Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 21
skrifstofuna, óbrigðula kurteisi. Ef
útlendingar eru tíðir gestir á skrif-
stofunni, þá sýndu þeim vináttu og
hjálpsemi og gerðu það, sem í þínu
valdi stendur, til að láta þeim líða
vel. Fólk hefur mismunandi trúar-
skoðanir og siðvenjur, og þú verður
að vera umburðarlynd gagnvart sj ón-
armiðum, sem eru þér og fram-
kvæmdastjóra þínum framandi.
Vertu hógvær
Hrokafull framkoma mun ekki afla
þér eða fyrirtækinu mikilla vinsælda.
Þú munt verða þess vís, að því mik-
ilvægari persóna sem framkvæmda-
stjórinn er, þeim mun meira mun
hann leitast við að temja sér aðlað-
andi, háttvísa og alþýðlega fram-
komu. Hógvær einkaritari mun eiga
auðvelt með að stofna til góðrar
samvinnu við annað fólk innan fyrir-
tækisins.
Talaðu aldrei niðrandi um aðra.
Þetta á bæði við um samstarfs- og
aðkomufólk. Það getur komið þér
í koll og einnig bitnað á fram-
kvæmdastjóra þínum, ef þú setur þig
á háan hest. Með því að koma fram
af einlægni við alla — háa sem lága
— munt þú afla þér og framkvæmda-
stjóra þínum virðingar.
Sýndu þakklæti
Gjaldkerinn bað ritara sinn að út-
vega sér nokkrar tölur frá innkaupa-
deildinni, þegar komið var að lokun.
Mary vissi, að þetta myndi hafa það
í för með sér, að innkaupafulltrúinn
og annar af starfsliði hans yrðu að
vinna fram yfir vinnutíma til að afla
þessara upplýsinga. Næsta morgun
útbjó hún skriflega orðsendingu,
undirritaða af gjaldkera, þar sem
innkaupafulltrúanum var þökkuð að-
stoðin við að finna hinar umbeðnu
tölur.
Sýndu þakklæti — ekki aðeins fyr-
ir sjálfa þig, heldur fyrir góða sam-
vinnu við þig og framkvæmdastjóra
þinn. Vingjarnlegt bros og lítið þakk-
aryrði er lykill að góðu samstarfi á
skrifstofunni.
Skildu vandamál þín eftir heima
Á skrifstofunni á að ríkja vin-
gjarnlegur blær, en athafnasamur.
Þar er enginn staður til að blaðra
um „manninn minn“ eða „tengda-
mömmu“. Gefðu gott fordæmi til að
viðhalda velsæmi og smekkvísi á
skrifstofu þinni. Á venjulegum
morgni bar það við, að stúlkurnar
á skrifstofu nokkurri, þar sem ann-
ríki var mikið, byrjuðu sex sinnum,
við mismunandi tækifæri, að tala
um vandamál sín. I hvert skipti glat-
aðist eitthvað af vinnutímanum,
stundum allt að 15 mínútur. Og um-
ræðurnar héldu vandamálunum vak-
andi í hugum þeirra og urðu til að
valda villum, þar sem einbeitingu að
verkefninu skorti.
Vertu aðlaðandi
Leyndardómur vel klæddrar konu
er fólginn í því, að klæðnaður henn-
ar hæfir aðstæðunum. Á skrifstof-
unni hæfir hvorki sportklæðnaður
skólastúlkunnar né íburðarmikill
klæðnaður. Flestum karlmönnum
fellur vel einhver aðlaðandi litur á
klæðnaði skrifstofustúlkunnar. Falleg
hárgreiðsla og hófleg andlitssnyrting
fylgir smekklegum búnaði. íburðar-
mikil hárgreiðsla og áberandi augn-
skuggar hæfa ekki á skrifstofunni.
Vertu þjál
Hvað er að vera þjál? Að þú hafir
hæfileika til aðlögunar. Líttu ekki á
breytingar sem ógnun, heldur sem
tækifæri til að sýna, hve auðveldlega
þú getur aðlagazt. Reglurnar, sem
þú lærðir í verzlunarskólanum, eru
ekki eitthvað, sem þú verður að
fylgja, heldur miklu fremur tillögur
um breytni. Ef þær stangast á við
þær aðferðir, sem framkvæmdastjóri
þinn vill viðhafa, þá skaltu breyta
reglunum til samræmis við aðferðir
fyrirtækisins eða láta þær sigla sinn
sjó. Það er ekki Mid-City verzlunar-
skólinn, sem stjórnar þessu fyrirtæki,
heldur vinnuveitandi þinn.
Ef þú ert nýbyrjuð í starfinu, er
ekki óeðlilegt, að þú kennir kvíða
eða öryggisleysis. Reyndu þá ekki að
hressa við dvínandi sjálfstraust þitt
með því að segja öllum, hversu frá-
bær vinnubrögðin voru „þar, sem ég
var síðast“. Vissulega skaltu notfæra
þér fyrri reynslu þína, en reyndu
ekki að halda stöðugt fram ágæti
XYZ-félagsins — einhver kynni þá
að leggja til, að þér væri betra að
hverfa þangað aftur.
Forðastu „en“-venjuna. Þegar þú
ert beðin að vinna sérstakt verk,
segðu þá ekki: „En ég þarf að ljúka
við skýrsluna í kvöld.“ Taktu fúslega
og glaðlega við verkefninu. Ef það
á að verða hluti af reglubundnu
starfi þínu, mun framkvæmdastj óri
þinn hjálpa þér til að endurskipu-
leggja einhver af hinum venjubundn-
IÐNAÐARMÁL
51