Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 30

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 30
borgar og Reiknistofnunar Háskóla Islands um hugsanlega sameiningu í stofnun, er e. t. v. fengi heitið Reikni- stofnun íslands. Ráðstefnugestir voru sammála um að gera þyrfti átak í að kynna notkun rafreikna og auka skilning á raf- reiknitækni. Almenna kennslu yrði að veita þegar í efstu bekkjum gagn- fræðastigsins og síðar meiri og nán- ari kennslu í verzlunarskólum, mennta- skólum, tækniskólum og í vissum deildum Háskólans. Sérfræðimennt- un yrði að sjálfsögðu áfram að sækja utan eða til umboðsmanna rafreikn- anna, en áherzlu þyrfti að leggja á skilning og menntun forráðamanna fyrirtækja á notagildi og möguleik- um rafreiknisins, og var Stjórnunar- félaginu bent á það sem verðugt verk- efni. Á ráðstefnunni kom fram, að æski- legt væri að fyrirtæki, sem hafa hug á að notfæra sér rafreiknitækni, ættu aðgang að stofnun, þar sem þau gætu á einum stað fengið hlutlausar upp- lýsingar um gerðir véla, kostnað, kerfisval, menntunarþörf og fleira varðandi notkun rafreikna. Fyrir ráðstefnunni lá lausleg könn- un á kostnaði og nýtingu rafreikna hérlendis. Kom þar í ljós, að hér á landi voru 10 rafreiknar, þar af 8 af gerðinni IBM 360/20, en Skýrsluvél- ar ríkis og Reykjavíkurborgar voru með vél af gerðinni IBM 360/30, og Reiknistofnun Háskóla íslands átti rafreikni af tegundinni IBM 1620. Auk þess átti Iðnaðarbanki íslands í pöntun rafreikni af gerðinni IBM, System 3. Áætlað var, að leigukostnaður raf- reikna og hjálpartækja þeirra væri u. þ. b. kr. 45 milljónir og að kostn- aður við rekstur allra rafreiknideilda hér væri ekki undir kr. 100 milljón- um. Nýting rafreiknanna var nokkuð mismunandi, en að meðaltali um 1900 mældir tímar á ári, sem telst sæmileg nýting, ef miðað er við dag- vinnutíma, en æskilegt þykir þó, að jafndýr tæki og rafreiknar séu í notk- un allan sólarhringinn. Á ráðstefnunni voru fjörugar um- ræður um ýmis mál varðandi raf- reikna, en fjöldi þáttakenda var um 60 manns. Ráðstefnunni lauk með því, að formaður Skýrslutæknifélags íslands, Hjörleifur Hjörleifsson, sagði henni slitið. B. K. Hinn íullkomni ævivegur Philip Rosenthal, eigandi hinna frægu Rosenthal-verksmiðja, sem framleiða postulín, glervörur og sitt- hvað fleira með óvenju smekklegri hönnun, hefur látið í ljós þá skoðun sína, að hinn fullkomni ævivegur líti nokkurn veginn þannig út: Fram til 35 ára aldurs ætti maður að nema, safna reynslu, sjá sig um í heiminum, reyna sitt af hverju, starfa hjá mis- munandi fyrirtækjum eða hugsanlega í eigin fyrirtæki. Um fimmtugt ættu menn að hafa byggt upp lífsstarf sitt. Næstu 10 árum ættu menn að verja til þess að framselja vinnu sína á annarra hendur, velja sér eftirmenn og sjá um að þjálfa þá. Um leið þyrftu menn að íhuga, hvort ævistarf- ið hafi verið rétt upp byggt og gera hugsanlegar breytingar. Auk þess ættu menn að taka meiri þátt í al- mannastörfum. Á þennan hátt kemst maður hj á því að standa ráðalaus um 65 ára aldur og vita ekki, hvað mað- ur eigi að gera, segir Rosenthal. í fyrirtæki Rosenthals hefur þessi kenn- ing hans verið framkvæmd á þann hátt, að þar eru til tvær tegundir af stjórnunarstörfum, annars vegar svo- kölluð „taugastörf“ fyrir þá yngri og „reynslustörf“ fyrir þá eldri. Þ. E. 60 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.