Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 37
Annálsbrot um fslenzkan iðnað
April - Júnf 1971
(Dagsetningar vísa til blaðagreina um málin)
Álafossverksmiðjan varð 75 ára 1.
apríl 1971. Hún var stofnuð veturinn
1894—95 af Birni Þorlákssyni bónda
á Varmá. Lengst af var hún í eigu
Sigurjóns Péturssonar og fjölskyldu
hans, eða um 50 ár. Hún er nú hluta-
félag og þar starfa um 150 manns.
(4. apríl 71)
Bæjarstjóm Siglufjarðar hefur sam-
þykkt að stofna félag til að kanna
möguleika á að koma þar upp verk-
smiðju til að smíða skemmtibáta til
útflutnings. (15. apríl 71)
Arðþing Félags ísl. iðnrekenda var
haldið á Hótel Sögu 1. og 2. apríl s.l.
Fyrirtæki í félaginu eru nú 184. (20.
apríl 71)
Islenzk gullsmíði verður á kaupstefnu
í Kaupmannahöfn fyrstu dagana í
maí. Sýnendur eru 9 íslenzkir gull-
smiðir. (25. apríl 71)
M/s Esia var afhent Skipaútgerð rík-
isins í gær. Byggingarkostnaður
beggja skipanna, Heklu og Esju, varð
196 millj. króna. (10. maí 71)
A norrænnu húsgagnakaupstefnunni
í Kaupmannahöfn voru pöntuð íslenzk
húsgögn fyrir 2 millj. króna. (18. maí
71)
Byggingarframkvæmdum Iðngarða hf.
við Grensásveg í Reykjavík er nú að
ljúka. Um 16 þús. fermetrar eru nú
komnir imdir þak. Framkvæmdimar
hófust árið 1965. (19. maí 71)
Nýlega var haldinn í Ólafsfirði stofn-
fundur félags til að reisa þar spóna-
verksmiðju. Áætlaður stofnkostnaður
ásamt rekstursfé fyrir fyrsta árið er
58 millj. króna. Framleiða á harðvið-
arspón fyrir innanlandsmarkað. (26.
maí 71)
Samningur um smíði tveggja skuttog-
ara 1000 tonna í Slippstöðinni hf. á
Akureyri voru undirritaðir nýlega.
Fyrri togarinn verður afhentur eftir
21 mánuð. (27. maí 71)
í Vík í Mýrdal er í undirbúningi stofn-
un prjónastofu og er hlutafé áætlað
2 millj. króna. Prjónavélar hafa verið
keyptar frá Þýzkalandí. í prjónastof-
unni vinna nú 6 manns, en áætlað
starfslið er 14 manns. (9. júní 71)
í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts
á Akranesi vinna að jafnaði 130—140
manns og oft fleiri á vorin. Launa-
greiðslur 1970 námu um 140 millj.
króna. Vinnustundafjöldi er um 280
þús. á ári og fer um helmingur í ný-
smíði og hinn helmingurinn í við-
gerðir. (9. júní 71)
Noregsheimsókn 23 fulltrúa íslenzks
fataiðnaðar stóð yfir í eina viku í lok
aprílmánaðar. Farið var til Álasunds-
svæðisins og fjöldi fyrirtækja heim-
sóttur. Mesta athygli íslendinganna
vakti gott skipulag og hagræðing í
verksmiðjunum og hversu sérhæfing
verksmiðja og starfsfólks var almenn
og mikil og einnig, hve vinnuhraði
var sérlega mikill. (9. júní 71)
„Iðnþróunaráform — Staða íslenzks
iðnaðar — Hugsanleg markmið og
leiðir" heitir skýrsla, sem Iðnaðar-
ráðuneytið hefur gefið út. Skýrslan
er samin af dr. Guðmundi Magnús-
syni prófessor og er alhliða athugrm
á framtíðarhorfum iðnaðarins. Hún er
eins konar framhald af skýrslunni
„íslenzkur iðnaður og EFTA", sem
ráðuneytið sendi frá sér í nóvember
1969. (9. júní 71)
Stálíélagið hí., sem nýlega var stofn-
að til að vinna að undirbúningi ís-
lenzks stálvers til að vinna steypu-
styrktarjcim úr brotajárni, hefur ný-
lega lokið fyrstu könnun í málinu.
Er þar um að ræða stofnkostnaðar-
áætlun og 10 ára rekstursáætlun.
Stofnkostnaður er áætlaður 412 millj.
króna, þar af hlutafé um 100—120
millj. króna. Áætlunin gerir ráð fyrir
að stálbræðslan geti hafið fullan
rekstur á miðju ári 1973 og geti skilað
um 20 millj. króna nettótekjum árið
1974. Skýrslan er nú í athugun hjá
Norræna iðnþróunarsjóðnum. (10.
júní 71)
Saumastofan Magni í Hveragerði er
31 árs gömul og hefur vaxið ört síð-
ustu 8 árin. Framleiðslan er einkum
viðlegubúnaður alls konar s. s. svefn-
pokar, tjöld, rúmteppi, vattteppi, úlp-
ur og vinnufatnaður. Umsetning er
8—9 millj. króna á ári og þar vinna
nú 18 stúlkur. (12. júní 71)
Norræni iðnþróunarsjóðurinn hefur
nú starfað í rúmt ár. Utlán sjóðsins
frá stofmm nema um 300 millj. króna,
þar af 70 millj. króna til Iðnlánasjóðs,
50 millj. króna til Utflutningslána-
sjóðs og 160 millj. króna til fyrirtækja
í ýmsum greinum iðnaðarins. (12.
júní 71)
Rennilásagerðin er lítið fyrirtæki á
Hellu. Þar eru framleiddir um 100
metrar rennilása á klukkustund. Árs-
veltan er um 4 millj. króna. Eigandi
er Rafn Thorarensen. (9. júní 71)