- deildinni fá afrit af honum. Ef þú lest yfirlitsgrein um markaðsmál í nýju viðskiptatímariti, þá sýndu rit- ara sölustjórans það, svo að hún geti vakið athygli hans á því. Þú mátt gjarnan koma með sumarblóm úr garðinum þínum og setja þau á skrif- borðið hjá stúlkunni í móttökuher- berginu. Með því að lífga þannig umhverfi hennar, stuðlar þú einnig að því, að gestir þeir, sem eiga er- indi við framkvæmdastj óra þinn, verði fyrir þægilegum áhrifum við komuna. Sýndu sérstaka aðgæzlu í samskiptum við þá persónu, sem aðr- ir á skrifstofunni telja „erfiða“. Hún er e. t. v. aðeins að biðja um skiln- ing. Þú getur afvopnað hana með lipurri framkomu þinni og samstarfs- vilja. Þú þarft ekki að láta þér líka allt vel í fari þeirra, sem þú vinnur með, en þú verður að kunna að líta framhjá því, sem þér fellur miður. Svo getur farið, að þú verðir einnig undrandi á að finna grundvöll að sameiginlegum áhugamálum með þeim, sem þú taldir daufgerðar leið- indaskjóður. T. d. gæti sameiginleg- ur áhugi á að fækka þeim eyðublaða- formum, sem notuð eru á skrifstof- unni, orðið til þess, að þú kynntist einkaritara skrifstofustjórans betur og þið réðuzt síðan í að leysa vanda- málið saman. En þótt þú verðir að læra að um- bera veikleika annarra, skaltu samt varast að tileinka þér hegðun siða- meistara gagnvart samstarfsfólki þínu. Þér finnst þú e. t. v. vita lausn- ina á skrifstofuvandamálum ungfrú Smiths, en það er ekki í þínum verka- hring að segja henni það. Tillögum er stundum tekið fegins hendi, en ekki skaltu samt verða undrandi, þótt þeim sé tekið kuldalega. Sýndu öðrum tillitssemi Þetta á ekki aðeins við um sam- starfsfólkið, heldur einnig þá gesti, sem ber að garði í fyrirtæki þínu. Ef einhver kemur til að hitta fram- kvæmdastjóra þinn, þá gættu þess, að vel fari um hann. Taktu við hatti hans. og frakka og bjóddu honum sæti, meðan hann bíður. Sýndu öðr- um háttvísi, en geymdu sjálf þín vandamál. Fáir hafa raunverulegan áhuga á þeim. Vertu ekki kvörtunar- gjör. Fólk vill gjarnan umgangast glaðvært og hressilegt fólk. Stillileg framkoma, siðvenjur og málfar, allt á þetta sinn mikilvæga þátt í hæfni þinni til að sýna öðrum tillitssemi. Hin stillilega framkoma er fyrst og fremst fólgin í þeim eiginleika að geta aðlagazt nýju fólki og aðstæð- um, fljótt og eðlilega, án þess að missa jafnaðargeð sitt. Þetta krefst allmikils þroska, því að þú verður að sýna bæði sjálfsstjórn og sjálfs- traust. Hið fyrra felur í sér, að þú ættir aldrei að láta geðshræringar ná valdi á þér. Láttu ekki reiðina ná tök- IÐNAÐARMÁL / 47

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.