Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 38
SútunarverksmiSjan LoS’skinn á Sauð-
árkróki tók til starfa á miðju ári 1970.
Sl. haust voru keyptar inn 100 þús.
gærur og verður sútun þeirra lokið
í júlílok. Loðskinnin fara aðallega á
Ameríkumarkað og til EFTA-land-
anna. (10. júní 71)
Útflutningur iðnaðarins jókst um 50%
úr 440 í 660 millj. króna árið 1970
miðað við árið á undan og er þá ál
og álmelmi undanskilið. Ef ál er tekið
með var aukningin úr 939 í 2370
millj. króna. EFTA markaðssvæðið
keypti 52,1%, EBE svæðið 33,9%,
Bandaríkin 6,1% og Austur-Evrópa
7,3%. (20. júní 71)
Basaltverksmiðja á íslandi. I Norges
handels- og sjöfartstidende er skýrt
frá því, að í undirbúningi sé bygging
basaltverksmiðju hér á landi og sé
þar byggt á rannsóknum tékkneskra
sérfræðinga. Framleiddar yrðu eink-
um pípur og gólfflögur. Norræni iðn-
þróunarsjóðurinn hafi falið dönsku
fyrirtæki að kanna markaðsmögu-
leika í Evrópu og Ameríku. Talið er
að fjárfesting í þessu skyni muni vera
um 500 millj. króna. (20. júní 71)
Ne'shúsgögn í Borgamesi er tveggja
ára gamalt fyrirtæki. Eigandi er Sig-
urður Jóhannsson og hannar hann
framleiðsluna sjálfur. Hann hefur
fremur einhæfa framleiðslu, einkum
skatthol, og seljast þau vel. (20. júní
71)
Hin nýja loðsútunarverksmiðja Iðuim-
ar á Akureyri var formlega opnuð
í dag. Avörp fluttu Erlendur Einars-
son forstjóri, Harry Frederiksen frkv-
stj., Pentti Lahtonen verkfr. og Jóhann
Hafstein ráðherra, en síðan opnaði
Jakob Frímannsson, stjómarformaður
S. í. S., verksmiðjuna. Verksmiðjan
var hönnuð fyrir 300.000 gærur ár-
lega, en á að geta unnið úr 450.000
gærum með nokkrum viðbótarvélum
og auknu starfsliði. Af gærufram-
leiðslu ársins 1970 mxm verksmiðjan
vinna úr 350.000 gærum. Starfslið er
nú 80 manns, en verður um 120.
Verksmiðjan kostaði um 100 millj.
króna. (25. júní 71)
Gler og postulin er fremur ungt fyrir-
tæki, sem flutti nýlega í ný húsa-
kynni í Kópavogi. Framkvæmdastjóri
þess er Bragi Hinriksson. Fyrirtækið
vinnur glervörur og minningarplatta
með innbrenndum áletrunum og
myndum. (27. júní 71)
Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur á Isa-
firði hefur starfað um 10 ára skeið og
framleiðsla hennar aukist að fjöl-
breytni og magni með hverju ári, en
þar eru ofin og lituð efni úr íslenzkri
ull. Ur efnunum er saumaður mjög
vel hannaður tízkufatnaður. Fram-
leiðsla þessi er eftirsótt bæði hér og
erlendis. (27. júní 71)
9 skuttogarar eru nú í smíðum fyrir
Islendinga, þar af 4 á Spáni, 2 í
Póllandi og 3 hérlendis, og rmdirbún-
ingur er hafinn að smíði fleiri skut-
togara. (16. júlí 71)
Ráðherranefnd EBE hefur samþykkt
að bjóða íslendingum, Svíum, Finn-
um, Svisslendingum, Austurríkis-
mönnum og Portúgölum fríverzlun
með iðnaðarvörur og verði vemdar-
tollar úr sögunni 1. júlí 1977. (27. júlí
71)