Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 31

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 31
Nytsamar nýjungar Málmar „veiddir" af hafs- botni Aðferð til vinnslu hreinna málma úr hafhnoðrum Um 95% hreint mangan, nikkel, kopar og kóbalt eru nú unnin í til- raunastöð, þar sem beitt er síflœði- málmvinnsluaðferð. A hafsbotni, á tiltölulega miklu dýpi, hafa málmar fallið út utan á sandsteina og myndað svonefnda haf- hnoðra. Þessir hnoðrar geta verið af mismunandi stærð, frá nokkrum millimetrum upp í um einn metra að þvermáli. Málmarnir, sem hér um ræðir, eru zink, mangan, nikkel, kó- halt og kopar. Á síðari árum hefur áhugi manna á vinnslu þessara málma aukizt veru- lega. Hugsanlegt væri, ef þorskurinn hyrfi af miðunum, að senda togara okkar á hafhnoðraveiðar, og kynnu slíkar veiðar að reynast arðbærar. í tilraunastöð Deepsea Ventures, Gloucester Point, er hreint mangan, nikkel, kopar og kóbalt unnið úr haf- hnoðrum, sem finnast á hafsbotni. Við vinnsluna er beitt síflæðiaðferð (continuous flow process), sem hóp- ur manna undir stjórn tilraunastjóra fyrirtækisins hefur unnið að því að fullkomna í nokkur ár. Með aðferð þessari hefur tekizt að vinna þessa málma í 95% hreinleika, að því er fyrirtækið hermir. Aðferð Deepsea Ventures — hnoðravinnslan — stefnir að því marki að fullvinna málma úr hnoðr- um eigi síðar en 1975—76. Sumarið 1970 fóru fram tilraunir undan strönd Florida á 2500 feta dýpi. Notuð IÐNAÐARMÁL var vökvaknúin botnskafa, sem safn- aði hnoðrunum saman af hafsbotn- inum með góðum árangri. Fyrirtækið hefur þegar eytt um 20 millj. dala í rannsóknir og framkvæmdir og ger- ir ráð fyrir allt að 200 millj. dala kostnaði, áður en framleiðslan getur hafizt Samkeppni Vegna verðmætis- og verzlunar- gildis hnoðranna hafa 18 fyrirtæki í einka- og ríkiseign í 5 löndum reynt að þróa vinnsluaðferðir á þessu sviði, að því er Vincent McKelvey, rann- sóknamaður hjá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, segir. Deepsea Ven- tures virðist þó vera skrefi á undan öðrum fyrirtækjum þrátt fyrir harðn- andi samkeppni. Vinnsluaðferð Deep- sea var valin, eftir að reyndar höfðu verið um 100 mismunandi aðferðir. Hnoðrarnir taka efnabreytingum og innihalda yfir 30 málma í nægilega miklu magni til þess, að hægt sé að skilja þá að. Hnoðrarnir, sem notaðir voru í tilraunastöðinni, voru teknir á 18.000 feta dýpi í Kyrrahafi og inni- halda 26—27% mangan, 1,3% nikk- el, 1% kopar og 0,2% kóbalt. Saltsýruaðferðin Tilraunastöðin getur unnið úr einni þurr-smálest af hnoðrum á dag. Fyrst eru hnoðrarnir muldir og þurrkaðir. Síðan eru þeir látnir taka efnabreytingum með loftkenndu HCl við 120°C hita í sérstökum ofni, og breytist þá Mn+4 í Mn+2, og einnig breytast hinir málmarnir í vatnsleys- anleg klórsambönd. Dr. Caldwell kallar þetta nýja, hag- nýta notkun á gömlu kennslubókar- dæmi um verkun HCI. Hann segir ennfremur, að auðvelt sé að fá það HCl, sem þörf er á, sem aukaefni úr klóraðri kolvetnisframleiðslu, og klórið, sem þá myndast, megi síðan nota í efnaiðnað. Hin leysanlegu klórsölt Mn, Ni, Cu og Co og annarra málma eru skoluð með vatni og síuð. Hin fasta leifð inniheldur óvirk siliköt, sulföt og oxíð, sem nota má til fyllingar. Jónaskipti Hið mikilvægasta í málmvinnslu- aðferð Deepsea Ventures er fólgið í næsta skrefi. Beitt er fljótandi jóna- skiptiaðferð til að skilj a málmana að. Prófefni fyrir jónaskiptiaðferðina er steinolía, sem inniheldur eitt eða fleiri valin lífræn efnasambönd. Málmarnir þrír eru dregnir í röð út úr vökvanum yfir í lífrænan fasa með gagnstreymisaðferð (counter- current flow). Deepsea Ventures vill ekki skýra frá eðli prófefnisins. Hugsanlegt er, að hér sé um hleypandi efni að ræða, sem fyrst cþegur saman koparinn, því næst nikkel og kóbalt, vegna breytinga á ytri aðstæðum, t. d. á sýrustigi (pH). En einnig gæti verið um að ræða tvö eða þrjú samdráttar- efni (complexing agents), er hvert um sig væri sérhæft fyrir 1 eða 2 jóna. Dr. Cardwell telur þetta fyrstu árangursríku aðferðina, þar sem nikkel- og kóbaltjónar eru aðskildir með fljótandi jónaskiptum. Málmjónarnir þrír eru síðan færð- ir úr lífrænum fasa yfir í vatns- kennda upplausn, og steinolíuupp- 61

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.