Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 19
og breytt eftir henni. Mundu, að upp-
byggileg gagnrýni er til góðs, og þar
sem ekkert okkar er fullkomið, er
það veigamikið atriði, að þú snúir
gagnrýninni til góðs og bætir sjálfa
þig. Tilfinningasemi á ekki við í
samskiptum þínum við framkvæmda-
stjórann.
Gerðu alltaf eins og þú bezt getur
Leggðu metnað þinn í verk þín, svo
að þau verði þér og framkvæmda-
stjóra þínum til sóma. Rannsóknir
hafa sýnt, að metnaður þinn í starfi
og stolt vegna framkvæmdastjóra
þíns og fyrirtækis hefur greinileg
áhrif á starfsárangur þinn og starfs-
gleði. Það er vissulega rétt, að önnur
myndi leysa starf þitt af hendi, ef
þú værir ekki þarna. Velgengni þín
er fyrst og fremst háð hugarfari þínu
gagnvart starfinu og þeirri alúð, sem
þú leggur við það. Að gera eins og
þú bezt getur þarf ekki endilega að
vera hið sama og að strita — hin
ágætu nýju tæki, eins og rafmagns-
ritvélin, gera þér auðvelt að auka
afköst þín. Búðu þig undir starfsam-
an dag á skrifstofunni með átta
stunda nætursvefni, hollri fæðu og
reglulegum líkamsæfingum. Ung og
vel gefin stúlka, sem ég þekki, fer
jafnan úr strætisvagninum þremur
viðkomustöðum frá skrifstofunni og
kemur þangað rjóð í kinnum og létt
í spori eftir hressandi morgungöngu.
Raðaðu daglegum störfum þínum á
þann hátt, að þú getir ráðizt í erfið-
asta verkefnið, þegar þú ert bezt fyr-
ir kölluð. Samkeppni er alltaf spenn-
andi — og hvers vegna ekki að keppa
við sjálfa sig og sjá, hvort unnt sé
að bæta eigin afköst? Reyndu að
skrifa 12 bréf á sama tíma og það
tók þig að skrifa tíu áður, og eftir
nokkurn tíma verður þetta orðin eðli-
leg afkastageta þín.
Framkoma
Framkoma þín ræður að miklu
leyti þeirri mynd, sem aðrir gera sér
af framkvæmdastjóra þínum, því að
auðvitað gera menn ráð fyrir, að þú
starfir undir leiðsögn hans. Þótt ekki
sé nauðsynlegt, að skrifstofa þín heyi
persónuleikasamkeppni innan fyrir-
tækisins, er samt mikilvægt, að vin-
gjarnlegur viðskiptablær sé yfir sam-
skiptum þínum við aðra einstaklinga.
Þér finnst það e. t. v. furðulegt, en 75
-—90% þeirra, er missa stöðu sína,
gera það vegna vankanta á persónu-
leika fremur en vankunnáttu í starfi.
Persónulegur árekstur milli einstak-
linga er þannig helzta einstök orsök
uppsagnar eða brottrekstrar.
Vertu glaðleg
Flestum okkar finnst auðvelt að
setja upp glaðlegt bros, þegar vel
gengur. En hvað gerist þegar fram-
kvæmdastjóri þinn er úrillur, óleyst
verkefni hrúgast upp og allt virðist
ganga öfugt? Þá fyrst er geðprýði
þín og glaðværð raunverulega mikils
virði. Framkvæmdastjóri nokkur lét
þessi orð falla um fyrrverandi einka-
ritara sinn: „Súa var mjög aðlað-
andi starfskraftur fyrir skrifstofu
mína — nema þegar mikið álag var
— þá kom býflugnaeðlið í ljós.“
Hjálpaðu framkvæmdastjóra þín-
um með því að vera jafnan geðprúð
og glaðvær.
Vertu reiðubúin að taka óbyrgð
á herðar þér
Flestir framkvæmdastjórar hafa
mætur á einkaritara, sem hefur hug
á að taka að sér erfiðari viðfangs-
efni. Sölustjóri nokkur hafði þessi
orð um einkaritara sinn á ráðstefnu:
„Betty var vel undir starfið húin,
þegar hún kom til mín. Hún var full-
komin í vélritun og hraðritun, en
það, sem ég met allra mest, er þó
áhugi hennar á að læra viðskiptin.
Sumar spurningar hennar um sölu-
áætlanirnar koma mér í sólskinsskap
— þær eru svo skarplegar. Og nú
gerir hún allar söluáætlanir fyrir úti-
búið okkar, sem ég varð áður að gera
sjálfur.“
Þegar þú tekur að þér ábyrgðar-
starf — og það er mikilvægt fyrir
alla einkaritara — þá gættu þess
vandlega að ganga ekki lengra en
þér er heimilt. Stundum getur verið
erfitt að greina takmörk ábyrgðar
þinnar, en þú verður að þroska dóm-
greind þina. Fullkomin þekking á
eigin starfi og á skyldum fram-
kvæmdastjóra þíns er nauðsynleg,
áður en þú getur ákveðið takmörk
ábyrgðar þinnar.
Beittu eigin irumkvæði
Hafðu vald á hinum einstöku at-
riðum starfs þíns og rannsakaðu þau
með hliðsjón af skyldustörfum fram-
kvæmdastjóra þíns. Hvar getur þú
bætt eigin afköst? Hvernig getur þú
sparað tíma og hvernig má nota þann
tímasparnað til að létta einstökum
störfum af framkvæmdastjóra þín-
um? Þekktur maður komst svo að
orði: „Greinarmunurinn á einkarit-
IÐNAÐARMÁL
49