Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 20

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 20
ara og hraðritara er fyrst og fremst fólginn í áhuga og hæfni hins fyrr- nefnda til að geta sér til um þarfir framkvæmdastjóra síns.“ Bíddu ekki eftir sérstakri fyrirskipun, þegar þú veizt, að leysa þarf ákveðið verk af hendi. Gerðu það ótilkvödd. Starfaðu án eftirlits Framkvæmdastjóri nútímans er maður á ferð og flugi. Hann þarf e. t. v. í hnattferð til að heimsækja útibú fyrirtækisins um víða veröld. Þegar hann er í borginni, er hann önnum kafinn á fundum hjá verzlun- ar- eða iðnfyrirtækjum, opinberum stofnunum eða launþegafélögum. Það er því höfuðnauðsyn, að þú sért fær um að vinna sjálfstætt, án stöð- ugs eftirlits og tilsagnar. Ræddu við framkvæmdastjóra þinn til að á- kvarða ábyrgð þína og valdsvið. Þeg- ar hann er fjarri skrifstofu sinni, ert þú fær um að ráða fram úr aðkall- andi vandamálum innan þessa af- markaða sviðs. Aðeins þau málefni, sem krefjast íhugunar hans og á- kvörðunar, þurfa þá að bíða komu hans. Vertu viðbragðsfljót Þegar framkvæmdastjóri þinn ger- ir hlé á upplestri sínum, þá gefðu þig ekki á vald dagdrauma þinna. Einbeittu huganum að því, sem hann hefur verið að segja, og vel getur verið, að þú getir hjálpað honum um töluna eða dagsetninguna, sem hann vantaði. Þegar mikilvægur viðskipta- vinur hringir vegna innheimtu, þá dragðu fram skjölin með verð- og afgreiðsluskilmálunum og láttu þau á borð framkvæmdastjórans. Rösk- leg vinnubrögð þín geta sparað deild þinni símtölin. Vertu vakandi gagn- vart smáatriðum, þegar pósturinn kemur á skrifborð þitt. Stuðlaðu að því að koma í veg fyrir villur og vektu athygli á atriðum, sem fylgja þarf eftir. Hugleiddu starfið Hvernig fellur starf þitt inn í heildarmynd fyrirtækisins? Ef þú ert einkaritari forstjóra söludeildar hjá framleiðanda heimilistækja, gerir sú staðreynd, að hörð samkeppni ríkir á þessu viðskiptasviði, alla þína sparnaðar- og afkastaviðleitni sér- staklega mikilvæga. Lestu handbæk- ur fyrirtækisins, bæklinga um að- ferðir og framkvæmd skrifstofustarfa og tímarit um verzlunar- og við- skiptamál til að afla þér upplýsinga, sem efla munu kunnáttu þína og hæfni í starfi. Vertu sómakær Heilbrigður metnaður eflir per- sónuleikann. Vertu sómakær, bæði fyrir þína eigin hönd, framkvæmda- stjóra þíns og fyrirtækis. Settu þér markmið, bæði til skamms og langs tíma, til að vinna eftir. Einhver mesta starfsgleði, sem vinnandi fólk telur, að falli sér í skaut, er fólgin í viðurkenningunni fyrir vel unnið starf. Stefndu að markinu, sem þú hefur sett þér — samhæfðu hæfileika þína, þjálfun og reynslu til öflugra átaka. Heilbrigður metnaður örvar hugsunina, vekur hrifningu og stælir kraftana. Sómakær hegðun leiðir til vaxandi ábyrgðar og frama. Hún er sú innri hvöt, sem mun leiða þig yfir hina óhjákvæmilegu erfiðu hjalla og hjálpa þér til að halda réttri stefnu. Vertu heiðarleg Viðurkenndu mistök þín. Sannaðu framkvæmdastj óra þínum, að þú liaf- ir trausta skapgerð og gott siðferði. Vellíðan og jafnaðargeð fylgja jafn- an heiðarleika og heilbrigðri tilfinn- ingu fyrir verðmætum. Varðveittu heilsu þína Þér finnst það e. t. v. furðulegt, en góð heilsa er mikilvægur þáttur í ánægjulegum persónuleika. Það er erfitt að vera aðlaðandi og sýna á- huga og hrifningu, ef þú ert þreytt og heilsufarið bágborið. Persónu- leiki þinn ríður við einteyming á fáki tilfinninganna, ef þú ferð á mis við góðan svefn, holla fæðu og hreyf- ingu. Táp og fjör eru meginþættir í góðri skaphöfn. Hafðu opin augu fyrir hinu broslega Kímnigáfa hjálpar þér til að líta skyggnari augum á lífið. Hólarnir verða ekki að fjöllum, og áhyggjur og kvíði hrannast ekki upp í öfga- fullum myndum. Með þessari stað- föstu afstöðu mun bátur þinn ekki haggast, þótt hann verði fyrir ein- staka vonbrigðaskvettum eða hnútum persónulegra móðgana. Þú munt verða fær um að gera hið bezta úr aðstæðunum og halda þínu striki. Sýndu öðrum virðingu Hafðu hugfast, að siðprýði og til- litssemi í annarra garð fellur aldrei úr gildi. Sýndu gestum, er koma á 50 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.