Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 39

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 39
Þrívíðar teikningar Nú getur arkitektinn stungið teikn- ingu sinni inn í reiknivél, sett upp höfuðbúnaS og séð þrívíðar teikn- ingu af húsinu fyrir framan sig. Teikningin virðist alveg kyrrstæð, meðan hann hreyfir sig umhverfis húsið og — ef hann óskar þess — inn um aðaldyrnar. Vilji hann gera breytingar, getur hann matað raf- reikninn á ný og reynt aftur. Tæknibúnaður þessi var gerður í Háskólanum í Utah, og er hann sýnd- ur á 1. mynd. Hann er samsettur af skynjara (sensor) á höfðinu, reikni- vél, aukaminni, stækkara og öðru til- heyrandi, ásamt sýningarbúnaði, sem komið er fyrir á höfðinu. Höfuðbún- aðurinn er stilltur á vélrænan hátt. Myndin er stækkuð, og með hjálp 1. mynd. 2. mynd. rafreiknis má fá lýsingu á hlutnum, eins og sýnt er á 2. mynd. Hluturinn, eða öllu heldur húsið, virðist standa kyrrt, meðan áhorfand- inn hreyfir sig umhverfis það. Það, sem fram kemur, er mynd af húsinu frá því sjónarhorni, sem maður skoð- ar það. Tæki þetta er enn á tilraunastigi, en svo virðist sem það muni láta draum arkitekta og annarra bygg- ingamanna rætast. Úr ,.Ajour“ (372) nr. 4, 1971. Uppblásinn, kældur vöru- skáli Uppblásnar vörugeymslur geta leyst margan vandann nú á dögum. Bandarískt fyrirtæki hefur framleitl nýja gerð vöruskála, þar sem kostur er á kældu andrúmslofti fyrir l. d. geymslu ávaxta í allt að 9 mánuði. Skáli þessi er talinn fljótreistur og ódýr í gerð og þolir vel óstöðugt veð- urfar. Nælonhúð er þakin neopren að innan, en gulu gervigúmi að utan. A myndinni má sjá einn hluta hins uppblásna vöruskála. A og B sýna dúkinn, sem hefur fengið sérstaka meðhöndlun að utan- og innanverðu. Tækið C er notað til að dæla inn til- búnu andrúmslofti og viðhalda réttu hitastigi yfir kælitímabilið. D er frystitækið, og E sýnir hinn tvöfalda inngang. Skálinn hefur staðizt vind- hraða 140 km/klst. um lengri tíma og hita frá -1- 8°C til + 30°C án þess að bíða tjón. Úr „Ajour“ (397) nr. 4, 1971. IÐNAÐARMAL 67

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.