Iðnaðarmál - 01.01.1955, Side 23
M E R K I M E R K I N G DÆMI U M NOTKUN G E R Ð
o Hringur Bann Bann við notkun opins elds, umferðabann o. þ. h. Gult með svartri umgerð oge.t.v. áletrun
A g Þríhyrningur Aðvörun Aðvörun vegna eldhættu, sprengihættu, umferðahættu o. þ. h. Gult með svartri umgerð oge.t.v. áletrun
Hálfhringur Eldvörn Slökkvitæki og annað tilheyrandi eldvörnum Hvftt á rauðum grunni
Kross Slysahjálp Sáraumbúðakassar, böruskápar, slysastofur o.þ.h. Grænt á hvítum grunni
D Stjarna Björgun Björgunartæki, varaútgangar o. þ.h. Hvitt á grænum grunni
Ör Vegvísir Vegvísir til slökkvitækja Rautt með hvitri áletrun
Vegvisir til sáraumbúða, slysastofa, varaútganga, björgunartækja o. þ. h. Grænt með hvitri áletrun
F erhyrningur Upplýsingar Skilti eða spjald með áletrun um: Bann, skipun, aðvörun Gult með svartri umgerð og svartri áletrun
Eldvörn Rautt með hvftri áletrun
Slysahjálp, björgun Grænt með hvitri áletrun
Ymislegt Hvítt með svartri áletrun
(Framh. af 2. kápusfðu.)
að fá sem mestan endurskinsmun mllli
vélar og smíðis.
Til leiðbeiningar við litavaler hér sett
eftirfarandi tafla, sem sýnir endurskins-
styrk helztu lita, sem til greina koma 1
iðnaðarfyrirtækjum. Taflaner tekin saman
af norskum yfirverkfræðingi, Arvid
Lippestad:
Hvítt, matt 84%
Gullgult 80%
F ílabeinsgult 79%
Rjómagult 76%
Sftrónugult 69%
Brúngult, ljóst 61%
Brúngult, milliljóst 54%
Brúngult, dökkt 31%
Milliblátt 43%
Himinblátt 30%
Turkisblátt 15%
Silfurgrátt 37%
Dökkgrátt 11%
Appelsfnugult 42%
Ljósgrænt 62%
Milligrænt 49%
Sægrænt 38%
Grasgrænt 18%
Ljósblátt 52%
Ljósbrúnt 27%
Gullbrúnt 25%
Millibrúnt 12%
Til þessa hef ég eingöngu rætt um liti
á vinnustöðum með tilliti til almennrar
vellfðanar eða vélaliti, sjónsviðs-
liti og salaliti, en ekki gert hinum
svokölluðu merkilitum nein skil, en
þeirrahlutverker fyrstogfremstað stuðla
að auknu öryggi á vinnustöðum.
Ekki hafa enn verið settar neinar
alþjóðareglur um notkun merkilita, og er
það illa farið, svo mikið sem gildi þeirra
er. Hver þjóð um sig hefur sett sinar
reglur, og er ekki nema að nokkru leyti
samræmi milli litanotkunar þjóða inn-
byrðis, en segja má, að fullkomið sam-
ræmi sé í notkun merkja í þessu efni.
Meðan alþjóðareglur eru ekki til á
þessu sviði, tel ég nauðsynlegt, að settar
verði reglur hér á landi um notkun merki-
lita. Hér eins og annars staðar, tel ég
æskilegt, að reglurnar séu sem einfald-
astar og sem fæstir litir séu notaðir.
Eftirfarandi tillögur mfnar um notkun
merkilita eruað mestu ísamræmivið það,
sem tíðkast á Norðurlöndum.
Gult (athygli).
Sterkur, lýsandi, gulur litur sé not-
aður til að auðkenna staði, þar sem hætta
er á, að menn reki sig á, reki tærnar í,
detti eða gangi fram af brúnum. Þar, sem
beita þarf sérstakri athygli, eru hafðar til
skiptis gular og svartar rendur. 1. mynd
sýnir, hvernig þetta er notað við hættulegt
op 1 gólfi. 2. mynd sýnir vél með opna
tannhjólahlö. Hlífin ermáluð að innan gul
með svörtum röndum. Þetta er mjög
áberandi og vekur athygli á þvf, að hlífin
er ekki á sinum stað.
Grænt (öryggi).
Grænn litur sé notaður til þess að
auðkenna stöðvar og tæki, sem eru f þágu
öryggisþjónustunnar, svo sem sjúkra-
stofur, herbergi, þar sem veitt er fyrsta
hjálp, ef slys ber að höndum, sjúkrabörur,
lyfjakassa, skápa og kassa undir ryk- og
gasgrfmur og önnur hlffðartæki. 3. mynd
sýnir, hvernig graeni liturinn er notaður.
Lyfjaskápurinn er grænn með hvftum
krossi.
Rautt (eldvarnir).
Rauður litur er notaður til þess að
auðkenna eldvarnartæki og brunaboða.
Rauðir litir á veggjum séu hafðir til þess
að auðkenna betur þá staði, sem eldvarnar-
tæki eru geymd á. 4. mynd sýnir notkun
rauða litsins.
Hvítt (umferð).
Hvftt sé notað til þess að afmarka
gangbrautir f vinnusölum, geymslufleti á
gólfum og ílát undir úrgang. Hvftt sé þó
einungis notað á dökk gólf, en svart, ef
gólfin eru ljós.
Ekkikomalitiraðfullumnotum, þegar
um litblinda menn er að ræða, en þess
vegna eru notuð merki þau, sem ég minntist
á hér að framan, og má segja, að þau séu
alþjóðleg.
Merkin eru þessi:
f. Gul kringla með svörtum hring.
A gula fletinum er oft lesmál. Hringurinn
táknar ávallt bann, en áletrunin segir, um
hvers konar bann sé að ræða.
2. Þríhyrningur með gulum fleti og
svartri umgjörð. Þríhyrningurinn táknar
ávallt aðvörun, en áletrun á fletinum segir,
um hvers konar aðvörun sé að ræða.
3. Hvft hálfkringla á rauðum fleti
táknar eldvarnartæki.
4. Grænn kross á hvftum fleti eða
hvítur kross á grænum fleti er merki alls
þess, sem lýtur að hjúkrun og fyrstu hjálp.
Með þessu merki á t. d. að merkja slysa-
stofur, lyfjaskápa, skápa undir sjúkra-
börur o. þ.h.
5. Græn stjarna á hvftum fleti eða
hvít stjarna á grænum fleti táknar öryggi.
Þannig á að merkja öll björgunartæki,
neyðarútganga, persónuhlífar, vara-
stöðvitæki véla o. s.frv.
6. Græn eða rauð ör vfsar til björg-
unartækja eða slökkvitækja. A örvunum
getur verið hvft áletrun.
7. Ferhyrningur með svartri umgjörð
er merki upplýsinga. Ef upplýsingarnar
eru um einhvers konar bann, er flötur fern-
ingsins gulur með svartri áletrun. Séu
upplýsingarnar um eldvarnir, er flöturinn
rauður með hvftri áletrun. Séu þær um
björgunartæki eða slysahjálp, er flötur-
inn grænn með hvftri áletrun, og ef upp-
lýsingarnarerualmenns eðlis, er flöturinn
hvftur með svartri áletrun.
Meðfylgjandi tafla (fengin úr Produk-
tivitets Nyt, 9. hefti 1954) sýnir merki
þessi og notkunarsvið.
Verði hér settar reglur um notkun
merkilita, mun ekki lfða á löngu, þar til
er menn komast að raun um, hversu
mikilvægur þáttur þeir eru f baráttunni
við slysahættuna.